Orkumál

OR telur áhrif úrskurðar um ólögmæti vatnsgjalds óveruleg
Samkvæmt úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins var vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur árið 2016 ólögmætt.

Raforkutap á ári nemur afli Svartsengis
Flutningskerfið tapar árlega sem nemur afli Svartsengis. Framkvæmdastjóri þróunar og tæknisviðs Landsnets segir mikilvægt að hugsa um raforkutap eins og matarsóun.

Segjast ítrekað hafa óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu
Þá séu fjárhagsleg áhrif úrskurðarins óveruleg við fyrstu sýn.

Álagning Orkuveitunnar á vatnsgjaldi ólögmæt
Ráðuneytið hefur því ákveðið að taka til skoðunar gjaldskrár allra sveitarfélaga, sem settar hafa verið á grundvelli laga um vatnsveitur.

Tugir vindmylla gætu litið dagsins ljós
Skipulagsstofnun óskar eftir athugasemdum.

Segir logið upp á Þriðja orkupakkann
Hann segir ekkert í regluverkinu segja til um að Ísland afsali sér heimildir eða ákvörðunarrétt með innleiðingu regluverksins.

Orka náttúrunnar vísar orðum um svikin loforð á bug
Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að ON hafi ávallt gætt þess að halda vatnshæð undir leyfilegum mörkum.

DV bauð flokkunum kostaða umfjöllun um orkupakkann
Heilsíða fyrir 70 þúsund krónur auk vasks.

Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða.

Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann
Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu.

Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða.

Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði
Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta.

Segir Kárahnjúkavirkjun verða hryggjarstykki auðlindasjóðs
Kárahnjúkavirkjun á eftir að skila geysilegum arði og verða hryggjarstykkið í auðlindasjóði þjóðarinnar, að mati Ketils Sigurjónssonar, sérfræðings um orkumál.

Orkuskiptin duga ekki til og draga þarf verulega úr akstri
Til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins þarf meira til en orkuskipti og rafbílavæðingu. Draga þarf umtalsvert úr akstri og þörf er á metnaðarfullum aðgerðum til að gera fólki það kleift, segja sérfræðingar.

Segir þörf á viðræðum um hvað býðst með sæstreng
Þriðji orkupakkinn liðkar ekki fyrir lagningu sæstrengs milli Íslands og Evrópu, að mati sérfræðings um orkumál, sem telur mikilvægt að horfa til þess að arður þjóðarinnar af orkuauðlindinni aukist.

Orkupakkinn í samræmi við stjórnarskrá
Þetta segja þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst, lögfræðingur, í bréfi sem þeir sendu Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, í dag.

Telur alvarlegt ef fólki er talin trú um hluti sem eru ósannir
Þorgerður K. Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikilvægt að glöggva sig á gögnum um þriðja orkupakkann. Varhugavert sé að afvegaleiða umræðuna svo hún snúist um veruna í EES eða ESB.

Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku
Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun.

Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann
Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau.

Segir umræðuna of sjálfhverfa
Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær.

Boðið upp í lengstu lyftuferð á landinu
Hæsta lyfta Íslands, sem ætluð er til fólksflutninga milli hæða, er ekki í Hallgrímskirkjuturni. Nei, í Húnavatnssýslum er lyfta sem er fjórfalt hærri en sú á Skólavörðuholtinu.

Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál
Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta.

Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku
Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin.

Orkupakkinn á dagskrá í dag
Fyrri umræða um þingsályktunartillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um þriðja orkupakka ESB hefst á Alþingi í dag.

Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna
Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag.

Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði
Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði.

Sigmundur og Davíð einir nefndir til sögunnar í greinargerð um orkupakkann
Stjórnartillaga um hinn svokallaða Þriðja orkupakka hefur verið birt á vef Alþingis.

Loka hringvegi vegna prófana
Þjóðvegi eitt austan Námaskarðs verður lokað milli klukkan hálf átta og níu í dag vegna þrýstiprófana í Kröfluvirkjun og Bjarnarflagi.

Samorka vill orkupakkann
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, styður innleiðingu á þriðja orkupakkanum og telur hann vera til bóta fyrir íslenskan raforkumarkað.

Lífeyrissjóðir gætu eignast meirihlutann í HS Orku
Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA.