Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Lögmaður stofnenda Vélfags segir að þeim sé haldið utan við fyrirætlanir stjórnarformanns þess. Þá hafi þeir ekki óskað eftir því að eignir væru fjarlægðar úr starfsstöðum félagsins. Staðhæfingar stjórnarformanns og lögmanns Vélfags í fjölmiðlum séu rangar. Viðskipti innlent 30.1.2026 15:58
Lögregla eltist við afbrotamenn Lögregla eltist við tvo einstaklinga í nótt í tveimur aðskildum atvikum. Einn sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti reyndi að hlaupa undan lögreglu en hafði ekki erindi sem erfiði. Var hann yfirbugaður og handtekinn en hann er einnig grunaður um fjölda brota gegn útlendingalögum, til að mynda að framvísa ekki lögmætum skilríkjum og ógna allsherjarreglu og almannahagsmunum. Innlent 30.1.2026 06:34
Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á veginum í Fagradal, vegna hættu á því að snjóflóð gæti fallið á hann. Innlent 29.1.2026 21:03
Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir dæmi um konur sem hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur sólarhringum. Vændi sé ekkert annað en kynferðislegt ofbeldi og þolendur séu í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Innlent 26. janúar 2026 12:10
Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Victoria Hart, 33 ára gömul þriggja barna móðir frá Bretlandi, var stungin til bana á heimili sínu á Spáni um helgina. Börn hennar voru heima þegar móður þeirra var ráðinn bani, en elsti sonur hennar sem er ellefu ára, mun hafa kallað eftir aðstoð. Sex ára tvíburadætur Hart voru einnig í húsinu en meintur árásarmaður er sagður hafa sjálfur gefið sig fram við lögreglu. Erlent 26. janúar 2026 11:41
Handtekinn grunaður um íkveikju Einn var handtekinn í gærkvöldi eða nótt, grunaður um íkveikju, þegar útkall barst vegna elds í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu. Eldurinn reyndist minniháttar en mikill reykur var í íbúðinni þar sem hann kom upp. Slökkvilið annaðist slökkvistarf en lögregla tók við vettvangnum eftir að því lauk og er málið í rannsókn. Innlent 26. janúar 2026 06:13
Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í kvöld. Einn var í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og var fluttur með sjúkrabíl til Reykavíkur. Fimmtán aðrir íbúar komust út og er búið að slökkva eldinn. Innlent 25. janúar 2026 23:57
Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Meirihluti kærðra heimilisofbeldismála og tæpur helmingur kynferðisbrotamála fellur niður í meðferð lögreglu. Talskona Stígamóta segir tölfræðina staðfesta brotalamir í kerfinu og telur þörf á nýju úrræði sem myndi fela í sér einhvers konar sáttaferli þannig að brotaþoli upplifi að gerandi axli ábyrgð. Innlent 25. janúar 2026 15:23
Maðurinn er fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundinn. Innlent 25. janúar 2026 13:55
Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Mikið var um mál tengd umferðinni í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem fer með mál í Kópavogi og Breiðholti. Innlent 25. janúar 2026 07:53
Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Tveir einstaklingar voru handteknir í gærkvöldi eða nótt grunuð um líkamsárásir og eignaspjöll og vistuð í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en af orðalagi lögreglunnar að dæma var um einn karl og eina konu að ræða. Innlent 25. janúar 2026 07:43
Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Tvöfalt fleiri eldri borgarar leituðu til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis í fyrra en árið áður. Algengast er að uppkomin börn beiti foreldra sína ofbeldi og teymisstýra segir fólk gjarnan óttast að kæra. Í Bjarkarhlíð sé þó hægt að gera aðrar ráðstafanir til að tryggja öryggi fólks. Innlent 24. janúar 2026 14:34
„Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld eða nótt afskipti af unglingapartíi þar sem ungmenni var með rafmagnsvopn. Innlent 24. janúar 2026 07:56
Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál. Innlent 23. janúar 2026 13:13
Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. Innlent 23. janúar 2026 09:56
Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Húseigandi á höfuðborgarsvæðinu setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um að brotist hefði verið inn hjá sér. Lögregla fór strax á staðinn, enda aðstæður þannig að húsráðandi hafði fundið innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu. Innlent 23. janúar 2026 06:27
Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem kona segir hafa veist að henni árla morguns í dag og brotið á kynferðislega, utandyra við Austurbæjarbíó í Reykjavík. Innlent 22. janúar 2026 15:34
Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum. Innlent 22. janúar 2026 11:20
Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í verslunarmiðstöð í Kópavogi í gær, eftir að tilkynnt var um að hann væri til vandræða. Reyndist viðkomandi verulega ölvaður og árásargjarn og var því vistaður í fangageymslu. Innlent 22. janúar 2026 06:32
Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Síðastliðið mánudagskvöld var tilkynnt um innbrot á Akureyri. Skotvopnaskápur hafði verið brotinn upp í læstri geymslu í sameign og sex skotvopnum stolið þaðan. Innlent 21. janúar 2026 14:10
Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um vinnuslys þar sem maður hafði „misst vinstri höndina inn í vals“ og slasast á þremur fingrum. Var hann fluttur á bráðamóttöku. Innlent 21. janúar 2026 06:22
Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Fjöldi ofbeldisbrota gagnvart lögreglumönnum hefur nær tvöfaldast síðasta áratuginn. Dæmi eru um að glæpamenn hafi átt við bíla lögreglumanna og formaður Landssambands lögreglumanna kallar eftir harðari dómum vegna alvarlegra brota. Innlent 20. janúar 2026 19:32
Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti franskra feðgina á Edition-hótelinu í júní er lokið. Konan sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana játaði á vettvangi að hafa drepið þau, og sagðist hafa ætlað að svipta sig lífi í leiðinni, en neitar sök í dag. Innlent 20. janúar 2026 18:31