Þar segir að ökumaðurinn hafi verið færður á lögreglustöð. Þar var hann sviptur ökuréttindum og segir lögregla að hann megi eiga von á ákæru vegna málsins.
Þá segir lögregla að tugir ökumanna hafi verið stoppaðir á næturvaktinni. Langflestir þeirra hafi verið með allt sitt á hreinu, framvísað gildum ökuréttindum og verið allsgáðir.
Fjórir ökumenn voru þó handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Þá voru nokkrir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.
Lögregla biður ökumenn um að fara varlega og taka tillit til annarra í umferðinni. „Það að aka undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða langt umfram hámarkshraða er gríðarlega hættulegur „leikur“ fyrir alla sem eru í umferðinni, ekki bara þann sem er að brjóta reglurnar heldur alla vegfarendur.“