Bandaríkin Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Erlent 24.10.2024 23:27 Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. Erlent 24.10.2024 14:03 Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. Erlent 24.10.2024 10:44 Tarsan-leikari látinn Bandaríski leikarinn Ron Ely, sem þekktastur er fyrir að hafa túlkað Tarsan í samnefndum sjónvarpsþáttum undir lok sjöunda áratugarins, er látinn, 86 ára að aldri. Lífið 24.10.2024 08:02 Segir Trump fasista sem dáist að einræðisherrum Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti. Erlent 24.10.2024 07:50 Starfsmenn Boeing hafna 35 prósent launahækkun Starfsmenn Boeing, sem nú hafa verið í verkfalli í rúman mánuð, hafa hafnað nýjasta tilboði flugvélaframleiðandans sem hljóðaði upp á 35 prósent launahækkun á fjórum árum. Erlent 24.10.2024 07:04 Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. Erlent 23.10.2024 13:29 Sakar Verkamannaflokkinn um afskipti af kosningunum Framboð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kvartað til kosningayfirvalda í Bandaríkjunum vegna meintra afskipta Breta af kosningabaráttunni vestanhafs. Erlent 23.10.2024 07:13 Bein útsending: Nýjustu tíðindi af baráttunni vestan hafs Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður og Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Washington og sérfræðingur í utanríkismálum, ræða stöðuna í kosningabaráttunni vestanhafs og hvaða áhrif úrslitin munu hafa á Bandaríkin og umheiminn. Erlent 22.10.2024 13:54 Michael Newman látinn Baywatch-stjarnan Michael Newman er látinn 68 ára að aldri. Hann hafði glímt við Parkinsons frá árinu 2006. Lífið 22.10.2024 13:53 Fjölmiðlar lengi í vanda með Trump: „Þetta er ekki eðlilegt“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hóf langa ræðu sína í Latrobe í Pennsylvaníu um helgina á því að ræða stærð typpis golfkappans Arnold Palmer. Sagði hann aðra golfara hafa verið slegna þegar þeir fóru með Palmer í sturtu. Erlent 22.10.2024 10:21 Weinstein greindur með krabbamein Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein hefur verið greindur með krabbamein, nánart tiltekið langvinnt kyrningahvítblæði. Erlent 22.10.2024 08:35 Krefjast þess að Rússar sendi hermenn Kim heim Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi. Erlent 21.10.2024 13:01 Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Erlent 21.10.2024 10:35 Vígahópum vex ásmegin: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu Óreiða ríkir á stórum hlutum Sahelsvæðisins í Afríku. Átök eru víða og hafa þau komið verulega niður á fólki sem býr þar og er hætta á að óreiðan muni dreifa úr sér á komandi mánuðum og árum með tilheyrandi ódæðum, óstöðugleika og fólksflótta. Erlent 21.10.2024 07:03 Lawrence ólétt í annað sinn Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence hefur tilkynnt að hún sé ólétt af sínu öðru barni. Lífið 21.10.2024 00:00 Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. Erlent 19.10.2024 13:36 Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ „Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Erlent 19.10.2024 09:01 Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. Erlent 18.10.2024 14:21 Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Erlent 18.10.2024 07:31 Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað. Innlent 17.10.2024 22:11 „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. Erlent 17.10.2024 11:35 Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. Erlent 17.10.2024 10:41 Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. Erlent 17.10.2024 10:22 Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Lífið 17.10.2024 09:28 Hundrað ára Carter búinn að kjósa Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti