Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ældi í rútunni og réðst svo á bíl­stjórann

Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt.

Innlent
Fréttamynd

Gripinn við inn­brot og bíl ekið inn í búð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Innbrotsþjófur sem hafði reynt að brjótast inn í fyrirtæki var gripinn við að brjótast inn í bíl. Ökumaður sem flúði undan lögreglu á móti umferð var handtekinn semog allir farþegar bíls sem var ekið inn í búð.

Innlent
Fréttamynd

Greindi þátt al­mennings og fjöl­miðla í máli „strokufangans“

Egill Karlsson, afbrotafræðingur og meistaranemi við Roskilde-háskóla í Hróarskeldu, segir í nýrri fræðigrein um „strokufangann“ að umfjöllun í fjölmiðlum hafi verið römmuð inn um leið og honum var lýst sem hættulegum manni. Þannig hafi almenningur verið virkjaður til þátttöku sem hafi svo aftur leitt til þess að lögregla fór mannavillt í tvígang og stöðvaði, í fylgd sérsveitar, ungan dreng sem svipaði í útliti til „strokufangans“.

Innlent
Fréttamynd

Málið rann­sakað sem til­raun til mann­dráps

Héraðsdómur Reykjaness félst í dag á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að gæsluvarðhald yfir íslenskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa stungið mann í Reykjanesbæ 20. júní síðastliðinn, skuli framlengt um eina viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent
Fréttamynd

Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt

Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins.

Innlent
Fréttamynd

Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin

Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kærð fyrir að frelsissvipta dreng eftir dyraat

Par á Austurlandi hefur verið ákært fyrir harkaleg viðbrögð í garð drengja sem gerðu hjá þeim dyraat. Samkvæmt ákæru náði maðurinn taki á einum dreng, dró hann inn í húsið og hélt honum þar í nokkrar mínútur.

Innlent
Fréttamynd

Slags­mál á hóteli í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um slagsmál á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var einn maður sagður mjög æstur og hafði hann, að sögn vitna, verið aðalvandamálið á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Margir í vand­ræðum vegna of skyggðra rúðna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. Einn hafði áður ekki sinnt því að fara í skoðun vegna sama atriðis og voru því skráningarmerki bílsins fjarlægð.

Innlent