Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Tveir karlmenn og ein kona hafa verið ákærð fyrir innflutning á 5,7 kílóum af kókaíni sem falin voru í BMW-bíl sem ferðaðist frá Íslandi til Litáen og aftur til Íslands með flutningsskipi. Fólkið beið í fimm daga áður en það reyndi að nálgast efnin í bílnum. Innlent 26.11.2025 09:02
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og hótanir í Reykjanesbæ í júní síðastliðnum. Fórnarlambið var karlmaður á sjötugsaldri en krafist er miskabóta upp á fimmtu milljón króna fyrir hönd hans. Innlent 26.11.2025 06:45
Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Innlent 25.11.2025 23:56
Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn. Innlent 24. nóvember 2025 12:02
Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í gærkvöldi eða nótt sem grunaður er um líkamsárás og eignaspjöll. Lögregla var kölluð til þegar slagsmál brutust út á salerni á skemmtistað í miðborginni en við athugun reyndist handtekni eftirlýstur í tengslum við annað mál. Innlent 24. nóvember 2025 08:04
Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir að tvö umferðarslys urðu á svipuðum tíma á Norðurlandi vestra síðdegis í dag, við Blönduós annars vegar og í Miðfirði hins vegar. Allir hinna slösuðu eru komnir undir læknishendur en enginn er talinn í lífshættu, að sögn viðbragðsaðila. Innlent 23. nóvember 2025 22:09
Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út eftir að árekstur varð milli þriggja fólksbíla á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu upp úr klukkan 16 í dag. Tólf manns voru í bílunum. Einhverjir hafa verið fluttir undir læknishendur. Miklar umferðartafir eru á Norðurlandi vestra en annað bílslys varð á svæðinu á svipuðum tíma. Innlent 23. nóvember 2025 17:47
Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Eldur kviknaði í sendiferðabíl við Setbergsskóla í Hafnarfirði í nótt. Þegar slökkviliðsmenn bar að garði, um klukkan tvö, var bíllinn alelda en vel gekk að slökkva eldinn. Innlent 23. nóvember 2025 10:24
Stakk af eftir harðan árekstur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um harðan árekstur þar sem tveir bílar skullu saman. Ökumaður annars bílsins stakk þó af á hlaupum áður en lögregluþjóna bar að garði. Innlent 23. nóvember 2025 07:34
Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Maður neitaði að verða við skipunum lögregluþjóna um að stöðva bíl sinn í Reykjavík í gærkvöldi. Við það hófst eftirför sem endaði skömmu síðar þegar maðurinn keyrði á ljósastaur. Innlent 22. nóvember 2025 07:29
Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Tveimur erlendum vasaþjófum var vísað úr landi í dag eftir að hafa stolið af ferðamönnum á Skólavörðuholti. Þeir komu til Íslands á miðvikudag en voru handteknir í gær. Innlent 21. nóvember 2025 17:53
Vara við netsvikum í nafni Skattsins Lögreglan á höfuðbogarsvæðinu varar við svokölluðum vefveiðum í nafni Skattsins. Embættinu hafa borist tilkynningar vegna málsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Innlent 21. nóvember 2025 14:17
Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri. Innlent 21. nóvember 2025 06:47
Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn frá Rúmeníu, sem eru grunaðir um vasaþjófnað. Mennirnir komu hingað til lands í fyrradag og sterkur grunur leikur á að þeir hafi komið hingað eingöngu til þess að fremja auðgunarbrot. Málið er í rannsókn. Innlent 21. nóvember 2025 06:27
Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Karl og kona á þrítugsaldri voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í gæsluvarðhald til 3. desember að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á auðgunarbrotum. Innlent 20. nóvember 2025 22:32
Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Innlent 20. nóvember 2025 06:44
Áminntur um sannsögli Í dag eru liðin 51 ár frá því Geirfinnur Einarsson var veginn á heimili sínu í Keflavík, og eitt ár frá því bókin Leitin að Geirfinni kom út. Í bókinni kemur fram að Valtýr Sigurðsson, fyrrum fógetafulltrúi í Keflavík hafi stýrt rannsókninni á hvarfi Geirfinns fyrir 50 árum og að hann hafi fylgt málinu eftir æ síðan. Skoðun 19. nóvember 2025 19:02
Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í dag fyrir þjófnað í verslun Hagkaupa í Kringlunni. Alls eru fimm sem gista í fangageymslu lögreglu. Innlent 19. nóvember 2025 17:28
Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann „Skömmin var svo mikil að ég einhvern veginn bara lokaðist inni í fangelsi hugans í þessi átta ár,“ segir Sigurður Árni Reynisson kennari. Sigurður var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa, í starfi sínu sem lögreglumaður, ráðist á fanga í klefa á Hverfisgötu og beitt hann ofbeldi. Hann missti í kjölfarið vinnuna og sökk djúpt niður. Í dag hefur hann byggt upp líf sitt að nýju. Lífið 19. nóvember 2025 07:02
Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. Innlent 18. nóvember 2025 23:45
„Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18. nóvember 2025 22:32
Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram. Innlent 18. nóvember 2025 21:50
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Þrír menn undir og yfir tvítugt voru handteknir um helgina eftir að myndskeið af ungum manni með tvö skotvopn fór í dreifingu á netinu. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir þetta ekki í fyrsta skipti sem lögreglan ræðst í aðgerðir vegna efnis á samfélagsmiðlum. Innlent 18. nóvember 2025 19:09
Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í aðgerð um helgina þar sem lagt var hald á það sem virtust vera skotvopn en reyndust eftirlíkingar. Málið kom upp eftir að myndskeið af manni með eftirlíkingarnar fór í dreifingu á TikTok og öðrum samfélagsmiðlum. Þrír menn voru handteknir í tengslum við málið. Innlent 18. nóvember 2025 11:11