Dalabyggð ekki að „keyra í gegn“ breytingar vegna vindmyllugarðs Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2020 11:51 Wind farm, Dun Law, Scottish borders. Wind farm, Dun Law, Scottish borders. (Photo by Universal Images Group via Getty Images) Getty/Universal Images Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Eyjólfur vísar þá gagnrýni á sveitarfélagið vegna málsins til föðurhúsanna. Fyrirtækið Stormorka hafa undanfarin ár unnið að undirbúningi vindmyllugarðs sem reisa á í Dalabyggð. Sveitarfélagið og eigendur Stormorku undirrituðu í október 2018 viljayfirlýsingu um garð með allt að 40 vindmyllum. Eitthvað hefur borið á ósætti hjá landeigendum vegna áætlananna en sveitarstjóri segir fullkomlega eðlilegt að ekki séu allir sammála. „Það er alltaf svona þegar umdeild mál eru til umfjöllunar, það er fullkomlega eðlilegt,“ sagði Eyjólfur Ingvi en Sigurður Sigurbjörnsson landeigandi á næsta landi við Hróðnýjarstaði hafði gagnrýnt fyrirætlanir Stormorku og sveitarfélagsins harðlega í Bítinu 8. júní síðastliðinn. Oddvitinn sagðist þó ekki hafa mætt frekari mótspyrnu en frá Sigurði. „Ég verð ekki var við annað en að fólk sé jákvætt í garð þessa. Menn horfa til þess að þetta verði einhvern tímann að veruleika. Svona uppbygging mun skilja eftir mjög mörg störf hér á uppbyggingartímanum,“ sagði Eyjólfur. „Sveitarfélagið hefur ekki verið að keyra í gegn neinar breytingar á aðalskipulagi eins og Sigurður heldur fram. Við höfum fengið lögfræðing til að vinna með okkur og við höfum farið eftir öllum stjórnsýslureglum og ég vísa því á byg að við séum að brjóta einhver lög. Nærri þrjú ár eru liðin frá því að viljayfirlýsingin var undirrituð en enn er langt í land áður en að vindmyllugarður verður reistur í Dalabyggð. Kynningarfundir voru haldnir í Búðardal í byrjun mánaðar og fór málið að þeim loknum til umræðu hjá Umhverfis- og skipulagsnefndar. Eyjólfur segir að sveitarstjórn muni funda í næstu viku þar sem vindmyllugarðurinn verður til umræðu. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar sem mun yfirfara hana og ákveða hvort hún verður auglýst. „Það eru mörg dæmi um að aðalskipulagi hafi verið breytt en ekki hafi komið til framkvæmda. Það að breyta aðalskipulagi veitir ekki heimild til framkvæmda,“ segir Eyjólfur og nefnir frekari skref eins og aðkomu Alþingis og Landsnets að framkvæmdum. Eyjólfur segir þá enga tilviljun ráða því að forsvarsmenn verkefnisins líti til Hróðnýjarstaða vegna staðsetningar núverandi byggðalínu sem liggi um land Hróðnýjarstaða. „Þetta skapar tekjur fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar. Það er nú vandamálið í rekstri lítils sveitarfélags að það vantar tekjur. Þetta bætir líka afhendingaröryggi raforku á þessu svæði sem hefur verið vandamál,“ sagði oddvitinn áður en hann lauk máli sínu með því að svara gagnrýni um að vindmyllugarður sem þessi yrði sjónmengun. „Það er misjafnt hvað fólki finnst. Ég held þetta venjist eins og allt annað.