Innlent

Hundrað skjálftar á sólarhring

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Egill
Tæplega eitt hundrað jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstof Íslands var stærsti skjálftinn skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Sá mældist 4,6 stig.

Um tugur skjálfta af stærð á milli 4 til 5 stig og álíka fjöldi milli 3 og 4.

Undir norðanverðum kvikuganginum mældust um 20 skjálftar, en allir þeirra voru innan við tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×