Fréttir

Bandaríkja­for­seti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“

Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna.

Erlent

„Of­gnótt af van­nýttum stæðum“

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum.

Innlent

„Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þjóðina ekki eiga fiskinn í sjónum, fiskurinn eigi sig sjálfur. Það gæti mikils misskilnings um gangverk fiskveiðistjórnunarkerfisins á Íslandi. Hann vill að veiðigjöld verði hækkuð í skrefum næstu tíu árin en ekki tvöfölduð í ár eins og frumvarp ríkisstjórnar gerir ráð fyrir.

Innlent

„Þau á­kváðu ein­fald­lega að hann væri minna fatlaður í Garða­bæ“

„Ég er ekki að segja þessa sögu til að kvarta, heldur af því að þetta er sannleikur sem margir þora ekki að segja upphátt,“ segir Greta Ósk Óskarsdóttir, móðir 19 ára pilts með fötlun, sem hefur nú stigið fram opinberlega til að segja frá því sem hún lýsir sem kerfisbundnu viðnámi gegn lögbundinni þjónustu fyrir son sinn í Garðabæ.

Innlent

Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun

Hæð suðsuðvestur í hafi og lægð við norðausturströnd Grænlands mun beina suðvestlægri átt til landsins í dag. Yfirleitt verður vindum átta til átján metrar á sekúndu þar sem hvassast verður í vindstrengjum á norðanverðu landinu.

Veður

Láta banda­rískan gísl lausan

Hamasliðar tilkynntu í dag að þeir hygðust leysa Bandaríkjamanninn Edan Alexander úr haldi. Hann er síðasti eftirlifandi gíslinn í þeirra haldi með bandarískt ríkisfang en hann er búinn að vera í gíslingu á Gasaströndinni frá sjöunda október 2023.

Erlent

Sker upp her­ör gegn kín­verskum netrisum

Umhverfisráðherra boðar aðgerðir gegn kínversku verslunarrisunum Temu og Shein. Það sé ólíðandi að vörur sem innihalda skaðleg efni séu fluttar inn til landsins í bílförmum. Til skoðunar er að gera greiðslumiðlunarfyriræki eða flutningsfyrirtæki ábyrg og takmarka þannig innflutning

Innlent

Mótor­hjóla­samtök að­stoða börn sem hafa orðið fyrir of­beldi

Bikers against child abuse (BACA) eru alþjóðleg góðgerðarsamtök sem starfa í þeim tilgangi að búa börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi öruggara umhverfi. Íslandsarmur samtakanna starfar með vitund opinberra aðila og stofnana á borð við Kvennaathvarfið. Árlegur fjáröflunarakstur samtakanna verður á laugardaginn næstkomandi.

Innlent

Hækka þurfi veiði­gjald í skrefum

Breytingar á veiðigjaldi þurfa að eiga sér stað í skrefum og með samtali. Sjávarútvegurinn er tilbúinn í umræðu um hækkun þess með slíkum hætti segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Innlent

230 í­búðir í byggingu í Þor­láks­höfn

Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil uppbygging í Þorlákshöfn og um þessar mundir en í dag eru þar 230 íbúðir í byggingu. Þá er búði að stækka höfnina á staðnum og það er verið að byggja við sundlaugina og byggja við grunnskólann svo eitthvað sé nefnt.

Innlent

Vilja leggja réttarríkið til hliðar

Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi.

Erlent

Vopna­hlé og í beinni frá Basel og Öskju­hlíð

Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna en Úkraína og bandalagsþjóðir hafa gert kröfu um fyrst verði skilyrðislaust vopnahlé. Við ræðum við Þorgerði Katrínu í hádegisfréttum Bylgjunnar og mögulegar vendingar í stríðinu.

Innlent

Vopna­hléið heldur en vígahugur ríkir enn

Vopnahlé milli Indlands og Pakistan virðist hafa haldið velli í nótt, þó ráðamenn ríkjanna hafi sakað hvorn annan um að brjóta gegn því. Nokkrum klukkustundum eftir að vopnahléið tók gildi í gær sökuðu Indverjar og Pakistanar hvorn annan um árásir.

Erlent