Nokkrir leikmenn tékkneska liðsins verið duglegir að skemmta sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2015 13:15 Karel Häring er einn fremsti íþróttablaðamaðurinn í Tékklandi, en hann er mættur hingað til lands til að fylgjast með og skrifa um leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. Tékkland vann fyrri viðureign liðanna í riðlinu, 2-1, en bæði lið voru búin að vinna alla sína þrjá leiki þegar þau mættust í október.Sjá einnig:Heimir: Niðurlægjandi ef Tékkarnir hræðast íslenska veðrið mest Häring segir íslenska liðið njóta virðingar hjá Tékkum eftir frammistöðuna í Plzen, en fram að þeim leik höfðu menn varann á þrátt fyrir gott gengi strákanna okkar. „Fyrir síðasta leik tóku allir eftir úrslitunum hjá Íslandi eins og sigrunum gegn Tyrklandi og auðvitað Hollandi, en fólk vildi sjá íslenska liðið spila með eigin augum til að sannreyna gæði liðsins,“ sagði Häring við Vísi í Laugardalnum í dag. „Íslenska liðið var mjög skipulagt og er, það er einnig mjög gott í því að verjast föst leikatriði Íslendinga eru sterk. Íslenska liðið hefur fulla virðingu Tékka núna.“Karel Häring á HM í Brasilíu.mynd/facebookTékkar eiga það til að vanmeta mótherjana en ekkert slíkt er í gangi fyrir leikinn annað kvöld. „Leikmennirnir virða íslenska liðið sem er betra því við eigum það til að vanmeta sum lið. Það er svolítið í karakter Tékka,“ segir Häring. „Við vanmátum Letta fyrir síðasta leik og slupupm með jafntefli, en það eru engin merki þess að tékkneska liðið vanmeti það íslenska núna.“Sjá einnig:Aron sló létta strengi: Finn aðeins til í öxlinni Fimm leikmenn í tékkneska hópnum spila með nýkrýndum Tékklandsmeisturum Viktoria Plzen. Þeir hafa verið duglegir að að skemmta sér seinni hluta maímánuðar og fram í júní vegna árangursins í deildinni heima fyrir. „Það er nú svolítið síðan þeir skemmtu sér síðast en þeir eru rosalega góðir í því og frægir fyrir að það,“ segir Häring og hlær. „Þeir fögnuðu fyrst um miðjan maí þegar þeir tryggðu sér titilinn og þá skemmtu þeir sér. Liðið tapaði svo næsta leik eftir það.“ „Eftir síðasta leikinn í deildinni skemmtu þeir sér svo aftur í 1-2 daga. Annan júní var svo góðgerðarleikur fyrir fyrirliða Plzen sem er að hætta en þeir fengu ekki að skemmta sér eftir hann því æfingabúðir tékkneska liðsins hófust daginn eftir leikinn,“ segir Karel Häring. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30 Gylfi: Fékk smá frí og finn ekki fyrir neinum meiðslum Besti leikmaður landsliðsins í undankeppninni til þessa spilaði í gegnum meiðsli á Englandi. 11. júní 2015 10:00 Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Karel Häring er einn fremsti íþróttablaðamaðurinn í Tékklandi, en hann er mættur hingað til lands til að fylgjast með og skrifa um leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun. Tékkland vann fyrri viðureign liðanna í riðlinu, 2-1, en bæði lið voru búin að vinna alla sína þrjá leiki þegar þau mættust í október.Sjá einnig:Heimir: Niðurlægjandi ef Tékkarnir hræðast íslenska veðrið mest Häring segir íslenska liðið njóta virðingar hjá Tékkum eftir frammistöðuna í Plzen, en fram að þeim leik höfðu menn varann á þrátt fyrir gott gengi strákanna okkar. „Fyrir síðasta leik tóku allir eftir úrslitunum hjá Íslandi eins og sigrunum gegn Tyrklandi og auðvitað Hollandi, en fólk vildi sjá íslenska liðið spila með eigin augum til að sannreyna gæði liðsins,“ sagði Häring við Vísi í Laugardalnum í dag. „Íslenska liðið var mjög skipulagt og er, það er einnig mjög gott í því að verjast föst leikatriði Íslendinga eru sterk. Íslenska liðið hefur fulla virðingu Tékka núna.“Karel Häring á HM í Brasilíu.mynd/facebookTékkar eiga það til að vanmeta mótherjana en ekkert slíkt er í gangi fyrir leikinn annað kvöld. „Leikmennirnir virða íslenska liðið sem er betra því við eigum það til að vanmeta sum lið. Það er svolítið í karakter Tékka,“ segir Häring. „Við vanmátum Letta fyrir síðasta leik og slupupm með jafntefli, en það eru engin merki þess að tékkneska liðið vanmeti það íslenska núna.“Sjá einnig:Aron sló létta strengi: Finn aðeins til í öxlinni Fimm leikmenn í tékkneska hópnum spila með nýkrýndum Tékklandsmeisturum Viktoria Plzen. Þeir hafa verið duglegir að að skemmta sér seinni hluta maímánuðar og fram í júní vegna árangursins í deildinni heima fyrir. „Það er nú svolítið síðan þeir skemmtu sér síðast en þeir eru rosalega góðir í því og frægir fyrir að það,“ segir Häring og hlær. „Þeir fögnuðu fyrst um miðjan maí þegar þeir tryggðu sér titilinn og þá skemmtu þeir sér. Liðið tapaði svo næsta leik eftir það.“ „Eftir síðasta leikinn í deildinni skemmtu þeir sér svo aftur í 1-2 daga. Annan júní var svo góðgerðarleikur fyrir fyrirliða Plzen sem er að hætta en þeir fengu ekki að skemmta sér eftir hann því æfingabúðir tékkneska liðsins hófust daginn eftir leikinn,“ segir Karel Häring.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30 Gylfi: Fékk smá frí og finn ekki fyrir neinum meiðslum Besti leikmaður landsliðsins í undankeppninni til þessa spilaði í gegnum meiðsli á Englandi. 11. júní 2015 10:00 Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00
Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03
Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30
Gylfi: Fékk smá frí og finn ekki fyrir neinum meiðslum Besti leikmaður landsliðsins í undankeppninni til þessa spilaði í gegnum meiðsli á Englandi. 11. júní 2015 10:00
Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30