Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. október 2016 20:45 Ragnar Sigurðsson skallar að marki. Skömmu síðar lá boltinn í netinu. Vísir/anton Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM 2018 á Laugardalsvellinum. Finnar komust í tvígang yfir en Ísland skoraði tvö mörk í blálokin sem tryggði stigin þrjú. Það var Ragnar Sigurðsson tryggði Íslendingum stigin þrjú á 94. mínútu. Sigurmarkið var vægast sagt umdeilt og fæst væntanlega aldrei úr því skorið hvort það var löglegt eða ekki. Íslendingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en sofandaháttur í vörninni hefði getað reynst okkar mönnum dýrkeyptur. Finnar komust yfir með marki á 20. Þegar Teemu Pukki skallaði boltann í netið nokkuð gegn gangi leiksins. Kári Árnason svaraði á 37. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Finnar svöru þó jafnharðan og skoruðu aðeins tveimur mínútum síðar. Íslendingar sóttu nær án afláts í seinni hálfleik og uppskáru jöfnunarmark á 90. Mínútu þegar Alfreð Finnbogason skoraði. Strákarnir okkar þrýstu gríðarlega á Finnska landslið og uppskáru mark að lokum. Ragnar skoraði sigurmarkið af harðfylgi en það var sem áður segir afar umdeilt. Ótrúleg endurkoma Íslenska landsliðsins því staðreynd og dýrmæt þrjú stig kominn í hús en mörkin í leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.Sofandaháttur í vörninni Íslensku strákarnir hófu leik að krafti og á fyrstu tíu mínútunum var liðið nærri því komið yfir. Strax á 2. mínútu átti Jóhann Berg Guðmundsson bylmingsskot af löngu færi sem smaug framhjá stönginni. Kári Árnason og Björn Bergmann Sigurðason fengu í sameiningu öllu hættulegra færi á elleftu mínútu þegar sá síðarnefndi, í sínum fyrsta landsleik frá árinu 2011, stal færinu af Kára eftir hornspyrnu frá hægri. Þeir félagar voru einir á auðum sjó í markteignum en líklega hefur Björn Bergmann ekki séð Kára sem var í betra færi. Íslendingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Uppspil liðsins var í hægari kantinum og fimm manna varnarlína Finna með þrjá miðverði í fararbroddi glímdi vel við framherjapar okkar, þá Alfreð Finnbogason og Björn Bergmann. Ljóst var að strákarnir okkar söknuðu Kolbeins og Jóns Daða í fremstu víglínu en Alfreð og Birni gekk illa í slagsmálunum við miðverði Finna. Finnum óx ásmegin um miðbik hálfleiksins og nýttu þeir sér sofandahátt í vörn Íslands þegar Teemu Pukki skallað boltann í netið óáreittur umkringdur varnarmönnum Íslands. Finnar höfðu sótt frá vinstri og opnað vörn Íslands í tvígang áður en að þeir færðu boltann til hægri þaðan sem stoðsendingin kom. Svo virtist sem að varnarlína Íslands hafi alfarið gleymt að fylgjast með Puukki. Heimir brást við með því að færa kantmenn okkar, þá Birki Bjarnason og Jóhann Berg um kanta. Strákar sóttu stíft að marki Finna en ógnuðu þó nánast eingöngu með langskotum, svo þéttur var varnarmúr Finna. Ísinn brotnaði þó á 37. mínútu þegar Kári Árnason skallaði hornspyrnu Jóhanns Berg í autt markið eftir skógarhlaup finnska markmannsins. Við þetta bjuggust flestir við að Ísland myndi taka öll völd á vellinum en Finnar létu markið ekki á sig fá og svöruðu nánast strax. Einhver svefnsýki virðist hafa gripið um sig í varnarlínu Íslands í fyrri hálfleik en seinna mark Finna kom á 39. mínútu þegar Robin Lod fékk umtalsvert fleiri sekúndur til að athafna sig fyrir framan mark Íslendinga en boðlegt er á þessu stigi knattspyrnunnar. Misheppnað skot hans tók út varnarlínu Íslands og við það fékk Lod annað tækifæri. Hann lét ekki bjóða sér það þrisvar og smellti boltanum í markhornið á snyrtilegan hátt. Staðan var 1-2 í hálfleik og þrátt fyrir að Ísland hafi heilt yfir sterkari aðilinn var það klaufagangir í vörninni sem gerði það að verkum að Ísland var undir í hálfleik.