Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 24-23 | Haukar héldu út Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2015 20:00 Adam Haukur Baumruk, leikmaður Hauka. vísir/vilhelm Það verða Haukar sem mæta Val í úrslitum Deildarbikars HSÍ en Íslandsmeistararnir unnu nauman sigur á Aftureldingu, 24-23, í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Haukararnir voru sterkari í fyrri hálfleik og fóru með átta marka forskot, 19-11, inn í hálfleikinn eftir að hafa unnið síðustu 11 mínútur fyrri hálfleiks 8-1. Í seinni hálfleik skoruðu Haukar hins vegar aðeins fimm mörk og voru lengst af í meiri háttar vandræðum í sókninni. En Hafnfirðingar geta þakkað markverði sínum, Grétari Ara Guðjónssyni, fyrir að Mosfellingar fóru ekki á flug fyrr en um miðjan seinni hálfleik. Grétar varði frábærlega í leiknum, alls 25 skot, eða 52% þeirra skota sem hann fékk á sig. Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Íslandsmeistaranna með sjö mörk en Brynjólfur Snær Brynjólfsson kom næstur með sex. Birkir Benediktsson fór fyrir Mosfellingum með sex mörk. Þá átti Davíð Svansson fínan leik í markinu og varði 19 skot (44%). Marga sterka leikmenn vantaði í lið Hauka í kvöld en það virtist ekki skipta neinu máli í fyrri hálfleik þar sem Íslandsmeistararnir spiluðu frábæran sóknarleik og klúðruðu varla skoti. Mosfellingar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og framan af leik var jafnt á öllum tölum. Haukar hótuðu því nokkrum sinnum að stinga af en alltaf kom Afturelding til baka. En í stöðunni 11-10, þegar 11 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, breyttist allt. Haukarnir þéttu vörnina og fengu aðeins eitt mark á sig á síðustu 11 mínútum fyrri hálfleiks. Þessi sterki varnarleikur skilaði fjölmörgum hraðaupphlaupum þar sem Brynjólfur Snær fór fremstur í flokki en hann skoraði fjögur mörk í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Haukarnir hreinlega rúlluðu yfir varnarlausa Mosfellinga á þessum kafla sem þeir unnu 8-1. Staðan í hálfleik var 19-11 og fátt benti til þess að seinni hálfleikur yrði spennandi. Sú varð hins vegar raunin. Sóknarleikur Hauka var mjög slakur í seinni hálfleik og þeir hleyptu Aftureldingu inn í leikinn. Haukar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu 14 mínútum seinni hálfleik en þeim til happs skoruðu Mosfellingar aðeins fimm. Í stöðunni 21-16 kom frábær kafli hjá Aftureldingu. Jóhann Gunnar Einarsson kom inn á miðjunni og við það breyttist sóknarleikurinn til batnaðar. Skytturnar, Birkir og Böðvar Páll Ásgeirsson, hitnuðu og fundu loks leiðina framhjá Grétari sem hélt Haukum inni í leiknum framan af seinni hálfleik. Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði metin í 22-22 af vítapunktinum þegar fimm mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu. En Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir að þeir væru orðnir ansi bensínlausir. Adam Haukur Baumruk skoraði tvö síðustu mörk Hauka og þrátt fyrir klaufagang þeirra á lokasekúndunum tókst Aftureldingu ekki að knýja fram framlengingu. Niðurstaðan eins marks sigur Hauka, 24-23.Gunnar: Vorum orðnir bensínlausir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur Íslandsmeistaranna á Aftureldingu í undanúrslitum Deildarbikars HSÍ í kvöld. "Fyrri hálfleikur, og þá sérstaklega lokakafli hans, var frábær og hann skóp þennan sigur," sagði Gunnar en Haukar unnu síðustu 11 mínútur fyrri hálfleiks 8-1 og fóru með átta marka forskot inn í hálfleikinn, 19-11. "Við urðum fyrir áfalli í upphafi leiks þegar Leonharð (Harðarson), örvhenta skyttan okkar, stífnar í baki og þá fækkaði valmöguleikum okkar. Í seinni hálfleik vorum við orðnir bensínlausir, gerðum mikið af mistökum og vorum orðnir þreyttir. "Það gerði okkur