Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 4-0 | Alvöru EM-veisla í Dalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2016 20:30 Stelpurnar fagna marki Hallberu Gísladóttur. vísir/anton Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Halda Spurs fluginu áfram? Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Í beinni: FHL - Stjarnan | Tekst að fylgja eftir fyrsta sigrinum? Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira
Ísland hélt upp á sæti sitt í úrslitakeppni EM í Hollandi með því að vinna öruggan 4-0 sigur á Slóveníu í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni. Fyrr í dag varð ljóst að Ísland væri öruggt með sæti sitt á EM en það kom í ljós eftir 3-2 sigur Portúgals á Finnlandi. En með sigrinum náði Ísland aftur þriggja stiga forystu á toppi riðilsins með fullt hús stiga. Stelpurnar hafa raunar ekki enn fengið á sig mark. Þær mæta Skotum í lokaleik sínum á Laugardalsvellinum á þriðjudag og dugir þar jafntefli til að tryggja sér toppsætið í riðlinum. Hallbera Guðný Gísladóttir kom Íslandi á bragðið í dag með góðu langskoti en hún lagði svo upp tvö næstu mörk leiksins, bæði fyrir Dagnýju Brynjarsdóttur. Varamaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði svo fjórða og síðasta mark Íslands. Alls lögðu 6037 áhorfendur leið sína í Laugardalinn í kvöld og var áhorfendamet kvennalandsliðsins næstum slegið en það stendur enn í 6647 áhorfendum. Var það sett fyrir fjórum árum er Ísland tryggði sér sæti á EM 2013 með sigri á Úkraínu. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Íslenska byrjaði rólega en eftir að Hallbera skoraði, að vísu heldur óvænt, með háu skoti sem hafnaði í markhorninu jókst sóknarþungi íslenska liðsins hægt og rólega. Dagný skoraði bæði sín mörk með skalla. Það fyrra á 21. mínútu eftir hornspyrnu og það síðara strax á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Í öllum þessum þremur mörkum leit Sonja Cevnik, markvörður Slóveníu, heldur illa út. Slóvenar gerðu sig nokkrum sinnum líklega til að skora í leiknum en Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur ekki fengið á sig mark í allri undankeppninni og það breyttist ekki í kvöld. Örlítil værukærð virtist á köflum grípa um sig í varnarleik íslenska liðsins en stelpunum var ekki refsað fyrir það að þessu sinni. Gunnhildur Yrsa átti svo góða innkomu inn á miðjuna og skoraði fjórða mark Íslands, einnig með góðum skalla en nú eftir sendingu Hólmfríðar Magnúsdóttur. Eftir það var það aðeins formsatriði að sigla öruggum sigri í höfn. Slóvenar fengu reyndar algert dauðafæri í uppbótartímanum en Kaja Erzen náði ekki að stýra boltanum í netið þó svo að Guðbjörg hefði verið farin úr markinu. Það virðist einfaldlega skrifað í skýin að Ísland ætli að halda marki sínu hreinu alla undankeppnina. Frábær árangur Íslands staðreynd, enda liðið komið í úrslit þriðja skiptið í röð. Enn og aftur sýndu okkar konur að íslenska liðið er eitt það besta í álfunni.vísir/anton brink
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Burnley | Heldur volæðið áfram? Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Halda Spurs fluginu áfram? Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Í beinni: FHL - Stjarnan | Tekst að fylgja eftir fyrsta sigrinum? Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Sjá meira