Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Koma ein­hverjir strákar og svo fer allt í háa­loft“

Tvenn ungmenni réðust á karlmann á fimmtugsaldri við strætóbiðstöð við Hafnarfjarðarveg til móts við Aktu taktu skömmu fyrir miðnætti í gær. Málið er rannsakað sem stórfelld líkamsárás. Brotaþoli var fluttur á slysadeild en lítið er vitað um líðan mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Konan enn þungt haldin

Kona liggur enn þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eldsupptök enn ekki liggja fyrir. Rannsókn lögreglu miði vel.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu af­skipti af „trylltum“ manni og ofur­ölvi út­lendingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og fjarlægði meðal annars „trylltan“ mann úr húsnæði félagasamtaka. Þá var ofurölvi útlendingur vistaður í fangaklefa þar sem hann gat ekki gert grein fyrir sér, „hvað þá sýslað með eigin hagsmuni“.

Innlent
Fréttamynd

Ekki fleiri barnaníðsmál í fimm­tán ár

Tilkynningum um barnaníð fjölgaði umtalsvert á síðasta ári samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir óvenjumörg stór mál hafa komið upp síðustu mánuði og segir að gagnrýni vegna seinagangs rannsókna á sínum tíma hafi verið réttmæt.

Innlent
Fréttamynd

Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana

Victoria Hart, 33 ára gömul þriggja barna móðir frá Bretlandi, var stungin til bana á heimili sínu á Spáni um helgina. Börn hennar voru heima þegar móður þeirra var ráðinn bani, en elsti sonur hennar sem er ellefu ára, mun hafa kallað eftir aðstoð. Sex ára tvíburadætur Hart voru einnig í húsinu en meintur árásarmaður er sagður hafa sjálfur gefið sig fram við lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tekinn grunaður um í­kveikju

Einn var handtekinn í gærkvöldi eða nótt, grunaður um íkveikju, þegar útkall barst vegna elds í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Eldurinn reyndist minniháttar en mikill reykur var í íbúðinni þar sem hann kom upp. Slökkvilið annaðist slökkvistarf en lögregla tók við vettvangnum eftir að því lauk og er málið í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjöl­býlis­húsi

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í kvöld. Einn var í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og var fluttur með sjúkrabíl til Reykavíkur. Fimmtán aðrir íbúar komust út og er búið að slökkva eldinn. 

Innlent
Fréttamynd

Að­eins tíu prósent sem leita til Stíga­móta kæra of­beldið

Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Tvö pör hand­tekin grunuð um líkams­á­rásir

Tveir einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi eða nótt grunuð um líkamsárásir og eignaspjöll og vistuð í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en af orðalagi lögreglunnar að dæma var um einn karl og eina konu að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna of­beldis

Tvöfalt fleiri eldri borgarar leituðu til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis í fyrra en árið áður. Algengast er að uppkomin börn beiti foreldra sína ofbeldi og teymisstýra segir fólk gjarnan óttast að kæra. Í Bjarkarhlíð sé þó hægt að gera aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi fólks.

Innlent
Fréttamynd

Endur­tekin og al­var­leg mál valda á­hyggjum

Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál.

Innlent
Fréttamynd

Játaði meira og meira eftir því sem á leið

Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu.

Innlent
Fréttamynd

Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu

Húseigandi á höfuðborgarsvæðinu setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um að brotist hefði verið inn hjá sér. Lögregla fór strax á staðinn, enda aðstæður þannig að húsráðandi hafði fundið innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Hús­leit fór fram víðar en á Akur­eyri

Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum.  

Innlent