Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“ Agnar Már Másson skrifar 5. júní 2025 12:14 Hér má sjá kaffiskúr leigubílstjóra sem notaður hefur verið sem bænahús að undanförnu. Vísir/Já.is Leigubílstjórar eru ósáttir við ákvörðun Isavia um að loka umdeildum kaffiskúr á Keflavíkurflugvelli sem leigubílstjórar höfðu afnot af þar til hann var lagður undir bænahald. Þeir segja allt of langa göngufjarlægð milli leigubílastæðanna og flugstöðvarinnar þangað sem þeir eiga nú að sækja kaffisopa og komast á klósettið. Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“ Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að Keflavíkurflugvöllur hefði tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi leigubílstjóra að geymsluskúr sem þeir hafa notað sem kaffiskúr um nokkurt skeið. Ástæðan var sögð „einvörðungu“ vera bágborið ástand skúrsins vegna viðhaldsskorts. Margir ráku upp stór augu þegar fram kom í fréttum fyrir rúmum mánuði síðan að skúrinn væri notaður sem bænahús múslima og virtist lokaður öðrum en þeim sem nota hann sem slíkt. Íslenskum leigubílstjórum var ekki skemmt þegar þeim var meinaður aðgangur að skúrnum og komust ekki einu sinni á salernið þar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra uppnefndi skúrinn „nyrstu mosku í heimi“ í viðtali á Útvarpi Sögu en Isavia hefur tilkynnt að hún hyggist loka skúrnum á þriðjudag og íslenskir leigubílstjórar eru ekki sáttir. „Aumingjaskapur“ „Er þetta ekki bara aumingjaskapur í þeim að taka þessa aðstöðu af okkur?“ spyr Júlíus Helgi Pétursson, leigubílstjóri til tíu ára, í samtali við fréttastofu. „Við höfum haft hana í mörg ár. Þarna er salerni og svona.“ Í tilkynningunni í gær sagði Isavia að framvegis yrði leigubílstjórum bent á að nýta salernisaðstöðu í flugstöðinni líkt og aðrir þjónustuaðilar á flugvellinum. Júlíus, sem ekur fyrir Hreyfil, segir að það sé „hellingslabb“ frá leigubílastæðunum inn á flugstöð. Það fylgdi einnig tilkynningunni Isavia að ábendingar hefðu borist um ógagnsæja verðlagningu á leigubílaþjónustu. Vinna væri hafin við að tryggja betri umgjörð um þjónustu leigubíla á flugvellinum. Júlíus segir það löngu tímabært. „Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax“ „Þetta er skrítin nálgun hjá Isavia,“ segir Vigfús Sverrir Lýðsson, leigubílstjóri á A-stöðinni. Hann segir leitt að geta ekki nýtt sér aðstöðuna en oft þurfi bílstjórar að vera lengi við flugstöðina. „Ég er búinn að vera að keyra síðan 2022 og þá var talað um skúrinn, að menn voru þarna með mínútugrill og kaffivél. Maður fór þarna annað slagið en þetta fór strax. Sumarið 2023 var þetta tekið yfir í bænahald.“ Valur Ármann Gunnarsson, sem er einnig leigubílstjóri hjá A-stöðinni, er einnig ósáttur. „Eins og allt annað hjá Isavia, það stenst ekkert sem þeir segja,“ segir Valur. „Þeir lofa aðstöðu en svo standa þeir ekki við neitt.“ Hann segir einnig að leigubílastæðin séu í fullmikilli fjarlægð frá flugstöðinni. „Fyrst þarf að vera betri aðstaða fyrir okku. Við erum komnir svo langt frá flugstöðinni, það eru of fá stæði, það er svo margt sem þarf að laga þarna.“
Isavia Leigubílar Trúmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira