Lögreglumál

Fréttamynd

Gekk blóðugur frá raf­hlaupa­hjóli og fannst hvergi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið.

Innlent
Fréttamynd

Mikill viðbúnaður í Kópavogi

Töluverður viðbúnaður var í iðnaðarhverfi í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. Um fimm lögreglubílar voru á svæðinu og talsvert af lögreglumótorhjólum.

Innlent
Fréttamynd

Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum

Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum.

Innlent
Fréttamynd

Hús sprakk í óveðri á Siglufirði

Mikill vindur og gríðalegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði í gær og nótt og viðbúið er að svo verði áfram, fram eftir degi og til kvölds. Í gærkvöldi reif vindhviða þak af húsi við Aðalgötu.

Innlent
Fréttamynd

„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans

Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Útskýrir hvað gerist þegar Íslendingur týnist erlendis

Það eru ekki margir Íslendingar sem týnast á erlendri grundu, en þó koma upp nokkur slík mál á ári hverju, að sögn Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjónar hjá Ríkislögreglustjóra. Hann ræddi um mannshvörf Íslendinga erlendis í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Sá sem varað var við hlaut þungan dóm fyrir ­brot gegn barni

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu hefur til rannsóknar mál karlmanns sem skólastjórnendur í Kársnesskóla vöruðu við á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er til skoðunar hvort maðurinn hafi gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs með því að fróa sér í bíl í bænum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var algjört sjokk“

Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu.

Lífið
Fréttamynd

Hand­taka mannanna til skoðunar hjá lög­reglu

Hand­taka mannanna sem dregnir voru út í hand­járnum á nær­buxunum í Flúða­seli í Breið­holti í Reykja­vík í síðustu viku er til skoðunar hjá lög­reglu. Mönnunum hefur verið sleppt úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

Segir at­burða­rásina hafa þróast út í múg­æsingu

Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum.

Innlent