
Bárðarbunga

Enn einn fimm stiga skjálftinn í Bárðarbungu
Gasmengun berst frá gosinu í Holuhrauni til vesturs og norðvesturs , eða yfir allt vestanvert landið og alveg upp á Strandir á Vestfjörðum. Skjálftavirkni heldur líka áfram á gosstöðvunum með álíka þrótti og undanfarna sólarhringa og mældist einn skjálfti upp á 5,1 stig í Bárðarbungu laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Hraunbreiðan um 70 ferkílómetrar
Jarðskjálftavirkni er enn mikil og heldur gosið áfram með sama hætti og undanfarið.

Loftgæði nokkuð góð á landinu
Í dag berst gasmengun frá eldgosinu til vesturs af gosstöðvunum.

Fundu fyrir skjálfta í Eyjafirði
Um 70 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn.

„Nornahraun“ orðið 70 ferkílómetrar
Níutíu skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring.

Töluverð mengun í Vík
Mælir sem staðsettur er í Vík sýnir að brennisteinsdíoxíðmengun sé í 2.500 míkrógrömmum á rúmmetra. Þetta sýndi mælirinn um klukkan fjögur í dag.

Ekki dregur úr flæði hrauns undir Bárðarbungu
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur undanfarið og jarðskjálftavirkni er áfram mikil.

Mengunargeirinn þröngur í dag
Loftgæði eru með ágætum í dag, enda dreifir hvassviðri menguninni hratt frá landi.

Sjáðu þróun skjálftavirkni við Bárðarbungu
Sjá má alla skjálftavirkni við Bárðarbungu frá 16. ágúst til 31. október á myndbandi sem Veðurstofa Íslands birti í gær.

Gasmengun frá gosinu berst vestur í dag
Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni mun berast til til norðvesturs og vesturs í dag og til suðvesturs í kvöld.

Skýstrókur úr fljótandi hrauni
Danski eldfjallafræðingurinn Morten S. Riishuus tók upp ótrúlegt myndband af eldstöðvunum í Holuhrauni.

Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks
Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið.

Veita allt að 687 milljónir vegna eldsumbrota
Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls.

Gosið mengar meira en allir reykháfar Evrópu
Norðmenn furða sig á mikilli mengun frá Íslandi.

Mikil mengun á Húsavík
Almannavarnir hvetja íbúa til að kynna sér viðbrögð við SO2 mengun.

Ekki mælt með að ungmenni æfi íþróttir utandyra
Sérfræðingur Umhverfisstofnunar segir að krakkar á leikskólum ættu ekki að vera úti, en gosmengun mælist nú mikil á höfuðborgarsvæðinu.

Hundrað skjálftar á sólarhring
Um tugur skjálfta af stærð á milli 4 til 5 stig og álíka fjöldi milli 3 til 4.

Slæm loftgæði víða á Suðvesturlandi
Samkvæmt vef Umhverfisstofnunar eru loftgæði „slæm fyrir viðkvæma“ allt frá Grundartanga að Hveragerði.

Gosmengun á höfuðborgarsvæðinu
Loftgæði voru slæm fyrir viðkvæma á höfuðborgarsvæðinu og allt upp á Grundartanga um sexleytið í morgun, nema á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði þar sem þau töldust sæmileg. Þau voru einnig slæm á Hellisheiði, í Hveragerði og víðar á Suðurlandi.

Ekkert lát á skjálftavirkni í Bárðarbungu
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn mikil og sig öskjunnar heldur áfram eins og verið hefur.

Flugfarþegar horfa beint ofan í eldspúandi gíginn
Þær eru sennilega ekki margar áætlunarflugleiðir í heiminum þar sem flugfarþegar geta átt von á að sjá eldgos út um gluggana.

Eldgosið einstakt á heimsvísu
Hraunrennslið frá eldstöðinni í Holuhrauni jafngildir enn rennsli Skjálfandafljóts. Hraunið er það mesta sem komið hefur upp á Íslandi í 230 ár. Eldfjallafræðingur segir að eldarnir séu einstakir á heimsmælikvarða.

Rúmlega 80 skjálftar við Bárðarbungu
Rúmlega 80 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Stærsti skjálftinn varð í nótt um klukkan hálf eitt og var hann 5,3 af stærð.

Töluverð mengun víðsvegar um landið
Enn eru há gildi brennisteinsdíoxíðs að mælast á norðanverðu Snæfellsnesi. Alls voru 3700 míkrógrömm mæld með færanlegum handheldum mæli í Ólafsvík nú eftir hádegið.

Hraunið myndi þekja rúmlega hálfa París
Bárðarbunga þekur stóran hluta Reykjavíkur og Álftaness.

40 þúsund SMS til landsmanna
Almannavarnir hafa sent út SMS skilaboð vegna brennisteinsdíoxíðs mengunar á vestur- og norðurlandi nú í morgun.

Mengun á Akureyri: Rúta send eftir krökkum í vettvangsferð
„Við erum með flotta nemendur sem bregðast vel við þessu. Margir þeirra fengu SMS frá Almannavörnum. Það eru allir að fylgjast með,“ segir Maríanna Ragnarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Lundarskóla á Akureyri.

Mikil mengun á Akureyri
Íbúar á Akureyri hafa fengið varúðar sms um að halda sig innandyra í dag og loka gluggum vegna mengunar á svæðinu.

Gasmengun víða á vestanverðu landinu í dag
Veðurstofan býst í dag við gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni allt frá Reykjanesskaga í suðri til Barðastrandar og Húnaflóa í norðri.

Gosmengun í byggð gæti versnað í vetur
Veðuraðstæður í vetur geta valdið enn hærri mengunartoppum en hafa sést hingað til frá gosinu í Holuhrauni. Mengun er þó miklu meiri en búist var við í upphafi. Gosmengun þar sem svifryk er landlægt gæti skapað sérstakt vandamál.