Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Karl Lúðvíksson skrifar 31. maí 2011 13:31 Það eru enn nokkrir snjóskaflar á hálendinu. Við gerðum okkur ferð uppá hálendið í gær til að kanna stöðuna á vötnunum og almennt ástandið á umhverfinu eftir öskufall úr Grímsvatnagosinu. Það er nokkur aska ofan á jarðveginum en samt ekkert í líkingu við það sem maður átti von á. En það er ennþá rétt að detta í vor á hálendi suðurlands. Ís á Fellsendavatni, mikið jökulgrugg í flestum ám og lækjum, vegurinn inní Landmannalaugar ekki fær nema vel útbúnum jeppum o.s.fr. En það sem situr þó mest eftir er að sjá veiðiperluna Köldukvísl við Tungná eyðilagða í nafni virkjana.Stórbleikju landað í KöldukvíslÞessi á sem ég veiddi fyrst 1993 hefur alltaf heillað mig síðan. Hvergi hef ég jafn oft fengið bleikjur nálægt 8 pundum og þar hef ég átt alveg ótrúleg augnablik í mínum veiðiskap. Umhverfið var þarna lítið snortið fyrir utan að sjá Hrauneyjafossstöðina og línur frá Sigöldu. En þetta er liðin tíð. Við bakka Köldukvíslar eru nú vinnumannabúðir vegna virkjanaframkvæmda á svæðinu og vinnuvélar eru á fullu við ánna með tilheyrandi skaða fyrir lífríkið. Áin var eins og kakó í gær og nokkuð útséð að síðustu dagar Köldukvíslar sem veiðisvæðis eru framundan, nema þeir séu liðnir nú þegar.Meðal bleikjur úr KöldukvíslKaldakvísl geymdi einhverjar stærstu bleikjur sem ég hef séð og veitt um ævina. Þarna var ekkert óeðlilegt að fá 10-20 bleikjur á dag og meðalþyngdin kannski um 5 pund! Eini gallin var að stóra bleikjan var að mínu mati óæt því hún var bara allt of feit, maður hirti eina og eina litla á grillið, en síðustu ár hefur verið veitt og sleppt á svæðinu þannig að maður gerði sér ferð eingöngu til þess að setja í þessar stóru bleikjur. En ekki meir, tími Köldukvíslar sem veiðisvæðis er líklega að líða undir lok á þessum dögum, og við veiðimenn og aðrir náttúruunnendur erum fátækari fyrir vikið. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á föstudaginn Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Tæplega 4000 laxar gengnir í gegnum teljarann við Langá Veiði
Við gerðum okkur ferð uppá hálendið í gær til að kanna stöðuna á vötnunum og almennt ástandið á umhverfinu eftir öskufall úr Grímsvatnagosinu. Það er nokkur aska ofan á jarðveginum en samt ekkert í líkingu við það sem maður átti von á. En það er ennþá rétt að detta í vor á hálendi suðurlands. Ís á Fellsendavatni, mikið jökulgrugg í flestum ám og lækjum, vegurinn inní Landmannalaugar ekki fær nema vel útbúnum jeppum o.s.fr. En það sem situr þó mest eftir er að sjá veiðiperluna Köldukvísl við Tungná eyðilagða í nafni virkjana.Stórbleikju landað í KöldukvíslÞessi á sem ég veiddi fyrst 1993 hefur alltaf heillað mig síðan. Hvergi hef ég jafn oft fengið bleikjur nálægt 8 pundum og þar hef ég átt alveg ótrúleg augnablik í mínum veiðiskap. Umhverfið var þarna lítið snortið fyrir utan að sjá Hrauneyjafossstöðina og línur frá Sigöldu. En þetta er liðin tíð. Við bakka Köldukvíslar eru nú vinnumannabúðir vegna virkjanaframkvæmda á svæðinu og vinnuvélar eru á fullu við ánna með tilheyrandi skaða fyrir lífríkið. Áin var eins og kakó í gær og nokkuð útséð að síðustu dagar Köldukvíslar sem veiðisvæðis eru framundan, nema þeir séu liðnir nú þegar.Meðal bleikjur úr KöldukvíslKaldakvísl geymdi einhverjar stærstu bleikjur sem ég hef séð og veitt um ævina. Þarna var ekkert óeðlilegt að fá 10-20 bleikjur á dag og meðalþyngdin kannski um 5 pund! Eini gallin var að stóra bleikjan var að mínu mati óæt því hún var bara allt of feit, maður hirti eina og eina litla á grillið, en síðustu ár hefur verið veitt og sleppt á svæðinu þannig að maður gerði sér ferð eingöngu til þess að setja í þessar stóru bleikjur. En ekki meir, tími Köldukvíslar sem veiðisvæðis er líklega að líða undir lok á þessum dögum, og við veiðimenn og aðrir náttúruunnendur erum fátækari fyrir vikið.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar á land þegar Nessvæðið opnaði Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Skrítin jólagjöf fyrir veiðimanninn Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á föstudaginn Veiði Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Veiði Tæplega 4000 laxar gengnir í gegnum teljarann við Langá Veiði