Blendin viðbrögð við útspili Pírata Ásgeir Erlendsson skrifar 16. október 2016 19:30 Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé. Kosningar 2016 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé.
Kosningar 2016 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira