Veita allt að 687 milljónir vegna eldsumbrota Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2014 13:57 Vísir/Stefán Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings. Bárðarbunga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag voru rædd viðbrögð og aðgerðir vegna eldgossins og jarðhræringanna norðan Vatnajökuls. Samþykkt var að veita 329 milljónir króna til lykilstofnanna vegna áfallins kostnaðar hingað til. Þar að auki yrðu 358 milljónir teknar frá til áramóta ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fær 126 milljóna viðbótarfjárheimildir til að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Þar er með talinn kostnaður vegna Landsbjargar og lögreglu við gæslu á svæðinu. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands fær 61 milljón til að bregðast við óhjákvæmilegum viðbótarkostnaði. Landhelgisgæslan fær 36 milljónir, sem að mestu eru vegna viðbótareftirlits með flugi. Umhverfisstofnun fær 12 milljónir vegna viðbótarkostnaðar. Meðal annars vegna nauðsynlegra tækjakaupa. Vatnajökulsþjóðgaður fær 12 milljónir vegna kostnaðar við vöktun og þátttöku í mælingum vísindamanna. Veðurstofa Íslands fær 59 milljónir króna vegna kostnaðar við verulega aukinnar vinnu og viðveru starfsmanna við vöktun mæla og viðveru á gosstöðvum. Einnig hefur Veðurstofunni reynst nauðsynlegt að endurnýja tæki til að uppfylla kröfur almannavarna. Vegagerðin fær 24 milljónir vegna verkefna varðandi lokanir og að ósk Almannavarna og vegna varnarvirkja við brýr til að draga úr líkum á tjóni við aukna vatnavexti. Mat hefur verið lagt á kostnað við áframhaldandi aðgerðir út árið haldist óbreytt ástand á svæðinu. Heildaráætlun fyrir þessa þrjá mánuði hljóða upp á rúmar 358 milljónir króna, sem verða vistaðar hjá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þá er einnig gert ráð fyrir að fjölga nettengdum mælitækjum um landið sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs sem og handmælitækjum. Þar að auki var samþykkt erindi frá embætti Landlæknis um að í gang fari eftirlit vegna áhrifa gasmengunar frá gosstöðvum á heilsufar almennings.
Bárðarbunga Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira