Fréttir Herflugvél brotlenti skömmu eftir flugtak Fimmtán eru sagðir hafa dáið þegar rússnesk herflugvél af gerðinni Il-76 brotlenti skömmu eftir flugtak í morgun. Myndbönd sýna að minnsta kosti einn hreyfil flugvélarinnar í ljósum logum skömmu eftir flugtak og féll hann af henni áður en hún brotlenti. Erlent 12.3.2024 11:34 Reiknar með því að verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjaramálin og nú eru það verslunarmenn sem sitja við samningaborðið í Karphúsinu. Innlent 12.3.2024 11:34 Hræ hnúfubaks í Hrísey legið lengi Hræ hnúfubaks fannst í fjöru Hríseyjar á dögunum. Talið er að hvalurinn hafi legið í flæðarmálinu í talsverðan tíma án þess að nokkur hafi orðið hans var. Innlent 12.3.2024 10:51 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. Erlent 12.3.2024 10:42 Völdu hættu á matareitrun frekar en skaðabætur Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, gagnrýnir Krónuna harðlega fyrir að hafa metið hættu á skaðabótamáli æðri en þá hættu að selja viðskiptavinum sínum vafasaman mat í fjóra mánuði. Innlent 12.3.2024 10:38 Segir íbúa Gasa ekki geta beðið en ítrekar rétt Ísrael til að verja sig Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur kallað eftir tafarlausu mannúðarhléi á átökum á Gasa en jafnframt ítrekað að Ísraelsmenn eigi rétt á því að verja sig gegn Hamas. Erlent 12.3.2024 09:10 Heilsugæslan flytur tímabundið eftir brunann Heilsugæslan Garðabæ mun á næstu dögum flytja tímabundið í húsnæði í Mjóddinni í Reykjavík á meðan húsnæði heilsugæslunnar er þrifið og endurnýjað. Talsvert tjón varð á húsnæðinu af völdum reyks eftir að eldur kom upp á snyrtistofu í næsta húsi fyrir helgi. Er ljóst að einhverjar vikur muni taka þar til að hægt verði hefja starfsemi í húsinu á ný. Innlent 12.3.2024 08:46 Forsætisráðherra Haítí farinn frá Forsætisráðherra Haítí hefur sagt af sér eftir margra vikna ófremdarástand í landinu þar sem glæpahópar hafa í raun tekið völdin. Erlent 12.3.2024 08:27 Tate-bræður í gæsluvarðhaldi vegna breskrar handtökuskipunar Áhrifavaldurinn Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið handteknir í Rúmeníu á grundvelli handtökuskipunar sem gefin var út á Bretlandseyjum. Erlent 12.3.2024 08:24 Fær græddan í sig gangráð í dag Haraldur Noregskonungur mun gangast undir aðgerð í dag þar sem hann mun fá græddan í sig gangráð. Erlent 12.3.2024 08:22 Airbnb bannar öryggismyndavélar innanhúss Airbnb hyggst banna öryggismyndavélar í öllu húsnæði sem leigt er í gegnum síðuna, út um allan heim. Breytingarnar munu taka gildi í enda apríl. Erlent 12.3.2024 07:58 Þrettán ára stúlka myrt á Norður-Jótlandi Þrettán ára gömul stúlka var myrt í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögreglan hefur handtekið jafnöldru hennar og sautján ára gamlan dreng sem grunuð eru um morðið. Erlent 12.3.2024 07:41 Lægðardrag færist vestur yfir landið Lægðardrag færist nú vestur yfir landið með dálítilli snjókomu eða slyddu og síðar rigningu. Veður 12.3.2024 07:22 Matthías Johannessen er látinn Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri. Innlent 12.3.2024 07:15 Alþjóðahreyfingin krafin aðgerða vegna Rauða krossins í Rússlandi Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er nú sögð sæta þrýstingi af hálfu þjóða sem leggja samtökunum til fjármagn um að grípa til aðgerða vegna þjónkunnar Rauða krossins í Rússlandi við þarlend stjórnvöld. Erlent 12.3.2024 07:03 Spyr hvort aka þurfi á barn svo eitthvað verði gert Nanna Hólm býr í Grafarvoginum á Móavegi 4 á jarðhæð. Þung umferð er við blokkina og öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur eru litlar sem engar. Umferðin er ekki girt af og bílar keyra þar oft vel yfir löglegum hámarkshraða segir Nanna. Sömuleiðis þjóti rafskútur um svæðið á ógnarhraða. Nanna spyr hvort bíða þurfi eftir því að barn verði fyrir bíl svo eitthvað verði gert. Innlent 12.3.2024 07:01 Palestínumenn ekki lengur í forgangi hjá Útlendingastofnun Umsóknir Palestínumanna um fjölskyldusameiningu njóta ekki lengur forgangs hjá Útlendingastofnun. Ákvörðunin tók gildi í gær í samráði við dómsmálaráðuneytið. Innlent 12.3.2024 06:30 Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. Erlent 12.3.2024 06:21 Þjófnaðir, „léleg og hávær“ tónlist og ökumenn undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum vegna þjófnaða í gærkvöldi og nótt. Þá var erill í umferðareftirliti og skráningarmerki fjarlægð af tíu bifreiðum. Innlent 12.3.2024 06:15 Boeing-uppljóstrari fannst látinn í miðjum málaferlum Fyrrverandi starfsmaður flugvélaframleiðandans Boeing, sem ljóstraði upp um galla í framleiðslu flugvéla Boeing, fannst látinn í Bandaríkjunum. Dagana fyrir andlátið hafði hann borið vitni fyrir dómi gegn framleiðandanum. Erlent 11.3.2024 23:47 „Snöggskilnaðir“ hafi slegið í gegn „Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig.“ Innlent 11.3.2024 22:49 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. Innlent 11.3.2024 22:25 Til skoðunar að taka upp andlitsgreiningarkerfi á landamærunum Dómsmálaráðherra segist ekki geta tekið undir það að landamærin séu hriplek. Til skoðunar er að setja upp andlitsgreiningarbúnað í Leifsstöð eins og byrjað var að gera fyrir tuttugu árum síðan. Innlent 11.3.2024 22:01 Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. Innlent 11.3.2024 21:21 Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. Innlent 11.3.2024 20:31 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. Innlent 11.3.2024 19:20 Lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun og morð við Neuschwanstein-kastala Bandarískur karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt ferðakonu og reynt að drepa vinkonu hennar nærri Neuschwanstein-kastalanum í Þýskalandi. Maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Erlent 11.3.2024 19:03 Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. Innlent 11.3.2024 18:26 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarssonar. Þolendum var létt þegar lögreglan réðist í aðgerðir og handtók sex einstaklinga í tengslum við málið. Rætt verður við aðstoðarsaksóknara hjá lögeglunni um málið og farið yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.3.2024 18:04 Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. Innlent 11.3.2024 17:07 « ‹ 323 324 325 326 327 328 329 330 331 … 334 ›
Herflugvél brotlenti skömmu eftir flugtak Fimmtán eru sagðir hafa dáið þegar rússnesk herflugvél af gerðinni Il-76 brotlenti skömmu eftir flugtak í morgun. Myndbönd sýna að minnsta kosti einn hreyfil flugvélarinnar í ljósum logum skömmu eftir flugtak og féll hann af henni áður en hún brotlenti. Erlent 12.3.2024 11:34
Reiknar með því að verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um kjaramálin og nú eru það verslunarmenn sem sitja við samningaborðið í Karphúsinu. Innlent 12.3.2024 11:34
Hræ hnúfubaks í Hrísey legið lengi Hræ hnúfubaks fannst í fjöru Hríseyjar á dögunum. Talið er að hvalurinn hafi legið í flæðarmálinu í talsverðan tíma án þess að nokkur hafi orðið hans var. Innlent 12.3.2024 10:51
Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. Erlent 12.3.2024 10:42
Völdu hættu á matareitrun frekar en skaðabætur Ólafur Hauksson, almannatengill og hluthafi í Festi, gagnrýnir Krónuna harðlega fyrir að hafa metið hættu á skaðabótamáli æðri en þá hættu að selja viðskiptavinum sínum vafasaman mat í fjóra mánuði. Innlent 12.3.2024 10:38
Segir íbúa Gasa ekki geta beðið en ítrekar rétt Ísrael til að verja sig Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur kallað eftir tafarlausu mannúðarhléi á átökum á Gasa en jafnframt ítrekað að Ísraelsmenn eigi rétt á því að verja sig gegn Hamas. Erlent 12.3.2024 09:10
Heilsugæslan flytur tímabundið eftir brunann Heilsugæslan Garðabæ mun á næstu dögum flytja tímabundið í húsnæði í Mjóddinni í Reykjavík á meðan húsnæði heilsugæslunnar er þrifið og endurnýjað. Talsvert tjón varð á húsnæðinu af völdum reyks eftir að eldur kom upp á snyrtistofu í næsta húsi fyrir helgi. Er ljóst að einhverjar vikur muni taka þar til að hægt verði hefja starfsemi í húsinu á ný. Innlent 12.3.2024 08:46
Forsætisráðherra Haítí farinn frá Forsætisráðherra Haítí hefur sagt af sér eftir margra vikna ófremdarástand í landinu þar sem glæpahópar hafa í raun tekið völdin. Erlent 12.3.2024 08:27
Tate-bræður í gæsluvarðhaldi vegna breskrar handtökuskipunar Áhrifavaldurinn Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið handteknir í Rúmeníu á grundvelli handtökuskipunar sem gefin var út á Bretlandseyjum. Erlent 12.3.2024 08:24
Fær græddan í sig gangráð í dag Haraldur Noregskonungur mun gangast undir aðgerð í dag þar sem hann mun fá græddan í sig gangráð. Erlent 12.3.2024 08:22
Airbnb bannar öryggismyndavélar innanhúss Airbnb hyggst banna öryggismyndavélar í öllu húsnæði sem leigt er í gegnum síðuna, út um allan heim. Breytingarnar munu taka gildi í enda apríl. Erlent 12.3.2024 07:58
Þrettán ára stúlka myrt á Norður-Jótlandi Þrettán ára gömul stúlka var myrt í smábænum Hjallerup á Norður-Jótlandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögreglan hefur handtekið jafnöldru hennar og sautján ára gamlan dreng sem grunuð eru um morðið. Erlent 12.3.2024 07:41