sem varð hundrað ára á dögunum, er búinn að kjósa í bandarísku forsetakosningunum. Hann kaus með utankjörstaðaratkvæði, sem var lagt í pósthólf við dómshús í borginni Americus í Georgíuríki. Erlent 16.10.2024 21:52 Elskar að vera á níræðisaldri og eiga ungbarn Bandaríski stórleikarinn Al Pacino segist elska að vera nýbakaður pabbi. Hann er 84 ára gamall og eignaðist son í júní í fyrra og vonast að endurminningar sínar muni koma syni sínum vel. Lífið 16.10.2024 15:56 Metsekt fyrir að mismuna gyðingum og banna þeim að fljúga Bandaríska ríkið hefur sektað flugfélagið Lufthansa um fjórar milljónir dala fyrir að hafa bannað gyðingum að ganga um borð í vél félagsins árið 2022 þar sem sumir þeirra neituðu að bera sóttvarnagrímu. Erlent 16.10.2024 08:15 Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. Erlent 16.10.2024 07:09 Halda áfram árásum á Beirút en með gult spjald frá Bandaríkjunum Ísraelsher gerði loftárásir á skotmörk í Beirút, höfuðborg Líbanon, í morgun í fyrsta sinn í fimm daga. Samkvæmt hernum var ráðist gegn vopnageymslum Hezbollah í suðurhluta Beirút og var íbúum á svæðinu ráðlagt að forða sér áður en þær hófust. Erlent 16.10.2024 06:44 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 334 ›
Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. Erlent 24.10.2024 23:27
Segir spjallþjarka bera ábyrgð á sjálfsvígi sonar hennar Móðir fjórtán ára drengs sem svipti sig lífi hefur höfðað mál gegn spjallþjarkafyrirtæki og segir þjarka fyrirtækisins bera ábyrgð á dauða hans. Sewell Setzer þriðji hafði um mánaða skeið talað við þjarka sem líkjast á persónunni Daenerys Targaryen, úr Game of Thrones. Erlent 24.10.2024 14:03
Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. Erlent 24.10.2024 10:44
Tarsan-leikari látinn Bandaríski leikarinn Ron Ely, sem þekktastur er fyrir að hafa túlkað Tarsan í samnefndum sjónvarpsþáttum undir lok sjöunda áratugarins, er látinn, 86 ára að aldri. Lífið 24.10.2024 08:02
Segir Trump fasista sem dáist að einræðisherrum Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, svaraði því játandi í gær þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaefni Repúblikana, væri fasisti. Erlent 24.10.2024 07:50
Starfsmenn Boeing hafna 35 prósent launahækkun Starfsmenn Boeing, sem nú hafa verið í verkfalli í rúman mánuð, hafa hafnað nýjasta tilboði flugvélaframleiðandans sem hljóðaði upp á 35 prósent launahækkun á fjórum árum. Erlent 24.10.2024 07:04
Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. Erlent 23.10.2024 13:29
Sakar Verkamannaflokkinn um afskipti af kosningunum Framboð Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kvartað til kosningayfirvalda í Bandaríkjunum vegna meintra afskipta Breta af kosningabaráttunni vestanhafs. Erlent 23.10.2024 07:13
Bein útsending: Nýjustu tíðindi af baráttunni vestan hafs Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður og Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Washington og sérfræðingur í utanríkismálum, ræða stöðuna í kosningabaráttunni vestanhafs og hvaða áhrif úrslitin munu hafa á Bandaríkin og umheiminn. Erlent 22.10.2024 13:54
Michael Newman látinn Baywatch-stjarnan Michael Newman er látinn 68 ára að aldri. Hann hafði glímt við Parkinsons frá árinu 2006. Lífið 22.10.2024 13:53
Fjölmiðlar lengi í vanda með Trump: „Þetta er ekki eðlilegt“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hóf langa ræðu sína í Latrobe í Pennsylvaníu um helgina á því að ræða stærð typpis golfkappans Arnold Palmer. Sagði hann aðra golfara hafa verið slegna þegar þeir fóru með Palmer í sturtu. Erlent 22.10.2024 10:21
Weinstein greindur með krabbamein Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein hefur verið greindur með krabbamein, nánart tiltekið langvinnt kyrningahvítblæði. Erlent 22.10.2024 08:35
Krefjast þess að Rússar sendi hermenn Kim heim Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi. Erlent 21.10.2024 13:01
Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. Erlent 21.10.2024 10:35
Vígahópum vex ásmegin: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu Óreiða ríkir á stórum hlutum Sahelsvæðisins í Afríku. Átök eru víða og hafa þau komið verulega niður á fólki sem býr þar og er hætta á að óreiðan muni dreifa úr sér á komandi mánuðum og árum með tilheyrandi ódæðum, óstöðugleika og fólksflótta. Erlent 21.10.2024 07:03
Lawrence ólétt í annað sinn Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence hefur tilkynnt að hún sé ólétt af sínu öðru barni. Lífið 21.10.2024 00:00
Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. Erlent 19.10.2024 13:36
Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ „Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Erlent 19.10.2024 09:01
Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Elon Musk, einn auðugasti maður heims, bar í gær upp gamlar og ósannar samsæriskenningar um kosningasvik í forsetakosningunum 2020. Það gerði hann á kosningafundi fyrir Donald Trump í Pennsylvaníu og gaf hann meðal annars til kynna að kosningavélar Dominion Voting Systems hefðu verið notuð til kosningasvika. Erlent 18.10.2024 14:21
Dauði Sinwar tækifæri til að binda enda á stríðið Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas. Erlent 18.10.2024 07:31
Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað. Innlent 17.10.2024 22:11
„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. Erlent 17.10.2024 11:35
Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. Erlent 17.10.2024 10:41
Biður um meiri pening vegna „fáránlegra“ laga Lögmaður Rex Heuermann, sem ákærður hefur verið fyrir sex morð í Gilgo Beach-málinu svokallaða, vill að lífsýni í málinu verði útilokuð frá réttarhöldunum. Í dómsal í Suffolk-sýslu í New York í gær, lýsti lögmaðurinn tækninni sem notuð var við að bendla Heuermann við morðin við „töfra“. Erlent 17.10.2024 10:22
Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Lífið 17.10.2024 09:28
Hundrað ára Carter búinn að kjósa Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti sem varð hundrað ára á dögunum, er búinn að kjósa í bandarísku forsetakosningunum. Hann kaus með utankjörstaðaratkvæði, sem var lagt í pósthólf við dómshús í borginni Americus í Georgíuríki. Erlent 16.10.2024 21:52
Elskar að vera á níræðisaldri og eiga ungbarn Bandaríski stórleikarinn Al Pacino segist elska að vera nýbakaður pabbi. Hann er 84 ára gamall og eignaðist son í júní í fyrra og vonast að endurminningar sínar muni koma syni sínum vel. Lífið 16.10.2024 15:56
Metsekt fyrir að mismuna gyðingum og banna þeim að fljúga Bandaríska ríkið hefur sektað flugfélagið Lufthansa um fjórar milljónir dala fyrir að hafa bannað gyðingum að ganga um borð í vél félagsins árið 2022 þar sem sumir þeirra neituðu að bera sóttvarnagrímu. Erlent 16.10.2024 08:15
Lagði Trump til 10 milljarða króna á þremur mánuðum Auðjöfurinn Elon Musk gaf 75 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna, í kosningasjóðinn America PAC á aðeins þremur mánuðum, sem fjármagnar aðgerðir til að fá kjósendur Donald Trump á kjörstað í barátturíkjunum sjö. Erlent 16.10.2024 07:09
Halda áfram árásum á Beirút en með gult spjald frá Bandaríkjunum Ísraelsher gerði loftárásir á skotmörk í Beirút, höfuðborg Líbanon, í morgun í fyrsta sinn í fimm daga. Samkvæmt hernum var ráðist gegn vopnageymslum Hezbollah í suðurhluta Beirút og var íbúum á svæðinu ráðlagt að forða sér áður en þær hófust. Erlent 16.10.2024 06:44