KA hættir samstarfi við Þór í karlahandboltanum en útilokar ekki samstarf hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 11:52 Lið KA og Þórs mættust í bikarúrslitaleik 4. flokks í vetur og framtíðin er greinilega björt hjá báðum þessum félögum. Mynd/ka.is KA, Þór og ÍBA hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna framtíð handboltans á Akureyri sem hefur verið í mikilli óvissu frá því að Íslandmótinu lauk og ljóst var að Akureyrarliðið var fallið í 1. deild. KA vildi ekki lengur samstarf en Þór var til í framhald á samvinnu félaganna undir merkjum Akureyrarliðsins sem hefur verið til frá árinu 2006. KA, Þór og ÍBA hafa nú komist að niðurstöðu og sent frá sér yfirlýsingu vegna handboltans á Akureyri. Þar kemur fram að KA vill tefla fram sínu eigin karlaliði næsta vetur en að félagið sé jafnframt tilbúið að skoða samstarf við Þór um rekstur kvennaliða félaganna. Þannig er þetta í fótboltanum þar sem Þór/KA teflir fram sameiginlegu liði í kvennaflokki en í karlaflokki starf KA og Þór sér. Öll Akureyrarliðin verða utan efstu deildar næsta vetur, bæði karlaliðin (Þór og KA) og kvennaliðið (KA/Þór). Þetta verður fyrsta tímabilið frá 1984-85 þar sem Akureyri á ekki lið í efstu deild handboltans á Íslandi. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna sem líka finna má á heimasíðum félaganna:Yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltans á AkureyriUndanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli KA og Þórs með milligöngu ÍBA um áframhaldandi samstarf félaganna um rekstur Akureyri handbolta og KA/Þórs í kvennahandbolta.Félögin hafa skipst á hugmyndum sínum og framtíðarsýn um uppbyggingu handknattleiks á Akureyri og skoðað alla möguleika á frekara samstarfi. Í þeim viðræðum hefur komið í ljós að félögin hafa mismunandi sýn á það hvernig best sé að standa að rekstri, samstarfi og uppbyggingu handboltans á Akureyri.KA hefur því í framhaldinu ákveðið að ekki sé þörf á frekari viðræðum og samstarfi félaganna um rekstur sameiginlegs liðs undir merkjum Akureyrar handbolta. Félögin útiloka ekki samstarf í rekstri kvennaflokka.Þór og KA þakka fulltrúum ÍBA fyrir sín störf í viðræðunum og óska hvort öðru velfarnaðar í uppbyggingu og keppni á handboltavellinum næstu árin.Fyrir hönd félagannaSævar Pétursson framkvæmdastjóri KAValdimar Pálson framkvæmdastjóri Þórs Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56 Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47 Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
KA, Þór og ÍBA hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna framtíð handboltans á Akureyri sem hefur verið í mikilli óvissu frá því að Íslandmótinu lauk og ljóst var að Akureyrarliðið var fallið í 1. deild. KA vildi ekki lengur samstarf en Þór var til í framhald á samvinnu félaganna undir merkjum Akureyrarliðsins sem hefur verið til frá árinu 2006. KA, Þór og ÍBA hafa nú komist að niðurstöðu og sent frá sér yfirlýsingu vegna handboltans á Akureyri. Þar kemur fram að KA vill tefla fram sínu eigin karlaliði næsta vetur en að félagið sé jafnframt tilbúið að skoða samstarf við Þór um rekstur kvennaliða félaganna. Þannig er þetta í fótboltanum þar sem Þór/KA teflir fram sameiginlegu liði í kvennaflokki en í karlaflokki starf KA og Þór sér. Öll Akureyrarliðin verða utan efstu deildar næsta vetur, bæði karlaliðin (Þór og KA) og kvennaliðið (KA/Þór). Þetta verður fyrsta tímabilið frá 1984-85 þar sem Akureyri á ekki lið í efstu deild handboltans á Íslandi. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna sem líka finna má á heimasíðum félaganna:Yfirlýsing frá KA, Þór og ÍBA vegna handboltans á AkureyriUndanfarnar vikur hafa átt sér stað viðræður milli KA og Þórs með milligöngu ÍBA um áframhaldandi samstarf félaganna um rekstur Akureyri handbolta og KA/Þórs í kvennahandbolta.Félögin hafa skipst á hugmyndum sínum og framtíðarsýn um uppbyggingu handknattleiks á Akureyri og skoðað alla möguleika á frekara samstarfi. Í þeim viðræðum hefur komið í ljós að félögin hafa mismunandi sýn á það hvernig best sé að standa að rekstri, samstarfi og uppbyggingu handboltans á Akureyri.KA hefur því í framhaldinu ákveðið að ekki sé þörf á frekari viðræðum og samstarfi félaganna um rekstur sameiginlegs liðs undir merkjum Akureyrar handbolta. Félögin útiloka ekki samstarf í rekstri kvennaflokka.Þór og KA þakka fulltrúum ÍBA fyrir sín störf í viðræðunum og óska hvort öðru velfarnaðar í uppbyggingu og keppni á handboltavellinum næstu árin.Fyrir hönd félagannaSævar Pétursson framkvæmdastjóri KAValdimar Pálson framkvæmdastjóri Þórs
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56 Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47 Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Þór vill halda samstarfinu við KA áfram Ekki liggur ljóst fyrir hvort samstarf KA og Þórs í handbolta karla verði haldið áfram. 9. maí 2017 14:56
Framtíð samstarfs KA og Þórs ræðst á fundi ÍBA Svo gæti farið að framtíð Akureyrar handboltafélags myndi ráðast á fundi ÍBA, Íþróttabandalags Akureyrar í dag. 10. maí 2017 09:47
Akureyrarliðið ekki enn búið að skrá sig til leiks og HSÍ framlengdi frestinn Mikil óvissa er uppi um hvort að Akureyrarliðin KA og Þór haldi áfram samstarfi sínu í handboltanum næsta vetur og þessi óvissa hefur haft þau áhrif að Handknattleiksamband Íslands hefur framlengt frestinn til að skrá sig til keppni á Íslandsmótinu 2017-18. 9. maí 2017 08:00