Ótrúleg dramatík í uppbótartímaÞað blés þó byrlega í upphafi seinni hálfleiks þegar Kári Árnason fiskaði vítaspyrnu á 49. mínútu. Sá meðbyr endist þó ekki lengi, á punktinn fór Gylfi Sigurðsson og á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum ekki að skora. Víti hans fór í innanverða slánna, þaðan í bak markvarðarins og af honum stefndi boltinn í netið. Það segir þó ýmislegt um gang leiksins að Finnar voru mun ákveðnari í að ná frákastinu og tókst markmanninn að henda sér aftur og blaka boltanum frá marki undir mikilli pressu. Gylfi var aftur á ferðinni á 56. mínútu þegar þegar skot hans fyrir utan teig söng í utanverðri stönginni. Allt leit út fyrir að boltinn vildi hreinlega ekki í netið. Strákarnir okkar sýndu þó gríðarlegan karakter og hættu ekki. Uppskáru þeir tvö mörk í uppbótartíma. Það fyrra skoraði Alfreð Finnbogason eftir frábæra sendingu Gylfa. Öll von um sigur virtist úti en okkar menn héldu nú ekki og skoruðu afar umdeild mark í síðustu sókn sinni í leiknum á 94. mínútu. Ragnar Sigurðsson náði einhvern veginn að ýta boltanum í átt að marki aðþrengdur eftir að Kári fleytti spyrnu Ara Freys að marki. Finnski markvörðurinn varði á línunni og svo kom Alfreð og táaði boltann úr lúkum hans yfir línuna. Allt ætlaði um koll að keyra en sá norski dæmdi mark. Afar mikilvægur sigur því staðreynd og en Ísland situr nú í öðru sæti riðilsins á eftir Króatíu á markatölu. Bæði lið eru með fjögur stig en Króatar rótburstuðu Kósovó í kvöld. Framundan er leikur gegn Tyrklandi hér heima en þeir gerðu jafntefli gegn Úkraínu á heimavelli. Þrátt fyrir að mikið megi laga í leik Íslands er ljóst að þessi sigur mun gefa strákunum okkar mikið í framhaldinu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Kári: Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur Kári Árnason kom mikið við sögu gegn Finnum. 6. október 2016 20:58 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Hannes Þór og Jón Daði klárir í slaginn gegn Tyrklandi Markvörðurinn og framherjinn voru hvíldir í kvöld gegn Finnlandi vegna meiðsla. 6. október 2016 21:42 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM 2018 á Laugardalsvellinum. Finnar komust í tvígang yfir en Ísland skoraði tvö mörk í blálokin sem tryggði stigin þrjú. Það var Ragnar Sigurðsson tryggði Íslendingum stigin þrjú á 94. mínútu. Sigurmarkið var vægast sagt umdeilt og fæst væntanlega aldrei úr því skorið hvort það var löglegt eða ekki. Íslendingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en sofandaháttur í vörninni hefði getað reynst okkar mönnum dýrkeyptur. Finnar komust yfir með marki á 20. Þegar Teemu Pukki skallaði boltann í netið nokkuð gegn gangi leiksins. Kári Árnason svaraði á 37. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Finnar svöru þó jafnharðan og skoruðu aðeins tveimur mínútum síðar. Íslendingar sóttu nær án afláts í seinni hálfleik og uppskáru jöfnunarmark á 90. Mínútu þegar Alfreð Finnbogason skoraði. Strákarnir okkar þrýstu gríðarlega á Finnska landslið og uppskáru mark að lokum. Ragnar skoraði sigurmarkið af harðfylgi en það var sem áður segir afar umdeilt. Ótrúleg endurkoma Íslenska landsliðsins því staðreynd og dýrmæt þrjú stig kominn í hús en mörkin í leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan.Sofandaháttur í vörninni Íslensku strákarnir hófu leik að krafti og á fyrstu tíu mínútunum var liðið nærri því komið yfir. Strax á 2. mínútu átti Jóhann Berg Guðmundsson bylmingsskot af löngu færi sem smaug framhjá stönginni. Kári Árnason og Björn Bergmann Sigurðason fengu í sameiningu öllu hættulegra færi á elleftu mínútu þegar sá síðarnefndi, í sínum fyrsta landsleik frá árinu 2011, stal færinu af Kára eftir hornspyrnu frá hægri. Þeir félagar voru einir á auðum sjó í markteignum en líklega hefur Björn Bergmann ekki séð Kára sem var í betra færi. Íslendingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en gekk illa að skapa sér færi. Uppspil liðsins var í hægari kantinum og fimm manna varnarlína Finna með þrjá miðverði í fararbroddi glímdi vel við framherjapar okkar, þá Alfreð Finnbogason og Björn Bergmann. Ljóst var að strákarnir okkar söknuðu Kolbeins og Jóns Daða í fremstu víglínu en Alfreð og Birni gekk illa í slagsmálunum við miðverði Finna. Finnum óx ásmegin um miðbik hálfleiksins og nýttu þeir sér sofandahátt í vörn Íslands þegar Teemu Pukki skallað boltann í netið óáreittur umkringdur varnarmönnum Íslands. Finnar höfðu sótt frá vinstri og opnað vörn Íslands í tvígang áður en að þeir færðu boltann til hægri þaðan sem stoðsendingin kom. Svo virtist