Snorri Steinn og Árni Þór á leið í Val Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2017 13:00 Snorri Steinn Guðjónsson vann silfurverðlaun í Peking og brons á EM í Austurríki með Íslandi. vísir/stefán Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina. Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Árni Þór Sigtryggson, sem síðast spilaði í þýsku 2. deildinni, eru á leið í Val og munu spila með liðinu í Olís-deildinni á næstu leiktíð, samkvæmt heimildum Vísis. Ekki þarf að fjölyrða um hversu gríðarlegur liðsstyrkur þetta er en Íslandsmeistararnir hafa verið að safna liði á fyrstu vikum eftir mót og eru nú þegar búnir að fá til sín markvörðinn efnilega Einar Baldvin Baldvinsson frá Víkingi og Magnús Óla Magnússon heim úr atvinnumennsku frá Ricoh í Svíþjóð.Vísir greindi frá því í lok maí að yfirgnæfandi líkur væru á því að Snorri Steinn myndi spila í Olís-deildinni á næstu leiktíð en hann hefur verið í viðræðum við franska félagið Nimes sem hann spilar með um starfslokasamning. Þetta er allt að ganga upp hjá Valsmönnum en auk þess að spila með Val gengur Snorri Steinn inn í þjálfarateymið og verður spilandi þjálfari hjá Íslands- og bikarmeisturunum. Hvort Óskar Bjarni Óskarsson og Guðlaugur Arnarsson verði báðir í teyminu áfram hefur ekki fengist staðfest.Árni Þór Sigtryggson er líka á heimleið.mynd/aueSterk örvhent skytta Ekkert hefur gengið að ná í Valsmenn til að fá þetta staðfest en samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir ákveðið að halda spilunum þétt að sér þar til þetta verður allt tilkynnt á blaðamannafundi undir lok mánaðar þegar að Snorri Steinn kemur heim frá Frakklandi. Þrátt fyrir að vera 35 ára gamall hefur Snorri Steinn sjaldan ef aldrei verið í betra formi. Leikstjórnandinn magnaði, sem á 257 leiki og 846 mörk fyrir íslenska landsliðið að baki, endaði sem níundi markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð en hann skoraði 127 mörk á tímabilinu. Akureyringurinn Árni Þór Sigtryggsson er einnig búinn að semja við Val, samkvæmt heimildum Vísis, en hann kemur til Hlíðarendafélagsins frá Aue í Þýskalandi þar sem hann spilaði frá 2013. Hann hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi frá árinu 2010. Aue leikur í þýsku 2. deildinni. Árni Þór er 32 ára gömul örvhent skytta sem spilaði fjóra landsleiki fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma en Árni er gríðarlega sterkur varnarmaður. Hjá Aue spilaði hann undir stjórn bróður síns, Rúnars Sigtrygssonar sem nú þjálfar Balingen í þýsku 1. deildinni. Árni Þór lítið tjá sig um málið þegar Vísir hafði samband við hann. Hann sagðist vera búinn að ná samningum við íslenskt félag en vildi ekki gefa neitt út um það fyrr en félagið sjálft væri búið að tilkynna hann sem nýjan leikmann. Skyttan öfluga skoraði 109 mörk í 38 leikjum fyrir Aue á síðustu leiktíð í þýsku 2. deildinni og á vafalítið eftir að setja inn svip á Olís-deildina.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Sjá meira
Snorri Steinn væntanlega á heimleið Samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru yfirgnæfandi líkur á því að Snorri Steinn Guðjónsson spili í Olís-deildinni næsta vetur. 24. maí 2017 10:30