Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2015 12:00 Hollensk rannsóknarnefnd hefur komist að niðurstöðu um hvað grandaði flugi MH17 Vísir/Getty Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Það er niðurstaða hollenskrar rannsóknarnefndar að flugvél Malaysian Airlines sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014 hafi verið skotin niður af BUK-eldflaug. Kerfið er framleitt í Rússlandi en bæði rússneski og úkraínski herinn búa yfir slíkum eldflaugum. Horfa má á kynningu hollensku rannsóknarnefndarinnar hér fyrir neðan. Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Mikil vinna fór í því að flytja flak vélarinnar aftur til Hollands til rannsóknar en hluti vélarinnar var endurskapaður fyrir rannsóknarnefndina. Það er niðurstaða nefndarinnar að að eldflaugin hafi hæft vélina við stjórnklefa hennar og við höggið hafi flugvélin brotnað í sundur. Brak vélarinnar dreifðist um 50 ferkílómetra svæði.Gagnrýna skeytingarleysi flugfélaga Nefndin rannsakaði einnig hvaðan eldflauginni hefði verið skotið og gat hún reiknað út 320 ferkílómetra svæði þaðan sem eldflauginni hefði getað verið skotið. Þessum upplýsingum var komið til rússneskra og úkraínskra yfirvalda sem reiknuðu sjálf út hvaðan eldflaugin hefði komið líkt en þau hafa deilt um hver beri ábyrgð á eldflaugaárásinni. Hollenska rannsóknarnefndin segir einnig að að úkraínsk yfirvöld hafi átt að vera búinn loka lofthelgi Úkraínu vegna átakanna sem þar áttu sér stað. Segir í skýrslunni að enginn, hvorki úkraínsk yfirvöld né flugfélög, hafi gert sér grein fyrir áhættunni sem fólst í því að fljúga yfir Úkraínu á þessum tíma þegar hörð átök áttu sér stað á milli uppreisnarmanna og úkraínska stjórnarhersins. Þrjár flugvélar voru á sama svæði og flug Malaysian Airlines þegar hún var skotin niður og um 160 flug flugu yfir svæðið eftir að MH17 var skotin niður.Kynning hollensku rannsóknarnefndarinnar
MH17 Tengdar fréttir Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52 Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56 Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22 Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
Rannsóknarskýrsla um MH17 segir aðskilnaðarsinna ábyrga Alls fórust 298 manns með flugferð MH17 fyrir tæpu ári síðan. 15. júlí 2015 23:52
Birta myndband af braki MH17 fljótlega eftir að henni var grandað Á myndbandinu má sjá hvernig aðskilnaðarsinnar gera sér grein fyrir að farþegavél hafi verið skotin niður. 17. júlí 2015 09:56
Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu. 27. apríl 2015 20:22
Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem eiga nú sæti í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu stjórnvalda í Malasíu, Ástralíu, Hollands, Belgíu og Úkraínu. 29. júlí 2015 21:29