sem að varnarlína Íslands hafi alfarið gleymt að fylgjast með Puukki. Heimir brást við með því að færa kantmenn okkar, þá Birki Bjarnason og Jóhann Berg um kanta. Strákar sóttu stíft að marki Finna en ógnuðu þó nánast eingöngu með langskotum, svo þéttur var varnarmúr Finna. Ísinn brotnaði þó á 37. mínútu þegar Kári Árnason skallaði hornspyrnu Jóhanns Berg í autt markið eftir skógarhlaup finnska markmannsins. Við þetta bjuggust flestir við að Ísland myndi taka öll völd á vellinum en Finnar létu markið ekki á sig fá og svöruðu nánast strax. Einhver svefnsýki virðist hafa gripið um sig í varnarlínu Íslands í fyrri hálfleik en seinna mark Finna kom á 39. mínútu þegar Robin Lod fékk umtalsvert fleiri sekúndur til að athafna sig fyrir framan mark Íslendinga en boðlegt er á þessu stigi knattspyrnunnar. Misheppnað skot hans tók út varnarlínu Íslands og við það fékk Lod annað tækifæri. Hann lét ekki bjóða sér það þrisvar og smellti boltanum í markhornið á snyrtilegan hátt. Staðan var 1-2 í hálfleik og þrátt fyrir að Ísland hafi heilt yfir sterkari aðilinn var það klaufagangir í vörninni sem gerði það að verkum að Ísland var undir í hálfleik.Ótrúleg dramatík í uppbótartímaÞað blés þó byrlega í upphafi seinni hálfleiks þegar Kári Árnason fiskaði vítaspyrnu á 49. mínútu. Sá meðbyr endist þó ekki lengi, á punktinn fór Gylfi Sigurðsson og á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum ekki að skora. Víti hans fór í innanverða slánna, þaðan í bak markvarðarins og af honum stefndi boltinn í netið. Það segir þó ýmislegt um gang leiksins að Finnar voru mun ákveðnari í að ná frákastinu og tókst markmanninn að henda sér aftur og blaka boltanum frá marki undir mikilli pressu. Gylfi var aftur á ferðinni á 56. mínútu þegar þegar skot hans fyrir utan teig söng í utanverðri stönginni. Allt leit út fyrir að boltinn vildi hreinlega ekki í netið. Strákarnir okkar sýndu þó gríðarlegan karakter og hættu ekki. Uppskáru þeir tvö mörk í uppbótartíma. Það fyrra skoraði Alfreð Finnbogason eftir frábæra sendingu Gylfa. Öll von um sigur virtist úti en okkar menn héldu nú ekki og skoruðu afar umdeild mark í síðustu sókn sinni í leiknum á 94. mínútu. Ragnar Sigurðsson náði einhvern veginn að ýta boltanum í átt að marki aðþrengdur eftir að Kári fleytti spyrnu Ara Freys að marki. Finnski markvörðurinn varði á línunni og svo kom Alfreð og táaði boltann úr lúkum hans yfir línuna. Allt ætlaði um koll að keyra en sá norski dæmdi mark. Afar mikilvægur sigur því staðreynd og en Ísland situr nú í öðru sæti riðilsins á eftir Króatíu á markatölu. Bæði lið eru með fjögur stig en Króatar rótburstuðu Kósovó í kvöld. Framundan er leikur gegn Tyrklandi hér heima en þeir gerðu jafntefli gegn Úkraínu á heimavelli. Þrátt fyrir að mikið megi laga í leik Íslands er ljóst að þessi sigur mun gefa strákunum okkar mikið í framhaldinu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37 Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30 Kári: Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur Kári Árnason kom mikið við sögu gegn Finnum. 6. október 2016 20:58 Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09 Hannes Þór og Jón Daði klárir í slaginn gegn Tyrklandi Markvörðurinn og framherjinn voru hvíldir í kvöld gegn Finnlandi vegna meiðsla. 6. október 2016 21:42 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Lukas Hradecky: Fjárans skandall Lukas Hradecky markvörður finnska landsliðsins í fótbolta var allt annað en ánægður með sigurmark Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:37
Heimir: Alveg sama hvort markið hafi verið ólöglegt eða hvað Backe segir "Þetta er ofboðslegur léttir,“ sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og hrósaði karakter sinna manna. 6. október 2016 21:30
Kári: Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur Kári Árnason kom mikið við sögu gegn Finnum. 6. október 2016 20:58
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“ Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:09
Hannes Þór og Jón Daði klárir í slaginn gegn Tyrklandi Markvörðurinn og framherjinn voru hvíldir í kvöld gegn Finnlandi vegna meiðsla. 6. október 2016 21:42