Fréttir

Skot­á­rás í sænskum skóla

Einhverjir eru sagðir látnir eftir að skotárás var gerð í skóla í bænum Örebro í Svíþjóð um hádegisbil. Lögregla hefur staðfest að fimmtán manns að minnsya kosti hafi særst í árásinni, en sænskir fjölmiðlar segja ljóst að einhverjir séu látnir. Viðbúnaður er mjög mikill á staðnum.

Erlent

Gatna­gerðar­gjöld hækka í Reykja­vík

Reykjavíkurborg stefnir á að hækka gatnagerðargjöld parhúsa og raðhúsa í haust þannig að gjöldin verða þau sömu og hjá einbýlishúsum í nágrannasveitarfélögum. Gjöld á íbúa fjölbýlishúsa nær tvöfaldast.

Innlent

Fær að dúsa inni í mánuð til

Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður um að hafa framið stunguárás í húsnæði á vegum Matfugls á Kjalarnesi á nýársnótt, fær að dúsa í gæsluvarðhaldi til 3. mars næstkomandi.

Innlent

Segir kennara ekki hafa komið með form­legt til­boð

Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning

Innlent

Appel­sínu­gular viðvaranir: Gæti minnt á ó­veðrið 2015

Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á morgun og fimmtudaginn. Veðurfræðingur segir að einhverjar þeirra gætu jafnvel verið hækkaðar í rautt með stuttum fyrirvara. Veðurfræðingur segir veðrið minna á veður sem gekk yfir í mars 2015. Þá fór allt á flot í Mosfellsbæ og víðar eins og sjá má í myndböndum að neðan.

Veður

Ráðin til Sam­fylkingarinnar

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata sem skipti síðar yfir í Samfylkinguna, hefur verið ráðin starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Innlent

Til­raun með basa í Hval­firði ekki sögð hættu­leg líf­ríki

Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum.

Innlent

Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra ofbeldis- og kynheilbrigðismála hjá Barnaheillum, telur ofbeldi gegn börnum miklu stærra vandamál en fólk geri sér grein fyrir. Hún segir ekki eðlilegt að á Íslandi séu mörg hundruð manns tilbúin til að klæmast við börn og hitta þau í kynferðislegum tilgangi. Það þurfi fleiri úrræði fyrir gerendur og meiri fræðslu fyrir samfélagið allt.

Innlent

Víða all­hvasst og élja­gangur

Lægðin sem olli vestanstormi í gærkvöldi á norðanverðu landinu fjarlægist nú landið, en lægð í myndun á Grænlandssundi stýrir veðrinu í dag. Áttin verður suðvestlæg, víða strekkingur eða allhvass vindur og éljagangur, en yfirleitt úrkomulítið norðaustantil.

Veður

Blátt bann við er­lendum fjár­fram­lögum

Grænlenska landsstjórnin hyggst leggja blátt bann við nafnlausum og erlendum fjárhagsstuðningi til stjórnmálasamtaka. Ætlunin er að koma í veg fyrir erlend afskipti af þingkosningum þar í landi í vor.

Erlent

„Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“

Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna verkfallsaðgerða kennara. Nemendur sem fréttastofa ræddi við ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukin þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Þá ætlar einn að taka kjallarann heima hjá sér algjörlega í gegn

Innlent

Eldur kom upp í matarvagni

Eldur kom upp í matarvagni í Kópavogi. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir skemmstu og eru slökkviliðsmenn á leiðinni á vettvang.

Innlent

Vígðu bleikan bekk við skólann

Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn.

Innlent

Guð­laugur ætlar ekki í for­manninn

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi.

Innlent

Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launa­hækkun

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að 20 prósenta launahækkun hafi staðið kennurum til boða en að því hafi þeir hafnað. Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls.

Innlent

Ríkis­stjórnin sýndi á spilin

Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið.

Innlent

Starfs­menn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfs­menn úti

Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni.

Erlent