Fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum. Innlent 1.7.2025 19:01 Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. Innlent 1.7.2025 18:54 „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. Erlent 1.7.2025 18:51 Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. Innlent 1.7.2025 18:31 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis og í nýrri skýrslu segir að það sé að aukast meðal yngri barna. Yfir helmingur drengja í sjötta bekk hafa lent í slagsmálum en færri í tíunda bekk. Rætt verður við formann aðgerðarhóps um ofbeldi meðal barna. Innlent 1.7.2025 18:11 Beðið eftir krufningarskýrslu Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufniningsskýrslu. Innlent 1.7.2025 17:50 Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Innlent 1.7.2025 16:51 Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Innlent 1.7.2025 16:06 Lágkúra og della að mati ráðherra Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Innlent 1.7.2025 15:52 Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. Innlent 1.7.2025 15:00 Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Rætt var við tæplega sextíu manns hér á landi í síðustu viku og teknar skýrslur af 46 þeirra í tengslum við rannsókn írsku lögreglunnar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019. Innlent 1.7.2025 14:19 Magnús Þór lést við strandveiðar Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði. Innlent 1.7.2025 14:11 Seinkun fréttatímans seinkað Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins færast ekki til klukkan 20 þegar EM kvenna í fótbolta lýkur, líkt og tilkynnt hafði verið um. Enn stendur þó til að seinka fréttatímanum. Í kvöld verður síðasti tíufréttatíminn lesinn í sjónvarpi allra landsmanna. Innlent 1.7.2025 14:03 Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Gæsluvarðhald yfir konu, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Þá mun hún hafa sætt varðhaldi í fimmtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Innlent 1.7.2025 13:44 Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. Innlent 1.7.2025 13:01 Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. Innlent 1.7.2025 13:00 Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna barnaníðsefnis sem hann hafði í fórum sínum. Upp komst um barnaníðsefnið þegar maðurinn mætti sjálfur á lögreglustöð og kvaðst hafa verið „laminn í stöppu“, meðal annars með hamri í höfuðið. Innlent 1.7.2025 12:30 Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Breskur karlmaður á tíræðisaldri var í gær sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og drepið konu árið 1967. Talið er að þetta sé elsta óleysta manndrápsmálið sem hefur nokkru sinni verið leitt til lykta á Bretlandi. Erlent 1.7.2025 12:12 Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk. Innlent 1.7.2025 12:01 „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 1.7.2025 11:53 „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri. Innlent 1.7.2025 11:51 Læknanemar fái víst launahækkun Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir. Innlent 1.7.2025 11:49 Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. Erlent 1.7.2025 11:42 Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um störf Alþingis en þar er enn tekist á um breytingar á veiðigjöldum. Innlent 1.7.2025 11:41 Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Innlent 1.7.2025 11:17 Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. Erlent 1.7.2025 10:44 Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets. Innlent 1.7.2025 10:01 Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það. Innlent 1.7.2025 09:58 Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, vill að Ísrael verði meinuð þátttaka í Eurovision á meðan verið er að rannsaka stríðsrekstur Ísraela á Gasa. Hann vísar í fordæmi þar sem ákveðið var að vísa Rússum og Hvít-Rússum úr keppni vegna innrásarstríðsins í Úkraínu. Innlent 1.7.2025 08:06 Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Óeirðir brutust út í Istanbúl í gær eftir að yfirsaksóknari borgarinnar fyrirskipaði handtökur ritstjóra tímaritsins LeMan á þeim forsendum að blaðið hefði birt skopmynd af Múhameð. Erlent 1.7.2025 07:52 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis. Í nýrri skýrslu kemur fram að það virðist meira meðal yngri barna og yfir helmingur drengja í sjötta bekk hefur lent í slagsmálum. Innlent 1.7.2025 19:01
Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. Innlent 1.7.2025 18:54
„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. Erlent 1.7.2025 18:51
Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. Innlent 1.7.2025 18:31
Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis og í nýrri skýrslu segir að það sé að aukast meðal yngri barna. Yfir helmingur drengja í sjötta bekk hafa lent í slagsmálum en færri í tíunda bekk. Rætt verður við formann aðgerðarhóps um ofbeldi meðal barna. Innlent 1.7.2025 18:11
Beðið eftir krufningarskýrslu Ástæðan fyrir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist frekara gæsluvarðhalds á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir konu grunuð um manndráp er sú að lykilrannsóknargagns er enn beðið, krufniningsskýrslu. Innlent 1.7.2025 17:50
Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Innlent 1.7.2025 16:51
Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Heilbrigðisráðherra mun styrkja heilbrigðisþjónustu og bráðaviðbragð í Öræfum árið um kring. Starfshópur verður skipaður um verkefnið til að móta fyrirkomulag þess og á hann að skila tillögum til ráðherra í lok október. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Innlent 1.7.2025 16:06
Lágkúra og della að mati ráðherra Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Innlent 1.7.2025 15:52
Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. Innlent 1.7.2025 15:00
Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Rætt var við tæplega sextíu manns hér á landi í síðustu viku og teknar skýrslur af 46 þeirra í tengslum við rannsókn írsku lögreglunnar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019. Innlent 1.7.2025 14:19
Magnús Þór lést við strandveiðar Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði. Innlent 1.7.2025 14:11
Seinkun fréttatímans seinkað Kvöldfréttir Ríkisútvarpsins færast ekki til klukkan 20 þegar EM kvenna í fótbolta lýkur, líkt og tilkynnt hafði verið um. Enn stendur þó til að seinka fréttatímanum. Í kvöld verður síðasti tíufréttatíminn lesinn í sjónvarpi allra landsmanna. Innlent 1.7.2025 14:03
Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Gæsluvarðhald yfir konu, sem grunuð er um að hafa ráðið föður sínum bana á heimili þeirra í Garðabæ, hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 29. júlí. Þá mun hún hafa sætt varðhaldi í fimmtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Innlent 1.7.2025 13:44
Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kemur saman í London á fimmtudag og föstudag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verður meðal annars til umræðu. Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins segir ólíðandi að söngvakeppnin sé notuð í pólitísku áróðursstríði og að ekkert réttlæti þátttöku Ísraels. Innlent 1.7.2025 13:01
Landris heldur áfram í Svartsengi Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. Innlent 1.7.2025 13:00
Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna barnaníðsefnis sem hann hafði í fórum sínum. Upp komst um barnaníðsefnið þegar maðurinn mætti sjálfur á lögreglustöð og kvaðst hafa verið „laminn í stöppu“, meðal annars með hamri í höfuðið. Innlent 1.7.2025 12:30
Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Breskur karlmaður á tíræðisaldri var í gær sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og drepið konu árið 1967. Talið er að þetta sé elsta óleysta manndrápsmálið sem hefur nokkru sinni verið leitt til lykta á Bretlandi. Erlent 1.7.2025 12:12
Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk. Innlent 1.7.2025 12:01
„Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 1.7.2025 11:53
„Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri. Innlent 1.7.2025 11:51
Læknanemar fái víst launahækkun Fjármálaráðuneytið segir að læknanemum sé tryggð launahækkun að lágmarki 3,5 prósent eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Breytingar hafi verið gerðar á kjarasamningi lækna síðasta haust sem valdi því að laun lækna hafi hækkað umfram almennar launahækkanir en laun læknanema hækkað í takt við almennar hækkanir. Innlent 1.7.2025 11:49
Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. Erlent 1.7.2025 11:42
Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um störf Alþingis en þar er enn tekist á um breytingar á veiðigjöldum. Innlent 1.7.2025 11:41
Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Vegagerðin segir vonir standa til að hægt verði að klæða Dynjandisveg, það er veginn inn að fossinum Dynjanda, í ágústmánuði. Þetta er stuttur vegarkafli sem liggur frá Vestfjarðavegi að þessu helsta náttúrudjásni fjórðungsins. Innlent 1.7.2025 11:17
Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. Erlent 1.7.2025 10:44
Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets. Innlent 1.7.2025 10:01
Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Samfylkingin og Viðreisn eru einu flokkarnir sem fleiri telja hafa staðið sig vel en illa á síðasta þingvetri í skoðanakönnun Maskínu. Mikill minnihluti svarenda telur stjórnarandstöðuflokkanna þrjá hafa staðið sig vel og innan við fimmtungur að Flokkur fólksins hafi gert það. Innlent 1.7.2025 09:58
Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, vill að Ísrael verði meinuð þátttaka í Eurovision á meðan verið er að rannsaka stríðsrekstur Ísraela á Gasa. Hann vísar í fordæmi þar sem ákveðið var að vísa Rússum og Hvít-Rússum úr keppni vegna innrásarstríðsins í Úkraínu. Innlent 1.7.2025 08:06
Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Óeirðir brutust út í Istanbúl í gær eftir að yfirsaksóknari borgarinnar fyrirskipaði handtökur ritstjóra tímaritsins LeMan á þeim forsendum að blaðið hefði birt skopmynd af Múhameð. Erlent 1.7.2025 07:52