Lægðardrag færist vestur yfir landið Lægðardrag færist nú vestur yfir landið með dálítilli snjókomu eða slyddu og síðar rigningu. Veður 12.3.2024 07:22
Matthías Johannessen er látinn Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri. Innlent 12.3.2024 07:15
Alþjóðahreyfingin krafin aðgerða vegna Rauða krossins í Rússlandi Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans er nú sögð sæta þrýstingi af hálfu þjóða sem leggja samtökunum til fjármagn um að grípa til aðgerða vegna þjónkunnar Rauða krossins í Rússlandi við þarlend stjórnvöld. Erlent 12.3.2024 07:03
Spyr hvort aka þurfi á barn svo eitthvað verði gert Nanna Hólm býr í Grafarvoginum á Móavegi 4 á jarðhæð. Þung umferð er við blokkina og öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur eru litlar sem engar. Umferðin er ekki girt af og bílar keyra þar oft vel yfir löglegum hámarkshraða segir Nanna. Sömuleiðis þjóti rafskútur um svæðið á ógnarhraða. Nanna spyr hvort bíða þurfi eftir því að barn verði fyrir bíl svo eitthvað verði gert. Innlent 12.3.2024 07:01
Palestínumenn ekki lengur í forgangi hjá Útlendingastofnun Umsóknir Palestínumanna um fjölskyldusameiningu njóta ekki lengur forgangs hjá Útlendingastofnun. Ákvörðunin tók gildi í gær í samráði við dómsmálaráðuneytið. Innlent 12.3.2024 06:30
Mátu helmingslíkur á kjarnorkustyrjöld haustið 2022 Haustið 2022 mátu yfirvöld í Bandaríkjunum stöðu mála í Úkraínu þannig að það væru helmingslíkur á að stjórnvöld í Rússlandi myndu beita kjarnorkuvopnum til að stöðva Úkraínumenn ef herinn kæmist í gegnum varnir Rússa á Krímskaga. Erlent 12.3.2024 06:21
Þjófnaðir, „léleg og hávær“ tónlist og ökumenn undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum vegna þjófnaða í gærkvöldi og nótt. Þá var erill í umferðareftirliti og skráningarmerki fjarlægð af tíu bifreiðum. Innlent 12.3.2024 06:15
Boeing-uppljóstrari fannst látinn í miðjum málaferlum Fyrrverandi starfsmaður flugvélaframleiðandans Boeing, sem ljóstraði upp um galla í framleiðslu flugvéla Boeing, fannst látinn í Bandaríkjunum. Dagana fyrir andlátið hafði hann borið vitni fyrir dómi gegn framleiðandanum. Erlent 11.3.2024 23:47
„Snöggskilnaðir“ hafi slegið í gegn „Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig.“ Innlent 11.3.2024 22:49
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. Innlent 11.3.2024 22:25
Til skoðunar að taka upp andlitsgreiningarkerfi á landamærunum Dómsmálaráðherra segist ekki geta tekið undir það að landamærin séu hriplek. Til skoðunar er að setja upp andlitsgreiningarbúnað í Leifsstöð eins og byrjað var að gera fyrir tuttugu árum síðan. Innlent 11.3.2024 22:01
Býst við eldgosi á næstu dögum og það gæti orðið með sírennsli Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor telur líklegt að eldgos brjótist upp á næstu dögum og langlíklegasta staðsetning verði á miðri Sundhnúkssprungunni. Hann telur þá sviðsmynd mögulega að næsta gos detti í sírennsli hraunkviku. Innlent 11.3.2024 21:21
Verkfall VR í aðdraganda páska hefði mikil áhrif Verkfall félagsmanna VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefst á miðnætti á föstudag eftir viku verði aðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag. Viðræður deiluaðila hófst hjá ríkissáttasemjara í morgun. Innlent 11.3.2024 20:31
Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. Innlent 11.3.2024 19:20
Lífstíðarfangelsi fyrir nauðgun og morð við Neuschwanstein-kastala Bandarískur karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og myrt ferðakonu og reynt að drepa vinkonu hennar nærri Neuschwanstein-kastalanum í Þýskalandi. Maðurinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Erlent 11.3.2024 19:03
Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. Innlent 11.3.2024 18:26
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarssonar. Þolendum var létt þegar lögreglan réðist í aðgerðir og handtók sex einstaklinga í tengslum við málið. Rætt verður við aðstoðarsaksóknara hjá lögeglunni um málið og farið yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 11.3.2024 18:04
Gæsluvarðhald vegna atburðanna á Nýbýlavegi framlengt aftur Gæsluvarðhald yfir konu um fimmtugt, sem grunuð er um að hafa banað sex ára syni sínum í lok janúarmánaðar, hefur verið framlengt aftur um fjórar vikur. Konan hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku 1. febrúar síðastliðinn. Innlent 11.3.2024 17:07