„Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. júní 2025 20:14 Kolbrún Völkudóttir Aðsend Móðir missti af sögulegri stund í lífi barns hennar er það útskrifaðist úr leikskóla þar sem engin túlkaþjónusta stóð henni til boða. Endurgjaldslaus túlkur stóð henni ekki til boða, líkt og venjulega, þar sem fjármagn Samskiptastöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra (SHH) fyrir slíku er búið. Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún. Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kolbrún Völkudóttir sótti útskrift sonar síns úr leikskóla í dag og greinir frá upplifun sinni með færslu á Facebook-síðunni sinni. „Sonur minn útskrifaðist úr leikskóla í dag – stór dagur. Ég var þar, en túlkur var það ekki,“ skrifar Kolbrún. „Af hverju? Vegna þess að ekki var til fjárveiting fyrir túlkaþjónustu. Þannig virkar kerfið sem ég á að treysta á. Þegar fjármagnið klárast, þá klárast líka aðgengið.“ Í tilkynningu frá SHH þann 2. júní segir að fjármögnun endurgjaldslausrar túlkaþjónustu í daglegu lífi á öðrum ársfjórðungi sé uppurið. „Myndasímatúlkun SHH verður því lokuð frá og með 4. júní til og með 30. júní. Ekki verður hægt að verða við beiðnum um endurgjaldslausa túlkun í daglegu lífi sem fara á fram á sama tímabili og hefur ekki þegar verið pöntuð,“ stendur í tilkynningunni. Að sögn Kolbrúnar fara 34 milljónir á ári hverju í sjóðinn og svo er fjármagninu skipt í fernt eftir ársfjórðungum. Fjármagn annars fjórðungs er, eins og kom fram, búið og því lítil sem engin þjónusta fyrir daglegt líf heyrnarskertra í boði. Það á hins vegar ekki við um túlkunarþjónustu í til dæmis heilbrigðisþjónustu. „Núna þegar ég vil panta túlk tengt mínu lífi eins og með útskrift sonar míns þá er fjármagnið uppurið fyrir annan ársfjórðung sem þýðir að ég get ekki notið jafnréttis á við aðra foreldra,“ skrifar Kolbrún í samtali við fréttastofu. Snúist um almenn réttindi fólks Kolbrún bendir á að þarna hafi verið um að ræða einstakan viðburð í lífi sonar hennar sem verði aldrei endurtekin. Málið snúist hins vegar ekki um vorkunn heldur almenn réttindi fólks. „En samt fékk ég ekki að upplifa hana á jafnréttisgrundvelli,“ skrifar hún. „Um að Döff foreldrar eigi jafnan rétt og aðrir til að vera þátttakendur í lífi barna sinna. Þetta er ekki „þægindamál“ – þetta er aðgengismál,“ skrifar Kolbrún.
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira