Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Ofbeldi og aðrir glæpir eru seldir sem þjónustuvara gegn greiðslu á Íslandi og einkar alvarlegt er þegar skipulagðir glæpahópar nýta börn og ungmenni í þeim tilgangi. Þetta segir framkvæmdastjóri Europol sem telur málin undirstrika mikilvægi lögreglusamstarfs þvert á landamæri. Innlent 11.11.2025 21:01
Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segist ekki vilja hugsa til þess hvað þurfi að gerast til að borgaryfirvöld taki gangbraut við skólann til skoðunar. Tvö slys hafa átt sér stað á sama stað á einum mánuði. Innlent 11.11.2025 19:29
Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Ekið var á tvo níu ára gömul börn um klukkan 14 í dag á gatnamótum Kirkjuteigs og Reykjavegar. Annar var á reiðhjóli. Um mánuður er síðan ekið var á annað barn á sama stað, á sama tíma, um klukkan 14. Innlent 11.11.2025 15:49
Réðst á lögreglumann í miðbænum Maður var í gærkvöldi handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumann í miðbæ Reykjavíkur. Hann var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Innlent 9. nóvember 2025 07:23
Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Lögreglu var í nótt tilkynnt um mann sem veittist að dyravörðum í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð en þegar hleypa átti manninum út réðst hann á lögreglumennina sem voru einmitt að fara að sleppa honum. Margt var um slagsmál í borginni í gær. Innlent 8. nóvember 2025 10:02
Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Ökumaður var í nótt stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna en hann reyndist vera með börn sín í bifreiðinni. Lögregla hafði samband við barnaverndaryfirvöld sem sendu sína fulltrúa á lögreglustöð. Innlent 8. nóvember 2025 07:27
Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Leigubílstjóri sem réðst á farþega sinn að næturlagi í byrjun október hafði skömmu áður sótt konuna á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Þaðan ók hann henni í Dugguvog þar sem árásin átti sér stað. Innlent 8. nóvember 2025 07:01
Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu Innlent 7. nóvember 2025 21:00
Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Héraðssaksóknari eltist við tvo karlmenn á erlendri grundu í tengslum við rannsókn á fjögur hundruð milljóna króna bankasvikum. Forstjóri Reiknistofu bankanna segist feginn að ekki hafi farið verr. Innlent 7. nóvember 2025 16:30
Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Karl Ingi Vilbergsson, settur varahéraðssaksóknari var handtekinn fyrir utan skemmtistað í ágúst og vistaður í fangaklefa. Hann segist engin lög hafa brotið. Innlent 7. nóvember 2025 15:50
Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Fjársvikamálið gagnvart bönkunum er komið til héraðssaksóknara. Fram hefur komið að fleiri séu grunaðir en þeir fimm sem handteknir voru um helgina. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir rannsókn málsins halda áfram hjá embættinu. Innlent 6. nóvember 2025 16:46
Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Karlmaður á fimmtugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tíu ára dreng í Hafnarfirði sagði sig frá trúnaðarstörfum hjá BHM og stéttarfélagi lögfræðinga sama dag og hann var handtekinn. Formaður BHM segir málið hræðilegan harmleik. Innlent 6. nóvember 2025 15:03
Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Karlmennirnir fimm sem sviku hundruð milljóna króna út úr Landsbankanum virðast fæstir hafa hugsað glæpinn til enda. En í skamma stund lifðu þeir sem kóngar, léku sér í spilavítum á netinu og keyptu sér flotta bíla. Innlent 6. nóvember 2025 13:33
Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Ríkissaksóknari segist bera fullt traust til konu sem starfar sem saksóknari hjá embættinu, sem var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum, líkt og greint var frá í Morgunblaði dagsins. Lögmaður konunnar segir heimildamann Morgunblaðsins vera fyrrverandi eiginmann konunnar en þau hafi staðið í hatrammri skilnaðardeilu undanfarin ár. Innlent 6. nóvember 2025 11:53
Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Líkamsárás á bílastæði Kringlunnar um hádegisbil í gær er til rannsóknar hjá lögreglu. Um var að ræða barn á grunnskólaaldri sem kýldi annað á svipuðum aldri og hótaði með hnífi. Kona sem varð vitni að árásinni segir drenginn hafa verið blóðugan eftir árásina. Innlent 6. nóvember 2025 11:04
Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn í gærkvöldi eða nótt sem eru grunaðir um hótanir, fjársvik og vopnalagabrot. Eru mennirnir sagðir hafa hótað leigubílstjóra, eftir að þeir neituðu að greiða fyrir akstur. Innlent 6. nóvember 2025 06:40
Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Kona sem starfar sem saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum. Hún játaði brot sín við yfirheyrslu en dró játninguna til baka og bar við andlegum erfiðleikum. Innlent 6. nóvember 2025 06:27
Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta. Innlent 5. nóvember 2025 20:40
Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Innlent 5. nóvember 2025 18:38
Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Þrír vasaþjófar voru handteknir á Þingvöllum í dag. Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um þjófnað á Þingvöllum og fóru lögreglumenn strax á vettvang og höfðu hendur í hári þriggja vegna málsins. Um er að ræða erlenda ríkisborgara frá EES-löndunum. Innlent 5. nóvember 2025 17:50
Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Lögreglan hefur á síðustu vikum innsiglað sex gistiheimili eða hótel þar sem tilskyld leyfi eru ekki til staðar. Meðal gistiheimila er Flóki by Guesthouse Reykjavík og íbúð á Snorrabraut. Innlent 5. nóvember 2025 16:37
Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við vasaþjófum sem eru á ferðinni í umdæminu um þessar mundir. Þrjú mál hafa verið tilkynnt þar sem vasaþjófar hafa stolið greiðslukortum og náð út af þeim umtalsverðum fjárhæðum. Innlent 5. nóvember 2025 16:03
Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fékk ekki heimild Landsréttar til að koma upp leyndum hljóð- og myndtökubúnaði við húsnæði þar sem grunur var á að mansal ætti sér stað. Nágrannar höfðu ítrekað tilkynnt lögreglu grun um að vændisstarfsemi ætti sér stað í húsinu. Innlent 5. nóvember 2025 13:23
Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rúmlega þrítugur karlmaður hefur ekki getað keypt vörur í fimm daga eftir að hafa selt sakborningi í umtöluðu sakamáli Nissan Patrol jeppa á snjódaginn mikla í síðustu viku. Hann þurfi að halda fjölskyldu sinni uppi og borga reikninga. Hann veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif á viðbrögð lögreglu að hann sé frá sama landi og einn sakborninga. Innlent 5. nóvember 2025 13:09