Fréttir Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi. Erlent 19.6.2025 10:34 „Easy come, easy go“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að lítið fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt nýrri könnun Gallup komi ekki mikið á óvart miðað við sögulegt fylgi flokksins. Framsókn hafi yfirleitt verið með einn eða engan fulltrúa í borgarstjórn, en hafi unnið óvæntan kosningasigur í síðustu kosningum. Innlent 19.6.2025 10:30 Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. Erlent 19.6.2025 10:00 Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó. Innlent 19.6.2025 09:08 Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. Innlent 19.6.2025 09:04 Áframhaldandi landris í Svartsengi Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi en það hefur hins vegar hægt á sér. Líkur á eldgosi munu aukast með haustinu, ef kvikusöfnun heldur áfram. Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Innlent 19.6.2025 07:57 Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Björgunarsveitir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu fundu í gær fleiri lík í fjölbýlishúsinu sem Rússar sprengdu í loft upp aðfararnótt þriðjudagsins. Erlent 19.6.2025 07:37 Bætir í úrkomu í kvöld Smálægð nálgast nú landið úr suðvestri og má reikna með fremur hægri suðlægri átt í dag og víða skýjuðu veðri með stöku skúrum, einkum síðdegis. Veður 19.6.2025 07:17 Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. Erlent 19.6.2025 06:50 Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Rétt eftir klukkan tvö í nótt var slökkvilið kallað til vegna bruna í Efnalauginni á Háaleitisbraut. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla og slökkvilið hafi verið send með forgangi vegna mikils elds. Slökkviliði hafi gengið greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 19.6.2025 06:06 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. Innlent 18.6.2025 22:44 Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Náttúruvársérfræðingur er að skoða málið en enn er verið að vinna úr gögnum. Hann var 3,4 að stærð. Innlent 18.6.2025 22:35 Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. Erlent 18.6.2025 22:01 Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Bíllinn sem logaði við munna Norðfjarðargöngunum var hlaðinn þrjú þúsund lítrum af málningu og þrjú þúsund lítrum af olíu. Hann varð því alelda á mjög skömmum tíma en ökumaður komst út af sjálfsdáðum og slapp ómeiddur. Innlent 18.6.2025 21:48 Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bótakröfu manns sem var handtekinn undir áhrifum kókaíns. Hann vildi meina að orsök þess að kókaínið hefði komist inn í blóðrásina hans væri návígi við skólp, en maðurinn er pípari. Innlent 18.6.2025 20:53 Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Harður árekstur varð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem bíll keyrði í hliðina á strætisvagni. Slökkviliðið er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og segir um minniháttar meiðsli að ræða. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. Innlent 18.6.2025 20:28 Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. Innlent 18.6.2025 20:03 Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. Innlent 18.6.2025 19:01 Staðfesta bann á meðferð trans barna Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að meina börnum að gangast kynleiðréttingu og fá tengd lyf og tengda læknisþjónustu. Meðferðin felur að mestu í sér notkun lyfja til að stöðva kynþroska eða annarskonar hormónameðferð. Erlent 18.6.2025 18:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við leitina að Sigríði Jóhannsdóttur. Innlent 18.6.2025 18:11 Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Utanríkisráðherra segir stöðuna eldfima en Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann hyggist blanda sér í deiluna. Fjallað verðum málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 18.6.2025 18:02 Ók á húsvegg Bíl var ekið á húsvegg í dag í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Minniháttar tjón er á bílnum en engin slys urðu á fólki. Innlent 18.6.2025 17:44 Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. Innlent 18.6.2025 17:12 Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. Erlent 18.6.2025 17:11 Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Norðfjarðargöngum, göngin á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, hefur verið lokað eftir að eldur kviknaði í bíl. Innlent 18.6.2025 16:36 Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. Innlent 18.6.2025 16:33 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. Erlent 18.6.2025 16:15 „Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. Innlent 18.6.2025 15:30 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. Erlent 18.6.2025 15:21 Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur verið frestað um þrjár vikur eftir að í ljós kom að þörf væri á meiri múrviðgerðum en áætlað var. Nú er stefnt að því að opna laugina 15. júlí en upphaflega átti það að gerast á mánudaginn. Innlent 18.6.2025 15:14 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 334 ›
Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi. Erlent 19.6.2025 10:34
„Easy come, easy go“ Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að lítið fylgi Framsóknarflokksins í borginni samkvæmt nýrri könnun Gallup komi ekki mikið á óvart miðað við sögulegt fylgi flokksins. Framsókn hafi yfirleitt verið með einn eða engan fulltrúa í borgarstjórn, en hafi unnið óvæntan kosningasigur í síðustu kosningum. Innlent 19.6.2025 10:30
Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. Erlent 19.6.2025 10:00
Gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum Fulltrúar borgarstjórnarmeirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar samþykktu tillögu um að gera Austurstræti og Veltusund varanlega að göngugötum í gær. Endugerð gatnanna sem var samþykkt í fyrra frestast þó. Innlent 19.6.2025 09:08
Umfangsmikil lögregluaðgerð víða um landið Lögreglan og sérsveitin réðust í umfangsmiklar aðgerðir gegn fíkniefnaframleiðslu víða um landið í gær. Ráðist var í húsleit á Raufarhöfn í gær. Innlent 19.6.2025 09:04
Áframhaldandi landris í Svartsengi Áframhaldandi landris mælist í Svartsengi en það hefur hins vegar hægt á sér. Líkur á eldgosi munu aukast með haustinu, ef kvikusöfnun heldur áfram. Aðeins rúmur helmingur þess kvikumagns sem var í hólfinu undir Svartsengi í apríl hefur safnast aftur. Innlent 19.6.2025 07:57
Tala látinna í Kænugarði komin í tuttugu og átta Björgunarsveitir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu fundu í gær fleiri lík í fjölbýlishúsinu sem Rússar sprengdu í loft upp aðfararnótt þriðjudagsins. Erlent 19.6.2025 07:37
Bætir í úrkomu í kvöld Smálægð nálgast nú landið úr suðvestri og má reikna með fremur hægri suðlægri átt í dag og víða skýjuðu veðri með stöku skúrum, einkum síðdegis. Veður 19.6.2025 07:17
Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Fjöldi er særður á spítala í suðurhluta Ísrael eftir að íranskri eldflaug var skotið á spítalann snemma í morgun. Í erlendum miðlum segir að haft sé eftir stjórnendum að miklar skemmdir séu á spítalanum og að myndefni frá Ísrael sýni glugga springa og svartan reyk leggja frá húsinu við sprenginguna. Erlent 19.6.2025 06:50
Mikið eignatjón vegna bruna í efnalaug við Háaleitisbraut Rétt eftir klukkan tvö í nótt var slökkvilið kallað til vegna bruna í Efnalauginni á Háaleitisbraut. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla og slökkvilið hafi verið send með forgangi vegna mikils elds. Slökkviliði hafi gengið greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 19.6.2025 06:06
Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. Innlent 18.6.2025 22:44
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Náttúruvársérfræðingur er að skoða málið en enn er verið að vinna úr gögnum. Hann var 3,4 að stærð. Innlent 18.6.2025 22:35
Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. Erlent 18.6.2025 22:01
Ökumaðurinn slapp naumlega: Þrjú þúsund lítrar af olíu um borð Bíllinn sem logaði við munna Norðfjarðargöngunum var hlaðinn þrjú þúsund lítrum af málningu og þrjú þúsund lítrum af olíu. Hann varð því alelda á mjög skömmum tíma en ökumaður komst út af sjálfsdáðum og slapp ómeiddur. Innlent 18.6.2025 21:48
Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bótakröfu manns sem var handtekinn undir áhrifum kókaíns. Hann vildi meina að orsök þess að kókaínið hefði komist inn í blóðrásina hans væri návígi við skólp, en maðurinn er pípari. Innlent 18.6.2025 20:53
Harður árekstur þegar bíl var ekið í hlið á strætisvagni Harður árekstur varð á horni Hverfisgötu og Klapparstígs þar sem bíll keyrði í hliðina á strætisvagni. Slökkviliðið er á vettvangi ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og segir um minniháttar meiðsli að ræða. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku. Innlent 18.6.2025 20:28
Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. Innlent 18.6.2025 20:03
Fimmtán Íslendingar vilja komast heim Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann blandi sér í deiluna. Innlent 18.6.2025 19:01
Staðfesta bann á meðferð trans barna Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að meina börnum að gangast kynleiðréttingu og fá tengd lyf og tengda læknisþjónustu. Meðferðin felur að mestu í sér notkun lyfja til að stöðva kynþroska eða annarskonar hormónameðferð. Erlent 18.6.2025 18:31
Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við leitina Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við leitina að Sigríði Jóhannsdóttur. Innlent 18.6.2025 18:11
Íslendingar sem vilja komast heim, háhyrningatorfa og blokkamyndun Hópur Íslendinga hefur óskað eftir aðstoð stjórnvalda við að komast frá Íran og Ísrael. Utanríkisráðherra segir stöðuna eldfima en Bandaríkjaforseti gefur óljós svör um hvort hann hyggist blanda sér í deiluna. Fjallað verðum málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 18.6.2025 18:02
Ók á húsvegg Bíl var ekið á húsvegg í dag í umdæmi lögreglustöðvar þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Minniháttar tjón er á bílnum en engin slys urðu á fólki. Innlent 18.6.2025 17:44
Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. Innlent 18.6.2025 17:12
Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. Erlent 18.6.2025 17:11
Norðfjarðargöng lokuð vegna elds í bifreið Norðfjarðargöngum, göngin á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, hefur verið lokað eftir að eldur kviknaði í bíl. Innlent 18.6.2025 16:36
Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. Innlent 18.6.2025 16:33
Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. Erlent 18.6.2025 16:15
„Engin virðing borin fyrir því að þarna undir eru verðmæti og störf fólks“ Ólöf Skaftadóttir, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur síðustu vikur. „Ég hef aldrei á ævinni verið jafn leiðinleg eins og undanfarnar sex vikur í samskiptum við þetta batterí,“ segir Ólöf. Innlent 18.6.2025 15:30
„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. Erlent 18.6.2025 15:21
Vesturbæjarlaug lokuð í þrjár vikur til viðbótar Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur verið frestað um þrjár vikur eftir að í ljós kom að þörf væri á meiri múrviðgerðum en áætlað var. Nú er stefnt að því að opna laugina 15. júlí en upphaflega átti það að gerast á mánudaginn. Innlent 18.6.2025 15:14