Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Rannsókn lögreglu á meintum fíkniefnahring á Raufarhöfn og víðar er enn í fullum gangi að sögn rannsóknarlögreglumanns sem sér enn ekki fyrir endann á málinu. Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Á sumum stöðum hafi kannabisframleiðsla staðið yfir í nokkur ár. Innlent 24.10.2025 12:55
Neita öllum ásökunum um samráð Staðfest er að sex voru handteknir en síðan sleppt eftir skýrslutöku vegna meintra brota fyrirtækjanna Terra og Kubbs á samkeppnislögum. Forráðamenn Kubbs hafna öllum ásökunum. Innlent 24.10.2025 12:06
Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Eduardo Aguilera Del Valle og Maria Estrella Jimenez Barrull hafa verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að flytja inn um 3,4 kílógrömm af kókaíni til landsins. Efnin fundust í ferðatöskum sem þau höfðu meðferðis í flugi frá Berlín í Þýskalandi til Keflavíkur þann 16. ágúst síðastliðinn. Innlent 23.10.2025 21:18
Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Fangaverði við Fangelsið Litla-Hraun hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa slegið eign sinni á mun í eigu fanga. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Innlent 22. október 2025 11:52
Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Lögreglan hefur fylgt 298 útlendingum úr landi það sem af er ári, eða 33 á mánuði. Um er að ræða fjölgun frá því í fyrra, þegar 248 var fylgt út á fyrstu níu mánuðum ársins. Innlent 22. október 2025 06:35
Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Maður liggur nú á gjörgæslu með lífshættulega stunguáverka sem hann fékk um helgina í Grindavík. Lögregla taldi fyrst að hann hefði veitt sér áverkana sjálfur en rannsakar nú hvort um stunguárás hafi verið að ræða. Innlent 21. október 2025 15:52
Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Rannsókn alvarlegs umferðarslyss sem varð á hringveginum austan við Kirkjubæjarklaustur í gær stendur enn yfir og fólkið sem var í bílnum sem valt út af veginum er enn á sjúkrahúsi eftir því sem lögreglan á Suðurlandi kemst næst, og er annað þeirra talsvert mikið slasað. Innlent 21. október 2025 11:06
Réðst á opinberan starfsmann Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði beitt opinberan starfsmann ofbeldi í hverfi 201 í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangageymslu sökum ástands síns. Innlent 21. október 2025 06:04
Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Lögregla, slökkvilið og sjúkrabílar eru á leið í Írabakka í Breiðholti vegna tilkynningu um bruna. Viðstöddum tókst að slökkva eldinn að mestu áður en slökkvilið bar að garði. Innlent 20. október 2025 23:00
Reyndi að greiða með fölsuðum seðli Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna fjársvika í verslun í Háaleitis- og bústaðahverfi vegna fjársvika. Þar reyndi viðskiptavinur að greiða fyrir vörur með fölsuðum peningaseðli. Innlent 20. október 2025 18:26
Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Alvarlegt umferðarslys varð á hringveginum við Krossá nærri Núpsstað austan við Kirkjubæjarklaustur þegar bíll valt rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Tveir voru um borð í bílnum. Innlent 20. október 2025 08:41
Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði komið sér fyrir í varðskipinu Þór sem lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Innlent 20. október 2025 06:04
Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við að vísa fólki út af hótelherbergi í hverfi 105 í dag. Í dagbók lögreglu segir að fólkið hafi haldið vöku fyrir öðrum gestum hótelsins með partý. Fram kemur að fólkið hafi yfirgefið hótelið án nokkurra vandræða. Innlent 19. október 2025 17:20
Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um ítrekaðar íkveikjur í fjölbýlishúsi á Selfossi var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í þágu rannsóknarinnar. Innlent 18. október 2025 10:46
Dró upp hníf í miðbænum Lögregla var kölluð til vegna manns í miðbæ Reykjavíkur sem var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands. Innlent 18. október 2025 07:45
Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Lögreglan á Suðurlandi hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um nokkrar íkveikjur á Selfossi. Hann var handtekinn fyrr í vikunni. Innlent 17. október 2025 16:57
„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. Innlent 17. október 2025 13:04
Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“. Innlent 17. október 2025 11:01
Kærastan áfram í farbanni Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Innlent 16. október 2025 16:42
Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Lögregla var kölluð að réttar- og öryggisgeðdeild Landspítalans á Kleppi síðdegis á sunnudag vegna Mohamads Kourani, sem hefur verið vistaður þar til skamms tíma. Sérsveitin brást við útkallinu en var þó ekki kölluð út sérstaklega. Innlent 16. október 2025 10:08
Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Einn var vistaður í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Alls gistu fjórir í fangaklefum lögreglunnar í nótt eða gærkvöldi og voru alls 45 mál skráð í kerfið lögreglunnar frá klukkan 17 og til fimm í morgun. Innlent 16. október 2025 08:24
Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum. Innlent 15. október 2025 21:11
Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Fangi á Litla-Hrauni réðst á samfanga sinn með hnífi í dag eftir að átök brutust út milli þeirra. Annar þeirra fékk skurð á hendi en fangaverðir slösuðust ekki. Innlent 15. október 2025 20:25
Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna að gruns um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði í gær. Greint var frá málinu í dagbókarfærslu lögreglunnar sem barst fjölmiðlum í morgun, en Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að maður sé enn í haldi vegna málsins. Innlent 15. október 2025 12:55