Manchester United menn í miklu stuði í sigri á Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2019 13:00 Mason Greenwood fagnar hér markinu sem hann skoraði eftir aðeins sex mínútna leik. Getty/Paul Kane Manchester United byrjar undirbúningstímabilið vel undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en í dag vann liðið sannfærandi 4-0 sigur á Leeds United. Mason Greenwood, Marcus Rashford, Phil Jones og Anthony Martial skoruðu mörk Manchester United liðsins í leiknum. Marcus Rashford var valinn maður leiksins. Leikurinn fór fram í Perth í Ástralíu alveg eins og fyrsti leikur United-liðsins á undirbúningstímabilinu þar sem liðið vann 2-0 sigur á Perth Glory á laugardaginn var. 55.274 mættu til að sjá Manchester United spila. Hinn sautján ára gamli Mason Greenwood var í byrjunarliði Manchester United og kom liðinu í 1-0 strax á sjött mínútu eftir undirbúning Paul Pogba og stoðsendingu frá nýja manninum Aaron Wan-Bissaka..@PaulPogba@AWBissaka Greenwood You love to see it. And to see more, watch the second half live: https://t.co/4eQlLWEatJpic.twitter.com/IEB8uLddid — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019 Marcus Rashford kom United síðan í 2-0 á 27. mínútu. Rashford slapp í gegn eftir útspark frá Sergio Romero og kláraði færið vel. Sergio Romero hafði rétt áður varið vel frá sóknarmanni Leeds. Phil Jones kom United í 3-0 á 51. mínútu. Hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Andreas Pereira. Anthony Martial skoraði fjórða markið út vítaspyrnu á 69. mínútu. Hinn nítján ára gamli Tahith Chong fiskaði vítið. Næst á dagskrá hjá Manchester United er International Champions Cup þar sem leikir liðsins verða sýndir á Stöð 2 Sport. Liðið mætir fyrst Internazionale 20. júlí í Singapúr (klukkan 11:25 á Stöð 2 Sport) og spilar svo við Tottenham Hotspur í Sjanghæ 25. júlí. Lokaleikurinn er síðan á móti AC Milan í Cardiff 3. ágúst en í millitíðinni (30. júlí) spilar United liðið æfingaleik við Kristiansund í Noregi. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.Here it is... the #MUFC XI to take on Leeds! #MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019Ole makes 11 changes for the second half - off we go again!#MUFC#MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019 Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Manchester United byrjar undirbúningstímabilið vel undir stjórn Ole Gunnars Solskjær en í dag vann liðið sannfærandi 4-0 sigur á Leeds United. Mason Greenwood, Marcus Rashford, Phil Jones og Anthony Martial skoruðu mörk Manchester United liðsins í leiknum. Marcus Rashford var valinn maður leiksins. Leikurinn fór fram í Perth í Ástralíu alveg eins og fyrsti leikur United-liðsins á undirbúningstímabilinu þar sem liðið vann 2-0 sigur á Perth Glory á laugardaginn var. 55.274 mættu til að sjá Manchester United spila. Hinn sautján ára gamli Mason Greenwood var í byrjunarliði Manchester United og kom liðinu í 1-0 strax á sjött mínútu eftir undirbúning Paul Pogba og stoðsendingu frá nýja manninum Aaron Wan-Bissaka..@PaulPogba@AWBissaka Greenwood You love to see it. And to see more, watch the second half live: https://t.co/4eQlLWEatJpic.twitter.com/IEB8uLddid — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019 Marcus Rashford kom United síðan í 2-0 á 27. mínútu. Rashford slapp í gegn eftir útspark frá Sergio Romero og kláraði færið vel. Sergio Romero hafði rétt áður varið vel frá sóknarmanni Leeds. Phil Jones kom United í 3-0 á 51. mínútu. Hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Andreas Pereira. Anthony Martial skoraði fjórða markið út vítaspyrnu á 69. mínútu. Hinn nítján ára gamli Tahith Chong fiskaði vítið. Næst á dagskrá hjá Manchester United er International Champions Cup þar sem leikir liðsins verða sýndir á Stöð 2 Sport. Liðið mætir fyrst Internazionale 20. júlí í Singapúr (klukkan 11:25 á Stöð 2 Sport) og spilar svo við Tottenham Hotspur í Sjanghæ 25. júlí. Lokaleikurinn er síðan á móti AC Milan í Cardiff 3. ágúst en í millitíðinni (30. júlí) spilar United liðið æfingaleik við Kristiansund í Noregi. Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.Here it is... the #MUFC XI to take on Leeds! #MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019Ole makes 11 changes for the second half - off we go again!#MUFC#MUTOUR — Manchester United (@ManUtd) July 17, 2019
Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira