Manchester United missti af tækifæri til að lyfta sér upp fyrir nágrannana í bragðdaufu 0-0 jafntefli gegn West Ham í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en leiknum lauk rétt í þessu.
Eftir óvænt 0-2 tap Manchester City gegn Stoke í morgun gátu lærisveinar Louis Van Gaal lyft sér upp fyrir Manchester City í 2. sætið.
Það var lítil spenna í leiknum en bæði liðin fengu færi til þess að stela sigrinum án árangurs og skyldu þau því jöfn 0-0.
Manchester United fer upp að hlið Manchester City með 29. stig en með stiginu skaust West Ham upp fyrir Liverpool í bili en Liverpool á leik til góða á morgun gegn Newcastle.
