Fréttir Konan enn þungt haldin Kona liggur enn þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eldsupptök enn ekki liggja fyrir. Rannsókn lögreglu miði vel. Innlent 28.1.2026 13:42 Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Forsætisráðherra Slóvakía og ein helsta klappstýra Donalds Trump í Evrópu er sagður hafa verið sleginn yfir því hvernig bandaríski forsetinn talaði til hans og sálarástandi hans á dögunum. Trump hafi virst „hættulegur“. Ráðherrann hafnar fréttum af meintum ummælum hans. Erlent 28.1.2026 13:42 Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins. Innlent 28.1.2026 13:30 Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Hákon, krónprins Noregs, og Mette-Marit krónprinsessa verða ekki viðstödd réttarhöld Mariusar Borg Høiby, sonar Mette-Marit. Réttarhöldin hefjast innan viku en meðal 32 ákæruliða sem Marius á yfir höfði sér eru fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Erlent 28.1.2026 13:00 Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem sætir ákæru fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, er einnig ákærður fyrir að hafa greitt fyrir vændi sama kvöld. Innlent 28.1.2026 12:54 Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Annar þeirra segir að það sé alls ekki gott að opinberar stofnanir nýti sér ekki alla þá þekkingu sem er til á landinu vegna persónulegs ágreinings. Hann vill að settur verði á fót óháður hópur til að skoða viðbrögð við eldgosatímabilinu á Reykjanesi. Innlent 28.1.2026 12:53 „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og líklegt má telja að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. Þingmaður Miðflokksins vill þó að gengið verði lengra þannig að hægt verði að svipta þá vernd sem framið hafa ítrekuð brot, þrátt fyrir að þau teljist ekki alvarleg. Innlent 28.1.2026 12:45 Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Innlent 28.1.2026 11:36 Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fjármálaráðgjafi segir fjárhag barna vera eitt stærsta lífeyrismál foreldranna. Foreldrar eigi það til að seinka því að fara á eftirlaun eða skuldsetja sig til að aðstoða börnin fjárhagslega. Innlent 28.1.2026 11:17 Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Hjalti Már Björnsson bráðalæknir ritar pistil á Vísi þar sem hann lýsir þeim hörmungum sem áfengisneysla hefur leitt yfir mannskepnuna. Innlent 28.1.2026 11:15 Karlarnir leiða að ósk kvennanna Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 28.1.2026 10:35 Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026 hefur verið samþykktur. Fundur félgasmanna fór fram í gærkvöldi. Innlent 28.1.2026 10:08 Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Allt að hálf milljón manna sem dvelja og starfa á Spáni án dvalar- eða atvinnuleyfis gætu fengið tímabundið leyfi ef áform ríkisstjórnar landsins ganga eftir. Aðgerðasinnar og samtök kaþólikka fagna en stjórnarandstaðan fordæmir áformin. Erlent 28.1.2026 09:50 Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Mikið tjón varð á iðnaðarhúsnæði við Haukamýri á Húsavík þegar eldur kom upp í húsinu í morgun. Um er að ræða nokkurra fermetra iðnaðarhúsnæði en mestur eldur logaði í og við kaffistofu húsnæðisins. Slökkvistarfi er að mestu lokið en húsið verður áfram vaktað í dag og slökkt í þeim glæðum sem enn kunna að loga. Innlent 28.1.2026 09:14 Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir í svari til Dags B. Eggertssonar að þrátt fyrir að hún hafi fyrir tólf árum verið hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu sé það ekki staðan í dag. Innlent 28.1.2026 09:09 Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Þrír stjórnmálaflokkar hafa náð samkomulagi um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi en stjórnarflokkarnir munu þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka til að ná málum í gegn. Rob Jetten, leiðtogi miðjuflokksins D66 sem er hliðhollur Evrópusambandinu, segir samstarfsflokkana vera ólma í að hefjast handa við stjórnvölinn eftir langar og flóknar viðræður um stjórnarmyndun. Erlent 28.1.2026 08:41 Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að 27. janúar verði framvegis opinber minningardagur helfararinnar hér á landi, líkt og í nágrannalöndum. Starfshópur sem Katrín Jakobsdóttir skipaði í sinni tíð sem forsætisráðherra skilaði í gær skýrslu