erfitt fyrir en ég er ánægður með strákana að klára þetta." Þrátt fyrir erfiðan seinni hálfleik var Gunnar ánægður með varnarleik Hauka undir lokin. "Vörnin var góð mestallan tímann og Grétar (Ari Guðjónsson) frábær fyrir aftan. Það var lykilinn að sigrinum," sagði Gunnar sem var ánægður með strákana sem komu inn í liðið og spiluðu stór hlutverk í fjarveru lykilmanna. "Þetta er gríðarlega mikilvægt og frábært fyrir þá að fá sénsinn og nýta hann. Þetta sýnir að breiddin er góð hjá okkur," sagði Gunnar en meðal leikmanna sem vantaði í lið Hauka í kvöld má nefna Giedrius Morkunas, Heimi Óla Heimisson, Tjörva Þorgeirsson, Elías Má Halldórsson, Matthías Árna Ingimarsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson.Einar Andri: Vörnin var hörmuleg í fyrri hálfleik Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði slakan fyrri hálfleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í kvöld. "Fyrri hálfleikurinn var slakur, fyrir utan fyrstu mínúturnar. Sóknin var þokkaleg en vörnin hörmuleg og það var enginn hugur sem fylgdi þessu. "Menn voru ekki klárir," sagði Einar sem var þó ánægður með seinni hálfleikinn þar sem Mosfellingar komu til baka og náðu að jafna metin eftir að hafa verið átta mörkum undir í hálfleik, 19-11. "Seinni hálfleikurinn var frábær og hefði kannski átt að duga til sigurs. Við fórum með fullt af dauðafærum í byrjun seinni hálfleiks og ef við hefðum nýtt þau hefðum við sett pressu fyrr á þá. "Þeir voru stressaðir undir lokin og ef við hefðum náð að setja pressu á þá fyrr hefðum við hugsanlega getað náð þessu." Einar bryddaði upp á þeirri nýjung í seinni hálfleik að nota Jóhann Gunnar Einarsson á miðjunni. Hann var ánægður með hvernig til tókst. "Ég var mjög ánægður með það. Við erum búnir að velta þessu fyrir okkur eftir að hann kom til baka. Hann getur ekki enn beitt sér að fullu í skotunum og hann kemur sterklega til greina á miðjunni eftir áramót," sagði Einar að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Það verða Haukar sem mæta Val í úrslitum Deildarbikars HSÍ en Íslandsmeistararnir unnu nauman sigur á Aftureldingu, 24-23, í seinni undanúrslitaleiknum í dag. Haukararnir voru sterkari í fyrri hálfleik og fóru með átta marka forskot, 19-11, inn í hálfleikinn eftir að hafa unnið síðustu 11 mínútur fyrri hálfleiks 8-1. Í seinni hálfleik skoruðu Haukar hins vegar aðeins fimm mörk og voru lengst af í meiri háttar vandræðum í sókninni. En Hafnfirðingar geta þakkað markverði sínum, Grétari Ara Guðjónssyni, fyrir að Mosfellingar fóru ekki á flug fyrr en um miðjan seinni hálfleik. Grétar varði frábærlega í leiknum, alls 25 skot, eða 52% þeirra skota sem hann fékk á sig. Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Íslandsmeistaranna með sjö mörk en Brynjólfur Snær Brynjólfsson kom næstur með sex. Birkir Benediktsson fór fyrir Mosfellingum með sex mörk. Þá átti Davíð Svansson fínan leik í markinu og varði 19 skot (44%). Marga sterka leikmenn vantaði í lið Hauka í kvöld en það virtist ekki skipta neinu máli í fyrri hálfleik þar sem Íslandsmeistararnir spiluðu frábæran sóknarleik og klúðruðu varla skoti. Mosfellingar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og framan af leik var jafnt á öllum tölum. Haukar hótuðu því nokkrum sinnum að stinga af en alltaf kom Afturelding til baka. En í stöðunni 11-10, þegar 11 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, breyttist allt. Haukarnir þéttu vörnina og fengu aðeins eitt mark á sig á síðustu 11 mínútum fyrri hálfleiks. Þessi sterki varnarleikur skilaði fjölmörgum hraðaupphlaupum þar sem Brynjólfur Snær fór fremstur í flokki en hann skoraði fjögur mörk í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Haukarnir hreinlega rúlluðu yfir varnarlausa Mosfellinga á