Fréttir

Allt að átta stiga frost og él á stöku stað

Búast má við allt að átta stiga frosti í dag og él á stöku stað við norður- og vesturströndina. Annars hæg breytileg átt og bjart með köflum en bætir í suðaustanáttina vestanlands seint í kvöld. Á morgun má búast við rigningu, slyddu eða snjókomu með köflum og fer hlýnandi eftir því sem líður á morgundaginn en hiti þó um eða yfir frostmarki. Hálka eða hálkublettir eru víða á vegum samkvæmt Vegagerðinni.

Innlent

Sumar­ævin­týri ís­lenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í mar­tröð

Áfrýjunardómstóll í Ancona á Ítalíu hefur snúið við umdeildum sýknudómi vegna kynferðisbrots sem átti sér stað árið 2019 í bænum Macerata. Í málinu kærði sautján ára gömul íslensk stúlka ítalskan karlmann fyrir nauðgun. Stúlkan var komin til Ítalíu til að sækja tungumálanámskeið og fór á stefnumót sem endaði með skelfilegum hætti. Karlmaðurinn hefur nú sex árum síðar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Innlent

Skrifa ný drög að friðar­á­ætlun

Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land.

Erlent

Felldu hátt­settan Hezbollah-liða í sprengju­á­rás á Beirút

Fimm létust í loftárás Ísraels á líbönsku höfuðborgina Beirút í dag, þar á meðal starfsmannastjóri hernaðarvægs Hezbollah. Tveimur dögum áður hafði forseti Líbanon lýst því yfir að hann væri tilbúinn í samningsviðræður við Ísraelsmenn. Nú íhuga Hezbollah-liðar að svara árásinni.

Erlent

Drógu Hildi aftur í land

Björgunarsveitarmenn komu skipinu Hildi SH777 til bjargar er það bilaði norðvestur af Skaga. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem björgunarbátar koma skipinu til bjargar og draga það í land.

Innlent

Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt

„Við erum sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu,“ segir Bryndis Eva Ásmundsdóttir, íbúi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík, sem kveðst gáttuð á háværri andstöðu nokkurra nágranna sinna við opnun Kaffistofu Samhjálpar í hverfinu. Hún brigslar nágranna sína um fordóma.

Innlent

Kveikt í Rice Krispies á Borg í Gríms­nesi

Félagsheimilið á Borg í Grímsnesi breyttist í vísindahús um helgina þegar Háskólalestinn var þar á ferð þar sem gestir og gangandi gátu reynt á hæfileika sína í því að taka fréttaviðtöl, prófað tól og tæki sjúkraþjálfara, kynnst ólíkum heimum gervigreindar og kynnst ævintýrum fuglanna með fuglafræðingi svo eitthvað sé nefnt.

Innlent

Enn ein út­tektin sýnir al­var­lega stöðu fatlaðra: „Sláandi"

Ríflega helmingur allra sveitarfélaga á landinu hefur enga stefnu í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt. Þetta er fjórða opinbera rannsóknin á þessu ári sem sýnir alvarlega stöðu í málaflokknum. Formaður Öryrkjabandalagsins segir brýnt að yfirvöld bregðist við sláandi stöðu fatlaðra.

Innlent

Þriggja fólks­bíla á­rekstur ná­lægt Blöndu­ósi

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út eftir að árekstur varð milli þriggja fólksbíla á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu upp úr klukkan 16 í dag. Tólf manns voru í bílunum. Einhverjir hafa verið fluttir undir læknishendur. Miklar umferðartafir eru á Norðurlandi vestra en annað bílslys varð á svæðinu á svipuðum tíma.

Innlent

Öllum í Brussel drullusama um hefndar­að­gerðir Ís­lands

Fyrrverandi utanríkisráðherra segir blasa við að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi ekki gert ráð fyrir að álagning verndartolla á kísiljárn frá Íslandi og Noregi mættu slíkri andstöðu og raun bar vitni. Atkvæðagreiðslunni hafi verið frestað sem gerist örsjaldan og smala hafi þurft löndum til að fá aðgerðirnar í gegn.

Innlent

„Við hjá ZoloIceland leggjum á­herslu á spila­víti“

„Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti sem bjóða upp á fjölbreytt úrval leikja,“ stendur undir stórum vélþýddum flipa á heimasíðu rafskútuleigunnar Zolo sem margir Reykvíkingar kannast eflaust við. Félagið hætti starfsemi í byrjun árs en hefur ekki hafið innreið inn á netfjárhættuspilamarkaðinn, enda kom fyrrverandi eiganda og framkvæmdastjóra félagsins af fjöllum þegar blaðamaður bar þetta undir hann.

Innlent

Hefur látið sér­sveitar­menn FBI vernda kærustu sína

Kash Patel, umdeildur yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), hefur aftur vakið hneykslan vestanhafs eftir að hann sendi sérsveit lögreglumanna til að vernda kærustu sína. Hann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að nota einkaþotu FBI til að heimsækja hana og fara á tónleika með henni.

Erlent

Hafna kröfu Rússa um undan­hald frá Dónetsk

Erindrekar og embættismenn frá Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum ríkjum Evrópu koma saman í Genf í Sviss í dag þar sem ræða á umdeildar friðartillögur sem eiga að  koma frá Bandaríkjamönnum, varðandi stríðið í Úkraínu. Úkraínskir og evrópskir erindrekar eru sagðir tilbúnir til að samþykkja þó nokkra af liðum ætlunarinnar en ætla að krefjast töluverðra breytinga.

Erlent

Heil­brigðis­stofnun Suður­lands þarf nýja byggingu á Sel­fossi

Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eykst og eykst en á sama tíma fær stofnunin ekki það fjármagn, sem hún þarf á að halda. Heimsóknir á bráðamóttökuna á Selfossi hafa til dæmis aukist um 36% á síðustu fjórum árum og meðallegutími á sjúkrahúsinu hefur tvöfaldast á sama tímabili, eða úr 7,5 dögum í rúmlega 15 daga.

Innlent

Þing­menn segja eitt en Rubio annað: Marg­saga um upp­runa og til­gang friðartillagnanna

Bandarískir þingmenn sögðust í gærkvöldi hafa rætt við Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og að hann hefði sagt þeim að friðartillögur sem Bandaríkjamenn væru að reyna að fá Úkraínumenn til að samþykkja væru „óskalisti“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Þingmennirnir höfðu eftir Rubio að tillögurnar mörkuðu ekki raunverulega afstöðu Bandaríkjanna.

Erlent

And­staða eykst í Noregi gegn aðild

Andstaða gegn aðild að Evrópusambandinu hefur aukist í Noregi og lýsa 49 prósent Norðmanna sig núna andsnúna því að ganga í sambandið. Í samsvarandi könnun í marsmánuði sögðust 43 prósent andvíg aðild Noregs að sambandinu. Andstaðan eykst mest meðal ungs fólks.

Erlent

Stakk af eftir harðan á­rekstur

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um harðan árekstur þar sem tveir bílar skullu saman. Ökumaður annars bílsins stakk þó af á hlaupum áður en lögregluþjóna bar að garði.

Innlent

Tuttugu og fjórir létust í á­rásum Ísraels þrátt fyrir vopna­hlé

Að minnsta kosti tuttugu og fjórir létust í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndinni í dag og er dagurinn því einn sá mannskæðasti frá því að vopnahlé tók gildi í byrjun október. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa verið að bregðast við meintu broti Hamasliða. Þau segjast hafa drepið fimm Hamasliða.

Erlent