Fyrrum bæjarstjóri í tugmilljóna viðskiptum við bæinn án útboðs Sveinn Arnarsson skrifar 27. maí 2014 07:00 Fyrirtæki Ásdísar Höllu sér um heimaþjónustu fyrir Garðabæ Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Garðabæ, er í tugmilljóna króna viðskiptum við Garðabæ á hverju ári án þess að útboð hafi farið fram. Fyrirtæki hennar, Sinnum ehf., sinnir heimaþjónustu við aldraða í bænum. Keppinautur fyrirtækisins segir Garðabæ hafa horft framhjá sér. Samningur milli Sinnum ehf. og Garðabæjar var undirritaður 15. janúar 2009. Bæjarfélagið greiddi fyrirtækinu tæpar 85 milljónir króna á síðustu tveimur árum, 47 milljónir fyrir árið 2013 og tæpar 38 milljónir fyrir árið 2012. Innkaupareglur Garðabæjar kveða á um að meginreglan sé sú að beita skuli útboði við innkaup. Skylt sé að viðhafa útboð þegar áætluð samningsfjárhæð vegna kaupa á þjónustu fer yfir 15 milljónir króna. Einnig segir í reglum um opinber innkaup á Evrópska efnahagssvæðinu að fari þjónustukaup sveitarfélags yfir 33 milljónir þurfi að bjóða þau út á opnum markaði. Það var ekki gert í þessu tilviki og hefur ekki verið gert hingað til. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar. „Þegar við ákváðum fyrst að koma þessu í hendur einkaaðila könnuðum við markaðinn og þá kom í ljós að aðeins eitt fyrirtæki sinnir þessum málum á einkamarkaði. Ákveðið var að fara þessa leið á sínum tíma til að bæta þjónustuna við þá sem þurfa á félagslegri heimaþjónustu að halda,“ segir Gunnar. Hann vildi ekki fara út í hvernig bærinn hefði staðið að athugun á fyrirtækjunum. Vinun ehf. hóf störf árið 2007, ári áður en Sinnum ehf. var stofnað, og sinnir svipuðum verkefnum. Fyrirtækin eru í samkeppni og Vinun var á markaði þegar Garðabær skrifaði undir samning við Sinnum. Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, eigandi Vinunar, telur Garðabæ hafa gengið fram hjá henni. „Vinun fékk ekki tækifæri á þessum tíma til að gera tilboð í heimaþjónustu fyrir aldraða,“ segir hún. Ásdís Halla Bragadóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira