Amazon vill fá íslenskan málfræðing til starfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 11:18 Alexa fylgir Amazon Echo. Vísir/Getty Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. Þýðingarstofan Skopos bendir á þetta í frétt sinni.Svo virðist sem að Amazon hafi hug á því að kenna Alexu fleiri tungumál en auk íslenskusérfræðings er einnig auglýst eftir sérfræðingum í dönsku, þýsku, norsku, sænsku og þýsku svo dæmi séu tekin en alls leitar Amazon nú að málfræðingum fyrir fjórtán tungumál. Alexa fylgir Amazon Echo, snjallhátalara Amazon og skilur Alexa margvíslegar raddskipanir líkt og Vísir hefur fjallað um.Sjá einnig:„Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisinsVísir/GettyÍ auglýsingunni er leitað eftir málfræðingum sem hafa íslensku að móðurmáli, hafa góða þekkingu á hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og eru vel að sér í forritun, m.a. reglulegum segðum og skipanalínum í Unix/Linux. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir. Á markað eru að koma heimilistæki sem hægt er að stýra með röddinni og telja sérfræðingar að ekki sé langt í að hægt verði að eiga samskipti við öll helstu tæki á heimilinu. Bent hefur þó verið á að íslenskan eigi undir högg að sækja enda sé ekki sjálgefið að stórfyrirtæki ákveði að láta íslenskuna fylgja með stafrænum aðstoðarmönnum sínum.Sjá einnig: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunniAmazon hefur áður sýnt íslenskunni áhuga en Polly, talgervill Amazon, getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku.Líkt og Vísir hefur fjallað ítarlega um hafa sérfræðingar í íslenskri máltækni varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni, þróuninni fleygi fram. Því sé mikilvægt að stórfyrirtæki á borð við Google, Microsoft, Apple og Amazon láti íslenskuna fylgja með í vörum sem geti talað eða skilið tungumál og því hlýtur það að teljast afar jákvætt skref að Amazon horfi til íslenskunnar. Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtæki Amazon leitar nú að sérfræðingi í íslenskri málfræði til að vinna að þróun talgreiningar og máltækni fyrir stafræna aðstoðarmanninn Alexa. Þýðingarstofan Skopos bendir á þetta í frétt sinni.Svo virðist sem að Amazon hafi hug á því að kenna Alexu fleiri tungumál en auk íslenskusérfræðings er einnig auglýst eftir sérfræðingum í dönsku, þýsku, norsku, sænsku og þýsku svo dæmi séu tekin en alls leitar Amazon nú að málfræðingum fyrir fjórtán tungumál. Alexa fylgir Amazon Echo, snjallhátalara Amazon og skilur Alexa margvíslegar raddskipanir líkt og Vísir hefur fjallað um.Sjá einnig:„Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisinsVísir/GettyÍ auglýsingunni er leitað eftir málfræðingum sem hafa íslensku að móðurmáli, hafa góða þekkingu á hljóðfræði og hljóðkerfisfræði og eru vel að sér í forritun, m.a. reglulegum segðum og skipanalínum í Unix/Linux. Talið er að næsta bylting sem verði á samskiptum manns og tölvu sé stafrænn aðstoðarmaður á borð við Alexu og Siri frá Apple sem geti skilið flóknar fyrirskipanir. Á markað eru að koma heimilistæki sem hægt er að stýra með röddinni og telja sérfræðingar að ekki sé langt í að hægt verði að eiga samskipti við öll helstu tæki á heimilinu. Bent hefur þó verið á að íslenskan eigi undir högg að sækja enda sé ekki sjálgefið að stórfyrirtæki ákveði að láta íslenskuna fylgja með stafrænum aðstoðarmönnum sínum.Sjá einnig: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunniAmazon hefur áður sýnt íslenskunni áhuga en Polly, talgervill Amazon, getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku.Líkt og Vísir hefur fjallað ítarlega um hafa sérfræðingar í íslenskri máltækni varað við því að íslenskan geti setið eftir þegar kemur að máltækni, þróuninni fleygi fram. Því sé mikilvægt að stórfyrirtæki á borð við Google, Microsoft, Apple og Amazon láti íslenskuna fylgja með í vörum sem geti talað eða skilið tungumál og því hlýtur það að teljast afar jákvætt skref að Amazon horfi til íslenskunnar.
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Íslenska á tölvuöld: Nýjasta vara Amazon talar íslensku með hjálp Dóru og Karls Talgervlarnir Dóra og Karl eru nú í aðalhlutverki hjá Amazon sem kynnti í gær nýja þjónustu, Amazon Polly. Polly getur tekið texta og lesið á lýtalausri íslensku. 2. desember 2016 12:15
Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45
Vilja tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar: „Við áttum að byrja fyrir fimm til tíu árum“ Vænta má þess innan tíðar að hægt verði að stýra tækjum með röddinni einni saman. Mikilvægt er að íslenska tungan verði með í þeirri þróun. 18. janúar 2017 16:15
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30