Fréttir

Falið of­beldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mis­tök?“

Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina.

Innlent

Suðureyjargöng skil­yrt hækkun eftirlaunaaldurs

Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, tilkynnti í Ólafsvökuræðunni í fyrradag, setningarræðu færeyska lögþingsins, að frumvörp landsstjórnarinnar um gerð Suðureyjarganga og hækkun eftirlaunaaldurs yrðu bæði lögð fram að nýju í haust. Einn stjórnarflokkanna, Framsókn, fékk því framgengt að málin verði spyrt saman og að Suðureyjargöng verði ekki samþykkt nema hækkun eftirlaunaaldurs í áföngum upp í 70 ár fylgi með.

Erlent

Lög­regla biðst af­sökunar vegna myndarinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðst afsökunar á því að hafa dreift falsaðri mynd af meintum dísilþjófum sem var augljóslega búið að eiga við með hjálp gervigreindar eða álíka forriti. Sérfræðingur segir mjög varasamt að treysta á túlkun gervigreindar. Formaður Blaðamannafélagsins treystir því að lögregla taki málið alvarlega.

Innlent

Kín­verjar leita leiða til að granda gervi­hnöttum Musks

Kínverskir vísindamenn hafa leitað ýmissa leiða til að granda Starlink-gervihnöttum eða gera þá óstarfhæfa. Meðal annars hafa þeir skoðað að nota sérstaka kafbáta útbúna leysigeislum til að granda gervihnöttunum og þróa aðra sérstaka gervihnetti til að granda Starlink-hnöttum.

Erlent

Lög­regla dreifði gjör­breyttri mynd af díselþjófum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu dreifði mynd af díselþjófum sem talsvert var búið að eiga við af gervigreind. Myndin var fyrst birt á samfélagsmiðlum af nafnlausum aðgangi sem stofnaður var í maí og hefur ekki birt færslur um annað en að senda ætti alla múslíma úr landi.

Innlent

Sendi­nefnd ESB tjáir sig ekki um tollana

Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að.

Innlent

Dregur í land og segir Starmer og fé­laga verð­launa Hamas

Stefnubreyting Donalds Trump Bandaríkjaforseta hvað stríðið og hungursneyðina í Palestínu varðar virðist nú ekki jafnafgerandi. Í samtali við blaðamenn þegar hann kom heim til Washington eftir fund með leiðtogum Evrópusambandsins og Bretlands dró hann í land.

Erlent

Á bát í Kyrra­hafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á

Íslendingur í Frönsku Pólýnesíu segist hafa fyllst skelfingu þegar fregnir bárust af jarðskjálfta undan ströndum Rússlands og gefnar voru út flóðbylgjuviðvaranir. Skjálftinn var 8,8 að stærð en betur fór en á horfðist. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.

Innlent

Rúss­nesk her­flug­vél mætt í Landeyjarnar

Erlendir ferðamenn, sem heimsækja Íslands heillast margir af gömlum flugvélum og eftir því sem þær eru verr farnar virðast þeir vera hrifnari eins og sést á aðsókn að flugvélaflakinu á Sólheimasandi. Nú hefur bóndi í Landeyjum komið sér upp Rússnesku hermanna flugvélaflaki á sinni jörð i þeirri von að ferðamenn flykkist líka til hans.

Innlent

„Ég held að þetta sé ekki bóla“

Framkvæmdir standa yfir að samtals tíu padelvöllum í tveimur íþróttahúsum sem eru hlið við hlið og í beinni samkeppni við hvort annað. Þrátt fyrir það taka fyrirsvarsmenn íþróttahúsanna samkeppninni fagnandi enda eftirspurnin gífurleg. 

Innlent