“ Í viðtali í Bítinu 9. júní sögðu þeir Magnús og Sigurður hjá Stormorku að líklega yrðu vindmyllurnar í vindorkugarðinum 18 til 25 talsins og mun hver þeirra kosta um 300 – 400 milljónir króna. Blöð myllanna yrðu 80 metrar á lengd og gæti grunnur þeirra skagað 100 metra upp í loft. Dalabyggð Orkumál Bítið Tengdar fréttir Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Fyrirhugaður vindmyllugarður í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð myndi skapa tekjur fyrir sveitarfélagið segir Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti sveitastjórnar Dalabyggðar í viðtali við þá Heimi og Gulla í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Eyjólfur vísar þá gagnrýni á sveitarfélagið vegna málsins til föðurhúsanna. Fyrirtækið Stormorka hafa undanfarin ár unnið að undirbúningi vindmyllugarðs sem reisa á í Dalabyggð. Sveitarfélagið og eigendur Stormorku undirrituðu í október 2018 viljayfirlýsingu um garð með allt að 40 vindmyllum. Eitthvað hefur borið á ósætti hjá landeigendum vegna áætlananna en sveitarstjóri segir fullkomlega eðlilegt að ekki séu allir sammála. „Það er alltaf svona þegar umdeild mál eru til umfjöllunar, það er fullkomlega eðlilegt,“ sagði Eyjólfur Ingvi en Sigurður Sigurbjörnsson landeigandi á næsta landi við Hróðnýjarstaði hafði gagnrýnt fyrirætlanir Stormorku og sveitarfélagsins harðlega í Bítinu 8. júní síðastliðinn. Oddvitinn sagðist þó ekki hafa mætt frekari mótspyrnu en frá Sigurði. „Ég verð ekki var við annað en að fólk sé jákvætt í garð þessa. Menn horfa til þess að þetta verði einhvern tímann að veruleika. Svona uppbygging mun skilja eftir mjög mörg störf hér á uppbyggingartímanum,“ sagði Eyjólfur. „Sveitarfélagið hefur ekki verið að keyra í gegn neinar breytingar á aðalskipulagi eins og Sigurður heldur fram. Við höfum fengið lögfræðing til að vinna með okkur og við höfum farið eftir öllum stjórnsýslureglum og ég vísa því á byg að við séum að brjóta einhver lög. Nærri þrjú ár eru liðin frá því að viljayfirlýsingin var undirrituð en enn er langt í land áður en að vindmyllugarður verður reistur í Dalabyggð. Kynningarfundir voru haldnir í Búðardal í byrjun mánaðar og fór málið að þeim loknum til umræðu hjá Umhverfis- og skipulagsnefndar. Eyjólfur segir að sveitarstjórn muni funda í næstu viku þar sem vindmyllugarðurinn verður til umræðu. Verði tillagan samþykkt fer hún til Skipulagsstofnunar sem mun yfirfara hana og ákveða hvort hún verður auglýst. „Það eru mörg dæmi um að aðalskipulagi hafi verið breytt en ekki hafi komið til framkvæmda. Það að breyta aðalskipulagi veitir ekki heimild til framkvæmda,“ segir Eyjólfur og nefnir frekari skref eins og aðkomu Alþingis og Landsnets að framkvæmdum. Eyjólfur segir þá enga tilviljun ráða því að forsvarsmenn verkefnisins líti til Hróðnýjarstaða vegna staðsetningar núverandi byggðalínu sem liggi um land Hróðnýjarstaða. „Þetta skapar tekjur fyrir lítið sveitarfélag eins og okkar. Það er nú vandamálið í rekstri lítils sveitarfélags að það vantar tekjur. Þetta bætir líka afhendingaröryggi raforku á þessu svæði sem hefur verið vandamál,“ sagði oddvitinn áður en hann lauk máli sínu með því að svara gagnrýni um að vindmyllugarður sem þessi yrði sjónmengun. „Það er misjafnt hvað fólki finnst. Ég held þetta venjist eins og allt annað.“ Í viðtali í Bítinu 9. júní sögðu þeir Magnús og Sigurður hjá Stormorku að líklega yrðu vindmyllurnar í vindorkugarðinum 18 til 25 talsins og mun hver þeirra kosta um 300 – 400 milljónir króna. Blöð myllanna yrðu 80 metrar á lengd og gæti grunnur þeirra skagað 100 metra upp í loft.
Dalabyggð Orkumál Bítið Tengdar fréttir Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53