Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 12:14 Hér má sjá kaffiskúr leigubílstjóra sem notaður hefur verið sem bænahús að undanförnu. Vísir/Já.is Leigubílstjórar eru ósáttir við ákvörðun Isavia um að loka umdeildum kaffiskúr á Keflavíkurflugvelli sem leigubílstjórar höfðu afnot af þar til hann var lagður undir bænahald. Þeir segja allt of langa göngufjarlægð milli leigubílastæðanna og flugstöðvarinnar þangað sem þeir eiga nú að sækja kaffisopa og komast á klósettið. Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“ Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa komist lífs af Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa komist lífs af Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira