Lögreglumál

Fréttamynd

Ekki spurst til Þóris síðan í júlí

Alþjóðalögreglan Interpol hefur auglýst á vef sínum eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni, 24 ára Íslendingi. Að sögn lögreglu hefur ekki spurst til Þóris frá 27. júlí síðastliðnum. 

Innlent
Fréttamynd

Eitrað fyrir ketti í Sand­gerði

Rétt rúmlega eins árs gamall köttur drapst í Sandgerði fyrir tveimur vikum eftir að hafa innbyrt mikið magn frostlagar. Talið er að eitrað hafi verið fyrir kettinum.

Innlent
Fréttamynd

Öku­maður stöðvaður á nagla­dekkjum og fékk engan af­slátt

Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í dag þar sem bifreið hans var á nagladekkjum. Í dagbók lögreglunnar segir að ökumaðurinn hafi reynt að nota allar bestu afsakanirnar í bransanum, en lögreglumennirnir hafi engan afslátt gefið, þar sem þeir væru ekki fæddir í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum voðaskots á gæsaveiðum

Karlmaðurinn sem lést í alvarlegu slysi nærri Hálslóni miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar norðan Vatnajökuls í morgun var íslenskur karlmaður á fertugsaldri. Hann var ásamt fleirum á gæsaveiðum og lést af völdum voðaskots.

Innlent
Fréttamynd

Hnífi beitt í á­rás í Skeifunni

Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Lést í slysi við Háls­lón

Einn lést í alvarlegu slysi við Hálslón norðan Vatnajökuls. Lögreglu barst tilkynning um slysið laust fyrir klukkan átta í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Net­þrjótar þykjast vera frá Strætó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað netverja við netsvindli þar sem óprúttnir aðilar þykjast vera frá Strætó og séu að gefa ókeypis kort í almenningssamgöngur. Fólk er hvatt til að vera á varðbergi gagnvart svindlinu og öðrum álíka. 

Innlent
Fréttamynd

Fengu á­bendingu um Guð­laug, Hall­dór og Svedda Tönn

Lögreglu grunar að Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Halldór Margeir Ólafsson og Sverrir Þór Gunnarsson séu lykilmenn í stóra kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Enginn þeirra hefur þó verið ákærður í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Á harða­hlaupum í hand­járnum

Nokkur erill var á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komu hundrað og fimm mál á borð lögreglu á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan fimm síðdegis til klukkan fimm í morgun að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Byrjaði í smábrotum en vatt svo upp á sig

Berglind Fríða Viggósdóttir missti tvo elstu syni sína með sex ára millibili. Þann 5. maí árið 2018 var Viggó Emil bráðkvaddur á Spáni.  Ingvi Hrafn féll fyrir eigin hendi í klefa sínum á Litla Hrauni, á dánardegi bróður síns þann 5. maí síðastliðinn. Bræðurnir áttu það sameiginlegt að hafa árum saman barist við eiturlyfjafíkn og voru þeir báðir í afplánun á einhverjum tímapunkti í lífi sínu.

Lífið
Fréttamynd

Á 110 á gang­­stétt og ók á lög­­reglu­bif­­hjól

Lögregla veitti manni á bifhjóli sem ekið var án skráningarmerkis og hliðarspegla eftirför í dag. Hjólinu var ekið á u.þ.b. 150 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði er 80 km/klst. Þá ók hann einnig á gangstétt á yfir 110 km/klst. För hans tók enda þegar hann ók á lögreglubifhjól.

Innlent
Fréttamynd

Leita öku­manns sem ók á stúlku og stakk af

Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveitin kölluð til í Urriðaholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæði óskaði eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra í morgun. Var það vegna tilkynningar um að maður hefði hoppað fram af svölum, að því er virtist með hníf.

Innlent