Fréttir

Bað þing­heim af­sökunar eftir á­kall frá stjórnar­and­stöðu

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar.

Innlent

Nýr vara­þing­maður stekkur inn í fjar­veru Guð­mundar Inga

Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi.

Innlent

Bæta við gulri við­vörun á Vest­fjörðum og mið­há­lendi

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðausturland, miðhálendi, Suðurland og Vestfirði. Fyrir voru í gildi viðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland en Veðurstofan hefur þannig bætt við viðvörunum á Vestfjörðum og Miðhálendi. Viðvörun á Vestfjörðum tekur gildi klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 22 annað kvöld.

Veður

Færslur sem veki reiði séu marg­falt áhrifa­meiri en aðrar

Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, segir fólk yfirleitt missa getuna til að vera yfirvegað og eiga í samræðum þegar það er reitt. Hún segir áhyggjuefni að á samfélagsmiðlum séu færslur sem veki upp reiði líklegri til að koma upp í fréttaveituna. Hulda var til viðtals um reiði á samfélagsmiðlum í Bítinu á Bylgjunni í tilefni af því að orðið bræðibeita, á ensku ragebait, var valið orð ársins hjá Oxford-orðabókinni.

Innlent

Skilur von­brigðin en hafnar því að hafa tekið ó­upp­lýsta á­kvörðun

Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur.

Innlent

Þing­menn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar

Eftir ítrekaðar en árangurslausar tilraunir til að fá varnarmálaráðuneytið til að veita nánari upplýsingar um aðgerðir sínar gegn svokölluðum „eiturlyfja-hryðjuverkamönnum“, hyggjast þingmenn Bandaríkjaþings knýja fram svör með árlegu varnamálafrumvarpi.

Erlent

Vatnshæðin að­eins lækkað í Skaft­á

Hlaupið heldur áfram á svipuðum hraða í Skaftá. Náttúruvársérfræðingur segir vatnshæð um 180 sentímetra og að Veðurstofan eigi ekki von á því, eins og staðan er núna, að tjónið verði verulegt af hlaupinu. 

Innlent

„Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“

„Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að upplifa það sem við upplifðum,” segir Ásta Kristín Lúðvíksdóttir, dóttir Lúðvíks Péturssonar sem féll ofan í sprungu og lést þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi í Grindavík í janúar árið 2024. Þriggja daga leit fór fram eftir að hann hvarf, sem var að endingu blásin af vegna erfiðra og hættulegra aðstæðna á vettvangi. Í dag, tveimur árum síðar, situr fjölskylda Lúðvíks uppi með ótal spurningar en lítið er um svör.

Innlent

Húsbrot og líkams­á­rás

Tveir voru handteknir fyrir húsbrot í höfuðborginni í gærkvöldi eða nótt og þá var tilkynnt um líkamsárás í póstnúmerinu 105 en meiðsl reyndust minniháttar.

Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna ammoníak­leka

Slökkvilið var kallað út að iðnaðarfyrirtæki í Hafnarfirði þegar ammoníak lak úr kælikerfi innandyra. Enginn þurfti aðhlynningu að sögn varðstjóra en nokkur hætta getur fylgt slíkum atvikum þar sem ammoníak er hættulegt heilsu fólks í miklu magni.

Innlent

Um­mæli Þórunnar dapur­leg

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins segir ummæli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingkonu Samfylkingar og forseta þingsins, um stjórnarandstöðuna sorgleg og rýra hana trausti.

Innlent

Margt sem gildir enn í sam­starfi Ís­lands og Banda­ríkjanna

Samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eiga Evrópa og Bandaríkin ekki lengur samleið í öryggismálum, segir sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Formaður utanríkismálanefndar segir Ísland í annarri stöðu en önnur Evrópulönd. Í þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í varnarmálum er sérstaklega minnst á eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna sem byggi á sameiginlegu gildismati.

Innlent

Fólk farið að reykja kókaínið

Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og reglulega kemur fólk sem reykir kókaín sem er enn hættulegra að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu.

Innlent