með tillögum um það hvernig megi minnast helfararinnar hér á landi. Hópurinn leggur meðal annars áherslu á aukna fræðslu um sögu helfararinnar og aðdragandann að henni, en gerir einnig tillögu að mögulegum breytingum á hegningarlögum og um formlega afsökunarbeiðni. Innlent 28.1.2026 08:03 Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Maður réðist að þingkonunni Ilhan Omar á íbúafundi í Minneapolis í gærkvöldi og sprautaði á hana óþekktu og illa lyktandi efni. Maðurinn var yfirbugaður af öryggisvörðum og Omar hélt áfram með ræðu sína. Erlent 28.1.2026 08:02 Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, eða ICE, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna daga. Það er sérstaklega vegna ástandsins í Minnesota, þar sem þúsundir útsendara ICE og annarra stofnana heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli að undanförnu og skotið tvo íbúa til bana. Erlent 28.1.2026 08:02 Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum mega ekki senda Liam Conejo Ramos og föður hans, Adrian Conejo Arias, úr landi á meðan mál þeirra er til umfjöllunar hjá dómstólum. Liam, 5 ára, rataði í heimsfréttirnar í síðustu viku, þegar skólayfirvöld í Minneapolis deildu mynd af honum þar sem hann hafði verið tekinn af yfirvöldum í aðgerð gegn föður hans. Erlent 28.1.2026 07:14 Áfram hvasst með suðurströndinni Austlægar áttir ráða ríkjum á landinu þessa dagana og verður áfram hvassviðri eða stormur með suðurströndinni, en hægari vindur annars staðar. Veður 28.1.2026 07:12 Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa greint frá því að þau hyggist halda margra daga heræfingar í Mið-Austurlöndum, til að sýna fram á hernaðargetu Bandaríkjanna á svæðinu. Erlent 28.1.2026 06:51 Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Skjálftahrina hefur verið í gangi frá því síðdegis í gær við Lambafell sem er vestur af Þrengslum. Stærsti skjálftinn hingað til hefur mælst þrjú stig að stærð. Innlent 28.1.2026 06:35 Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og fjarlægði meðal annars „trylltan“ mann úr húsnæði félagasamtaka. Þá var ofurölvi útlendingur vistaður í fangaklefa þar sem hann gat ekki gert grein fyrir sér, „hvað þá sýslað með eigin hagsmuni“. Innlent 28.1.2026 06:19 Svíar líta til kjarnorkuvopna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ríkisstjórn hans hafi átt í grunnviðræðum við yfirvöld Í Bretlandi og í Frakklandi um mögulegt samstarf á sviði kjarnorkuvopna. Ummælin þykja benda til þess að ráðamenn í Evrópu telji sig geta mögulega ekki reitt sig á vernd Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2026 22:50 Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Hundurinn Úlfgrímur Lokason í eigu Margrétar Víkingsdóttur er allur. Hann fékk að kveðja á heimili Margrétar, nánar tiltekið uppi í rúmi þar sem tveir dýralæknar aðstoðuðu hana við að aflífa hundinn. Margrét segir hafa verið sárt að kveðja hundinn og segir Íslendinga aftarlega á merinni þegar kemur að því að hugsa um gæludýr. Innlent 27.1.2026 21:57 Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Tveir sinueldar kviknuðu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og einn eldur kviknaði í gámi við skóla. Þetta gerðist á mjög stuttum tíma en vel gekk að slökkva eldana. Innlent 27.1.2026 21:09 Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sérfræðingur um bandarísk stjórnmál segir augljóst að staðan í Minneapolis í Minnesota sé eldfim og borgin sé púðurtunna vegna spennu á milli almennra borgara og illra þjálfaðra löggæslumanna á vegum innflytjendaeftirlitsins ICE. Vonandi muni staðan róast með tilkomu nýs yfirmanns í borginni. Erlent 27.1.2026 20:13 Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Ný þýsk heimildarmynd sýnir frá daglegu lífi fanga og fangavarða á Litla-Hrauni. Meðal fanga sem birtast í myndinni eru dæmdir morðingjar og fangar sem hlotið hafa þunga dóma fyrir gróf ofbeldisbrot. Innlent 27.1.2026 20:13 Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Eftir tæplega fjögurra ára átök nálgast fjöldi rússneskra og úkraínskra hermanna sem hafa fallið, særst eða horfið í átökunum frá því Rússar hófu innrás sína í Úkraínu tvær milljónir. Rússar eru sagðir hafa misst nærri því 1.200 þúsund menn en Úkraínumenn tæplega sex hundruð þúsund. Erlent 27.1.2026 20:11 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Konan enn þungt haldin Kona liggur enn þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eldsupptök enn ekki liggja fyrir. Rannsókn lögreglu miði vel. Innlent 28.1.2026 13:42
Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Forsætisráðherra Slóvakía og ein helsta klappstýra Donalds Trump í Evrópu er sagður hafa verið sleginn yfir því hvernig bandaríski forsetinn talaði til hans og sálarástandi hans á dögunum. Trump hafi virst „hættulegur“. Ráðherrann hafnar fréttum af meintum ummælum hans. Erlent 28.1.2026 13:42
Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins. Innlent 28.1.2026 13:30
Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Hákon, krónprins Noregs, og Mette-Marit krónprinsessa verða ekki viðstödd réttarhöld Mariusar Borg Høiby, sonar Mette-Marit. Réttarhöldin hefjast innan viku en meðal 32 ákæruliða sem Marius á yfir höfði sér eru fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Erlent 28.1.2026 13:00
Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem sætir ákæru fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, er einnig ákærður fyrir að hafa greitt fyrir vændi sama kvöld. Innlent 28.1.2026 12:54
Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Annar þeirra segir að það sé alls ekki gott að opinberar stofnanir nýti sér ekki alla þá þekkingu sem er til á landinu vegna persónulegs ágreinings. Hann vill að settur verði á fót óháður hópur til að skoða viðbrögð við eldgosatímabilinu á Reykjanesi. Innlent 28.1.2026 12:53
„Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og líklegt má telja að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. Þingmaður Miðflokksins vill þó að gengið verði lengra þannig að hægt verði að svipta þá vernd sem framið hafa ítrekuð brot, þrátt fyrir að þau teljist ekki alvarleg. Innlent 28.1.2026 12:45
Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Innlent 28.1.2026 11:36
Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fjármálaráðgjafi segir fjárhag barna vera eitt stærsta lífeyrismál foreldranna. Foreldrar eigi það til að seinka því að fara á eftirlaun eða skuldsetja sig til að aðstoða börnin fjárhagslega. Innlent 28.1.2026 11:17
Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Hjalti Már Björnsson bráðalæknir ritar pistil á Vísi þar sem hann lýsir þeim hörmungum sem áfengisneysla hefur leitt yfir mannskepnuna. Innlent 28.1.2026 11:15
Karlarnir leiða að ósk kvennanna Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 28.1.2026 10:35
Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026 hefur verið samþykktur. Fundur félgasmanna fór fram í gærkvöldi. Innlent 28.1.2026 10:08
Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Allt að hálf milljón manna sem dvelja og starfa á Spáni án dvalar- eða atvinnuleyfis gætu fengið tímabundið leyfi ef áform ríkisstjórnar landsins ganga eftir. Aðgerðasinnar og samtök kaþólikka fagna en stjórnarandstaðan fordæmir áformin. Erlent 28.1.2026 09:50
Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Mikið tjón varð á iðnaðarhúsnæði við Haukamýri á Húsavík þegar eldur kom upp í húsinu í morgun. Um er að ræða nokkurra fermetra iðnaðarhúsnæði en mestur eldur logaði í og við kaffistofu húsnæðisins. Slökkvistarfi er að mestu lokið en húsið verður áfram vaktað í dag og slökkt í þeim glæðum sem enn kunna að loga. Innlent 28.1.2026 09:14
Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir í svari til Dags B. Eggertssonar að þrátt fyrir að hún hafi fyrir tólf árum verið hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu sé það ekki staðan í dag. Innlent 28.1.2026 09:09
Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Þrír stjórnmálaflokkar hafa náð samkomulagi um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi en stjórnarflokkarnir munu þurfa að reiða sig á stuðning annarra flokka til að ná málum í gegn. Rob Jetten, leiðtogi miðjuflokksins D66 sem er hliðhollur Evrópusambandinu, segir samstarfsflokkana vera ólma í að hefjast handa við stjórnvölinn eftir langar og flóknar viðræður um stjórnarmyndun. Erlent 28.1.2026 08:41
Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að 27. janúar verði framvegis opinber minningardagur helfararinnar hér á landi, líkt og í nágrannalöndum. Starfshópur sem Katrín Jakobsdóttir skipaði í sinni tíð sem forsætisráðherra skilaði í gær skýrslu með tillögum um það hvernig megi minnast helfararinnar hér á landi. Hópurinn leggur meðal annars áherslu á aukna fræðslu um sögu helfararinnar og aðdragandann að henni, en gerir einnig tillögu að mögulegum breytingum á hegningarlögum og um formlega afsökunarbeiðni. Innlent 28.1.2026 08:03
Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Maður réðist að þingkonunni Ilhan Omar á íbúafundi í Minneapolis í gærkvöldi og sprautaði á hana óþekktu og illa lyktandi efni. Maðurinn var yfirbugaður af öryggisvörðum og Omar hélt áfram með ræðu sína. Erlent 28.1.2026 08:02
Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Innflytjenda- og tollaeftirlit Bandaríkjanna, eða ICE, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarna daga. Það er sérstaklega vegna ástandsins í Minnesota, þar sem þúsundir útsendara ICE og annarra stofnana heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli að undanförnu og skotið tvo íbúa til bana. Erlent 28.1.2026 08:02
Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum mega ekki senda Liam Conejo Ramos og föður hans, Adrian Conejo Arias, úr landi á meðan mál þeirra er til umfjöllunar hjá dómstólum. Liam, 5 ára, rataði í heimsfréttirnar í síðustu viku, þegar skólayfirvöld í Minneapolis deildu mynd af honum þar sem hann hafði verið tekinn af yfirvöldum í aðgerð gegn föður hans. Erlent 28.1.2026 07:14
Áfram hvasst með suðurströndinni Austlægar áttir ráða ríkjum á landinu þessa dagana og verður áfram hvassviðri eða stormur með suðurströndinni, en hægari vindur annars staðar. Veður 28.1.2026 07:12
Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum hafa greint frá því að þau hyggist halda margra daga heræfingar í Mið-Austurlöndum, til að sýna fram á hernaðargetu Bandaríkjanna á svæðinu. Erlent 28.1.2026 06:51
Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Skjálftahrina hefur verið í gangi frá því síðdegis í gær við Lambafell sem er vestur af Þrengslum. Stærsti skjálftinn hingað til hefur mælst þrjú stig að stærð. Innlent 28.1.2026 06:35
Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og fjarlægði meðal annars „trylltan“ mann úr húsnæði félagasamtaka. Þá var ofurölvi útlendingur vistaður í fangaklefa þar sem hann gat ekki gert grein fyrir sér, „hvað þá sýslað með eigin hagsmuni“. Innlent 28.1.2026 06:19
Svíar líta til kjarnorkuvopna Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir að ríkisstjórn hans hafi átt í grunnviðræðum við yfirvöld Í Bretlandi og í Frakklandi um mögulegt samstarf á sviði kjarnorkuvopna. Ummælin þykja benda til þess að ráðamenn í Evrópu telji sig geta mögulega ekki reitt sig á vernd Bandaríkjanna. Erlent 27.1.2026 22:50
Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Hundurinn Úlfgrímur Lokason í eigu Margrétar Víkingsdóttur er allur. Hann fékk að kveðja á heimili Margrétar, nánar tiltekið uppi í rúmi þar sem tveir dýralæknar aðstoðuðu hana við að aflífa hundinn. Margrét segir hafa verið sárt að kveðja hundinn og segir Íslendinga aftarlega á merinni þegar kemur að því að hugsa um gæludýr. Innlent 27.1.2026 21:57
Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Tveir sinueldar kviknuðu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og einn eldur kviknaði í gámi við skóla. Þetta gerðist á mjög stuttum tíma en vel gekk að slökkva eldana. Innlent 27.1.2026 21:09
Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Sérfræðingur um bandarísk stjórnmál segir augljóst að staðan í Minneapolis í Minnesota sé eldfim og borgin sé púðurtunna vegna spennu á milli almennra borgara og illra þjálfaðra löggæslumanna á vegum innflytjendaeftirlitsins ICE. Vonandi muni staðan róast með tilkomu nýs yfirmanns í borginni. Erlent 27.1.2026 20:13
Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Ný þýsk heimildarmynd sýnir frá daglegu lífi fanga og fangavarða á Litla-Hrauni. Meðal fanga sem birtast í myndinni eru dæmdir morðingjar og fangar sem hlotið hafa þunga dóma fyrir gróf ofbeldisbrot. Innlent 27.1.2026 20:13
Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Eftir tæplega fjögurra ára átök nálgast fjöldi rússneskra og úkraínskra hermanna sem hafa fallið, særst eða horfið í átökunum frá því Rússar hófu innrás sína í Úkraínu tvær milljónir. Rússar eru sagðir hafa misst nærri því 1.200 þúsund menn en Úkraínumenn tæplega sex hundruð þúsund. Erlent 27.1.2026 20:11