Fréttir

Sagt upp eftir 26 ár á Morgun­blaðinu

Víði Sigurðssyni, fréttastjóra íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, hefur verið sagt upp störfum hjá Árvakri. Hann hefur lokið störfum hjá fjölmiðlinum eftir 26 ára starf.

Innlent

Kominn tími á gos og Veður­stofan öllu við­búin

Kvikuhlaup og eldgos á Sunhnúksgígaröðinni er komið á tíma samkvæmt öllum breytum sem voru til staðar fyrir fyrri kvikuhlaup. Því gæti gosið hvað úr hverju. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir stofnunina vera í góðu sambandi við Grindvíkinga og að vel sé fylgst með þróuninni.

Innlent

Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sem er þessa dagana með þrjá ráðherrahatta á höfði sínu segir ekki von á breytingum í ráðherraskipan Flokks fólksins á næstunni. Hjartaaðgerð Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra hafi gengið vel.

Innlent

Desem­ber að komast á lista yfir þá allra hlýjustu

Það stefnir allt í það að desember á landsvísu komist á lista yfir þá allra hlýjustu en hitinn nú er samt nokkuð frá sögulega hlýjum desembermánuði árið 1933. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem segir desembermánuð 2025 líklega verða í þriðja til fjórða sæti yfir þá allra hlýjustu. Hitamet á Stykkishólmi megi teljast með stærstu veðurtíðindum ársins.

Innlent

Þrír lög­reglu­þjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir á­tök í Tyrk­landi

Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og sex vígamenn Íslamska ríkisins liggja í valnum eftir bardaga þeirra á milli í Tyrklandi í morgun. Átta lögregluþjónar og öryggisvörður eru særðir eftir átökin, sem áttu sér stað í Elmali, suður af Istanbul. Lögregluþjónar eru sagðir hafa gert áhlaup á hús þar sem vígamennirnir héldu til.

Erlent

Hér verða áramótabrennur á gaml­árs­dag 2025

Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista.

Innlent

Vill lengri tryggingar og til­búinn til að hitta Pútín

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að nýjar friðartillögur sem hafi verið til umræðu milli hans og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Flórída í gær innihaldi meðal annars tillögu um fimmtán ára öryggistryggingar handa Úkraínu. Selenskí segir að þær yrði svo hægt að framlengja enn frekar en hann lagði til við Trump í gær að öryggistryggingarnar næðu til allt að fimmtíu ára.

Erlent

Gestir á Edition stukku út á nátt­fötunum

Gestir á lúxushótelinu Edition við Hafnarbakkann þurftu óvænt að yfirgefa herbergi sín um eittleytið í nótt þegar að brunavarnakerfi hótelsins fór í gang með tilheyrandi látum. Um bilun í kerfinu reyndist að ræða.

Innlent

Milljón dalir eða meira fyrir náðun

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu verið iðinn við að náða menn og fyrirtæki. Í einhverjum tilfellum hefur það gerst svo hratt að Trump hefur komið eigin starfsfólki á óvart og hefur forsetinn verið sakaður um spillingu vegna sumra náðanna.

Erlent

Ó­venju mikið að gera hjá slökkvi­liðinu

Nokkuð annríki hefur verið hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem hefur farið í 120 sjúkraflutninga síðastliðinn sólarhringinn sem telst mikið og af þeim voru þrjátíu og sjö svokölluð forgangsverkefni.

Innlent

Sósíal­istar líta til harðstjórnarríkja sem fyrir­mynda

Forsvarsmenn Sósíalistaflokksins hafa ausið ríki með gerræðislegt stjórnarfar eins og Kína, Norður-Kóreu og Rússland lofi á undanförnum misserum. Formaðurinn segir það bull að Ísland sé hluti af lýðræðisríkjum í heiminum og að „sjúkir“ fjölmiðlar ljúgi upp á óvini Bandaríkjastjórnar.

Innlent

Um­kringdu Taí­van og æfðu lokanir hafna

Kínverjar standa nú í umfangsmiklum heræfingum umhverfis Taívan, þar sem þeir líkja eftir lokunum helstu hafna, árásum á skotmörk á sjó og vörnum gegn inngripum þriðju aðila. Yfirvöld í Kína segja um að ræða viðvörun til „aðskilnaðarsinna“ í Taívan.

Erlent

„Mark­mið mitt var bara að ná byssunni af honum“

„Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum og stoppa hann í því að myrða fólk og taka saklaus líf,“ segir Ahmed al Ahmed, maðurinn sem hljóp að öðrum árásarmannanna á Bondi strönd í desember og tók af honum byssuna. „Ég veit að ég bjargaði mörgum lífum en ég finn til með þeim sem létust.“

Erlent

Þrír réðust á einn og höfðu af honum far­síma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna ráns í gærkvöldi eða nótt, þar sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa ráðist á einn með höggum og spörkum og stolið af honum farsíma. Brotaþoli var fluttur á bráðamóttöku en áverkar hans eru sagðir hafa verið minniháttar. Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki og er málið í rannsókn.

Innlent

Átti gott sam­tal við Pútín

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa átt gott og mjög áhrifaríkt samtal við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á símafundi þeirra í dag.

Erlent

„Rúllandi raf­magns­leysi“ alla daga og tí­faldur þungi í á­rásum

Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla.

Innlent

„Gamla góða Ís­land, bara betra“

Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun.

Innlent

Gróður farinn að grænka fyrir norðan

Á Akureyri hafa þau undur og stórmerki átt sér stað að gróður er farinn að grænka milli jóla og nýárs. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir að óvenju hlýtt hafi verið í bænum síðustu daga og nokkrir runnar farnir að grænka örlítið.

Innlent