þessum kafla sem þeir unnu 8-1. Staðan í hálfleik var 19-11 og fátt benti til þess að seinni hálfleikur yrði spennandi. Sú varð hins vegar raunin. Sóknarleikur Hauka var mjög slakur í seinni hálfleik og þeir hleyptu Aftureldingu inn í leikinn. Haukar skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu 14 mínútum seinni hálfleik en þeim til happs skoruðu Mosfellingar aðeins fimm. Í stöðunni 21-16 kom frábær kafli hjá Aftureldingu. Jóhann Gunnar Einarsson kom inn á miðjunni og við það breyttist sóknarleikurinn til batnaðar. Skytturnar, Birkir og Böðvar Páll Ásgeirsson, hitnuðu og fundu loks leiðina framhjá Grétari sem hélt Haukum inni í leiknum framan af seinni hálfleik. Árni Bragi Eyjólfsson jafnaði metin í 22-22 af vítapunktinum þegar fimm mínútur voru eftir og allt á suðupunkti í húsinu. En Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum þrátt fyrir að þeir væru orðnir ansi bensínlausir. Adam Haukur Baumruk skoraði tvö síðustu mörk Hauka og þrátt fyrir klaufagang þeirra á lokasekúndunum tókst Aftureldingu ekki að knýja fram framlengingu. Niðurstaðan eins marks sigur Hauka, 24-23.Gunnar: Vorum orðnir bensínlausir Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur Íslandsmeistaranna á Aftureldingu í undanúrslitum Deildarbikars HSÍ í kvöld. "Fyrri hálfleikur, og þá sérstaklega lokakafli hans, var frábær og hann skóp þennan sigur," sagði Gunnar en Haukar unnu síðustu 11 mínútur fyrri hálfleiks 8-1 og fóru með átta marka forskot inn í hálfleikinn, 19-11. "Við urðum fyrir áfalli í upphafi leiks þegar Leonharð (Harðarson), örvhenta skyttan okkar, stífnar í baki og þá fækkaði valmöguleikum okkar. Í seinni hálfleik vorum við orðnir bensínlausir, gerðum mikið af mistökum og vorum orðnir þreyttir. "Það gerði okkur erfitt fyrir en ég er ánægður með strákana að klára þetta." Þrátt fyrir erfiðan seinni hálfleik var Gunnar ánægður með varnarleik Hauka undir lokin. "Vörnin var góð mestallan tímann og Grétar (Ari Guðjónsson) frábær fyrir aftan. Það var lykilinn að sigrinum," sagði Gunnar sem var ánægður með strákana sem komu inn í liðið og spiluðu stór hlutverk í fjarveru lykilmanna. "Þetta er gríðarlega mikilvægt og frábært fyrir þá að fá sénsinn og nýta hann. Þetta sýnir að breiddin er góð hjá okkur," sagði Gunnar en meðal leikmanna sem vantaði í lið Hauka í kvöld má nefna Giedrius Morkunas, Heimi Óla Heimisson, Tjörva Þorgeirsson, Elías Má Halldórsson, Matthías Árna Ingimarsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson.Einar Andri: Vörnin var hörmuleg í fyrri hálfleik Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, sagði slakan fyrri hálfleik hafa orðið sínum mönnum að falli gegn Haukum í kvöld. "Fyrri hálfleikurinn var slakur, fyrir utan fyrstu mínúturnar. Sóknin var þokkaleg en vörnin hörmuleg og það var enginn hugur sem fylgdi þessu. "Menn voru ekki klárir," sagði Einar sem var þó ánægður með seinni hálfleikinn þar sem Mosfellingar komu til baka og náðu að jafna metin eftir að hafa verið átta mörkum undir í hálfleik, 19-11. "Seinni hálfleikurinn var frábær og hefði kannski átt að duga til sigurs. Við fórum með fullt af dauðafærum í byrjun seinni hálfleiks og ef við hefðum nýtt þau hefðum við sett pressu fyrr á þá. "Þeir voru stressaðir undir lokin og ef við hefðum náð að setja pressu á þá fyrr hefðum við hugsanlega getað náð þessu." Einar bryddaði upp á þeirri nýjung í seinni hálfleik að nota Jóhann Gunnar Einarsson á miðjunni. Hann var ánægður með hvernig til tókst. "Ég var mjög ánægður með það. Við erum búnir að velta þessu fyrir okkur eftir að hann kom til baka. Hann getur ekki enn beitt sér að fullu í skotunum og hann kemur sterklega til greina á miðjunni eftir áramót," sagði Einar að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira