
Stangveiði

Öskufall leikur veiðimenn grátt fyrir austan
Það leit vel út með veiði fyrir þá sem hófu veiðar í Steinsmýrarvötnum á hádegi laugardags. Aðstæður áttu hins vegar eftir að breytast eins og gefur að skilja!

Fyrstu laxarnir mættir!
Við fengum fregnir af því að sést hefði til laxa í Laxá í Kjós í dag. Greinilegt var að einhverjir voru nýgengnir tveggja ára laxar og vænir eftir því. Það sáust laxar í Laxfossi, Kvíslafossi og Lækjarbreiðu, og enn mánuður í opnun! Þeir sem eiga daga þarna í júní hljóta að kætast við þessar fréttir og við vonum að þetta gefi kannski forsmekkinn af því sem koma skal en Veiðivísir mun fylgjast vel á komandi dögum um leið og við hvetjum þá sem eiga veiðifrétt að deila henni með okkur.

Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar
Það fer víst ekki á milli mála að laxinn er að mæta í árnar á suður og vesturlandi, þá líklega helst á leiðinni í þær ár sem eru þekktar fyrir snemmgengna stofna í samanburði við ár á svipuðum slóðum.

Atli Bergmann í Hraunsfirði
Veiðivísir fékk tölvupóst frá Atla Bergmann sem gerði feikigóða veiðidaga í Elliðaánum og svo í Hraunsfirði fyrir fáum dögum. Það verður að segjast að það voru með bestu fréttum vikunnar að heyra af bleikjum úr Hraunsfirðinum og það eru nokkrir vinir Veiðivísis spenntir fyrir því að renna þangað um helgina ef það rætist eitthvað úr veðrinu, þ.e.a.s. að spáin verði ekki jafn slæm og útlit er fyrir.

Laxá í Aðaldal draumaá veiðimanna
Á vefnum Flugur.is er í morgun birt niðurstaða skoðunarkönnunar um drauma veiðiá stangaveiðimanna. Á fimmta hundrað veiðimanna tóku þátt.

Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR
Lausum veiðileyfum fyrir sumarið 2011 fer ört fækkandi hjá SVFR. Vegna þessa er rétt að vekja athygli á nokkrum lausum dagsetningum.

Vel mannað kastnámskeið
Klaus Frimor, Óskar Páll Sveinsson og Hilmar Hansson bjóða upp á flugukastnámskeið dagana 19 maí til 10 júní.

Kuldaleg veðurspá um helgina
Það verður að segjast eins og er þegar helgarspáin er skoðuð að það kemur til með að vera vetrarlegt við flesta veiðistaði á norður, vestur og austurlandi alveg fram yfir helgi. Það er spáð snjókomu og slyddu og hitinn gæti farið niður fyrir frostmark víða. Þetta gæti sett strik í reikninginn varðandi veiði enda oft lítið tökustuð þegar lofthitinn og vatnshitinn hrapar við þessar aðstæður, þá sérstaklega í ljósi þess að þetta er spá sem nær yfir nokkra daga.

Góður dagur við Steinsmýrarvötn
Hann Hafþór Magni sendi okkur þessa veiðisögu úr Steinsmýrarvötnum og mynd af flottum bleikjum af svæðinu. Hann er kominn í pottinn okkar, og við drögum úr innsendum veiðifréttum í maí 1. júní og vinningshafinn fær 2 stangir 8. júní í Baugstaðarós/Vola á miðsæði við Tungu-Bár frá SVFR.

Viltu vinna veiðileyfi?
Við ætlum að fara í smá leik með ykkur kæru lesendur. Núna í allt sumar og eitthvað fram á haustið ætlum við að hvetja ykkur til að senda okkur skemmtilegar veiðimyndir og frásagnir af veiðitúrum til okkar á Veiðivísi. Við ætlum að draga úr innsendum veiðifréttum í hverjum mánuði og í vinning er veiðileyfi á eitthvað skemmtilegt veiðisvæði.

Góð uppskrift að bleikju
Okkur datt í hug að skjóta að ykkur eins og einni uppskrift sem okkur barst á tölvupóst í dag. Þessi á víst að vera afskaplega góð og hentar bæði lax og silung.

Verður laxinn snemma á ferðinni í ár?
Alltaf gaman að því þegar menn fara að velta fyrir sér horfum komandi sumars í veiðinni. Menn hafa ýmsar kenningar í þessum efnum. Margir eru til að mynda þeirrar skoðunar að laxinn verði seint á ferðinni þetta árið vegna þess hversu seint hefur vorað þetta árið. Það eru þó ekki allir á því.

Nýtt Sportveiðiblað væntanlegt inn um lúgurnar
Það styttist biðin eftir fyrsta tölublaði Sportveiðiblaðsins. Blaðið hefur aldrei verið eins glæsilegt og nú, heilar 148 blaðsíður stútfullar af áhugaverðu efni. Sportveiðiblaðið ætti því að fara að detta inn um póstlúguna hjá áskrifendum í lok næstu viku næstu viku.

Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá
Sumarið 2010 var starfræktur laxateljari í Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt honum er veiðiálagið á laxastofn árinnar 49% en mun minna á silungi.

Ekki veiðihelgi framundan?
Það lítur ekki vel út með helgarveðrið fyrir veiðimenn. Eini bletturinn á landinu sem sleppur líklega við rok, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu er suð- vesturhornið og það bara tæplega. Á því svæði er spáð nokkrum vind og úrkomu af og til, það kólnar líka þannig að þetta er ekki spennandi veður til veiða. En sumir láta þetta ekkert á sig fá og maður hefutr nú oft heyrt góðar veiðisögur af mönnum sem veiða stundum einna best í vondu veðri.



Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni
Hann Sverrir Árni Benediktsson fór ásamt Benekikt föður sínum í Úlfljótsvatn síðastliðinn fimmtudag. Hann fékk þessa þessa glæsilegu urriða, 9 og 7 punda, þar og má ætla að veiðimaðurinn sé kominn með veiðibakteríuna á hátt stig eftir baráttu við þessa stóru urriða.


Líf í Elliðavatni
Elliðavatn opnaði í lok apríl en fátt hefur verið í fréttum frá veiðimönnum þaðan. Risjótt veðurfar hefur sett strik í reikninginn en líka sú staðreynd að margir veiðimenn halda sig við gamla hefð og byrja ekki í vatninu fyrr en 1. maí sem var alltaf opnunardagsetning vatnsins hér áður.

Velkomin á Veiðivísi
Nú höfum við sett í loftið veiðivef inná Vísi sem ber nafnið Veiðivísir. Hér kemur þú til með að finna veiðifréttir úr öllum áttum, hvort sem um er að ræða lax- og silungsveiði, veiðar á sjóstöng eða skotveiðar. Við viljum hvetja ykkur til að senda okkur veiðifréttir og myndir til að deila með lesendum okkar, og þegar aðeins verður liðið á veiðitímann komum við til með að fara í skemmtilega myndaleiki þar sem þið getið unnið til glæsilegra verðlauna. T.d. veiðileyfi o.fl. Við óskum ykkur ánægjulegra stunda við vötnin og árnar, og minnum ykkur á að byrja veiðiferðina með veiðifréttunum á Veiðivísi. Bestu kveðjur og góða skemmtun við bakkana í sumar!


Af örlöxum
Nokkur umræða hefur verið um mjög smáa laxa sem hafa verið að veiðast undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið tekið eftir þessu á Austur- og Norðausturlandi. Þessir laxar eru margir hverjir innan við 50 cm að lengd og allt niður í 43 cm. Datt sumum jafnvel í hug að hér væru fiskar sem hefðu farið út að vori sem stór gönguseiði og komið inn aftur samsumars. Aðrir sögðu að svona „kettlingar“ hefðu alltaf verið innan um í veiðinni.

Öxarárurriði heimtur eftir níu ár frá merkingu
Nýverið bárust upplýsingar um að veiðst hafi urriði með númeruðu plastmerki í Þingvallavatni. Urriðinn, sem veiddist á flugu við tanga austan við ós Öxarár, var 92 cm löng hrygna, en þar sem honum var sleppt var hann ekki veginn.

Lax í Elliðaám
Í nýjasta hefti Náttúrufræðingsins, Tímariti Hins íslenska náttúrufræðifélags er grein um endurheimt uppeldissvæða laxfiska í Elliðaám.


Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra
Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, flutti á dögunum erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags um Fiskstofna Þjórsár og göngur þeirra.


Black Ghost sterk í Urriðan
Þeir sem hafa verið duglegir í Urriðanum á Þingvöllum hafa mikið verið að nota Black Ghost og þá oft nýjar útfærslur af flugunni. En þessi fluga hefur í gegnum tíðina verið mikið notuð t.d. í Laxá í Mývatnssveit, Veiðivötnum, Grenlæk og víðar með góðum árangri.

Vötnin lifna við
Það er óhætt að segja að hlýindin undanfarna daga hafi kveikt líf í vötnunum á suðvesturlandi síðustu daga. Bleikjan er aðeins farin að gefa sig í Þingvallavatni og við heyrðum af mönnum í dag sem fengu fínt skot í Hlíðarvatni. það er helst að bleikjan taki snemma á morgnana eða í kvöldskímunni þegar dagarnir eru bjartir en það spáir þykknandi veðri og súld á vesturlandi um helgina þannig að það má reikna með að fiskurinn taki betur á daginn.