Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð hefur verið í eldlínunni undanfarna daga. vísir/valli Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum. Reynt var að hafa tal af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en bara náðist í Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Bjarnason, sem vildu ekki tjá sig. Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Benediktsson, formann flokksins, án árangurs. Nokkrir þingmenn flokksins hafa þó tjáð sig annars staðar. Brynjar Níelsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málið væri óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sérstaklega í ljósi undangenginna samninga við kröfuhafa og vegna afnáms hafta. Hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundi um málið og fái allar staðreyndir upp á borðið.Og áður en Sigmundur Davíð steig fram í viðtali við Fréttablaðið lýsti Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, þeirri skoðun að forsætisráðherra væri í erfiðri stöðu og þyrfti að skýra málið fyrir þjóðinni. Vilhjálmur Bjarnason lýsti þá þeirri skoðun sinni í samtali við Stöð 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar og að málið rýri traust á milli stjórnarflokkanna.Óttarr Proppé kallar eftir svörum frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tjáði sig um málið í gær á Facebook og kvaðst eiga erfitt með forsætisráðherra sem takmarki siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Þá víkur hann að ábyrgðarhlutverki Sjálfstæðisflokksins. „Eru sjálfstæðismenn sammála forsætisráðherra sínum um skilgreiningar á siðferði og hvað sé eðlilegt? Ég hlakka til að frétta það. Held að fleiri séu í svipaðri stöðu.“ Þá sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, í samtali við útvarpsfréttir RÚV í gær að stofna ætti rannsóknarnefnd um málið en slíkt hafi verið gert af minna tilefni. Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Heimildir Fréttablaðsins herma að einstaka þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði sín á milli hvort styðja eigi hugsanlegt vantraust á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vegna eigna eiginkonu hans á Bresku Jómfrúreyjum. Reynt var að hafa tal af öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins en bara náðist í Guðlaug Þór Þórðarson og Vilhjálm Bjarnason, sem vildu ekki tjá sig. Ítrekað var reynt að ná í Bjarna Benediktsson, formann flokksins, án árangurs. Nokkrir þingmenn flokksins hafa þó tjáð sig annars staðar. Brynjar Níelsson sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málið væri óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið sérstaklega í ljósi undangenginna samninga við kröfuhafa og vegna afnáms hafta. Hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundi um málið og fái allar staðreyndir upp á borðið.Og áður en Sigmundur Davíð steig fram í viðtali við Fréttablaðið lýsti Ásmundur Friðriksson, þingmaður flokksins, þeirri skoðun að forsætisráðherra væri í erfiðri stöðu og þyrfti að skýra málið fyrir þjóðinni. Vilhjálmur Bjarnason lýsti þá þeirri skoðun sinni í samtali við Stöð 2 að forsætisráðherra hefði átt að upplýsa um eignarhald eiginkonu sinnar og að málið rýri traust á milli stjórnarflokkanna.Óttarr Proppé kallar eftir svörum frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.Fréttablaðið/StefánÓttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tjáði sig um málið í gær á Facebook og kvaðst eiga erfitt með forsætisráðherra sem takmarki siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Þá víkur hann að ábyrgðarhlutverki Sjálfstæðisflokksins. „Eru sjálfstæðismenn sammála forsætisráðherra sínum um skilgreiningar á siðferði og hvað sé eðlilegt? Ég hlakka til að frétta það. Held að fleiri séu í svipaðri stöðu.“ Þá sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, í samtali við útvarpsfréttir RÚV í gær að stofna ætti rannsóknarnefnd um málið en slíkt hafi verið gert af minna tilefni.
Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30
Sigmundur Davíð: Bar ekki siðferðisleg skylda til að segja frá Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona forsætisráðherra, hefur greint frá því að hún eigi aflandsfélag utan um eignir sínar sem nema tæpum 800 milljónum króna. 24. mars 2016 05:00
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53