Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fréttamynd

Jóhanna ætlar ekki aftur fram

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs Hveragerðisbæjar og oddviti Framsóknar ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Hún greinir frá þessu í aðsendri grein á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Snúin staða Sönnu og sam­eigin­legt fram­boð virðist ekki í kortunum

Engar formlegar viðræður hafa farið fram um hugsanlegt sameiginlegt framboð flokka á vinstri væng í borgarstjórnarkosningunum í vor og alls óvíst hvort eitthvað slíkt verði að veruleika. Þeir flokkar sem eiga borgarfulltrúa í Reykjavík en náðu ekki fólki inn á þing í síðustu alþingiskosningum eiga allir enn eftir að taka ákvörðun um hvernig valið verður á lista fyrir kosningarnar í vor.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn stillir upp á lista í Mos­fells­bæ

Stillt verður upp á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í Mosfellsbæ á fimmtudaginn í síðustu viku og var tillaga stjórnar um uppstillingu á lista samþykkt einróma að því er fram kemur í tilkynningu frá Viðreisn.

Innlent
Fréttamynd

Kosningahugur í eig­endum frístundahúsa

Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir í Reykja­vík gagn­rýna leikskólaplan borgarinnar

Félag Vinstri grænna í Reykjavík gagnrýnir harðlega tillögur borgarstjórnar í leikskólamálum en flokkurinn á sjálfur fulltrúa í borgarmeirihlutanum. Enginn hafi kosið þessar tillögur. Félagið vill frekar tímabundið rýmka ráðningarheimildir leikskóla og ráðast í ráðningarátak.

Innlent
Fréttamynd

Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnar­firði

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist enn eiga eftir að taka ákvörðun hvort, og þá hvar, hún bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir það aftur á móti úr lausu lofti gripið að hún sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, eins og hlaðvarpsstjórnendur hafa fullyrt um.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“

Ragna Ívarsdóttir, formaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi, segir íbúa í frístundabyggð vilja fá leyfi til að hafa skráð aðsetur. Hún segir það ekki sinn vilja að fólk skrái sig aðeins til búsetu í sveitarfélaginu fyrir kosningar. Sveitarstjórn óttast að íbúum muni fjölga í aðdraganda kosninga og svo fækka aftur. Sveitarfélagið muni þurfa að taka á sig aukinn kostnað vegna þjónustu við íbúa sem svo flytji strax aftur burt.

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykktu leiðtogaprófkjör hjá Við­reisn í Reykja­vík

Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur.

Innlent
Fréttamynd

Myndu ekki vilja stýra sveitar­fé­lagi sem þvingað væri til sam­einingar

Þvingaðar sameiningar sveitarfélaga eru ekki vænlegar til árangurs og óraunhæft að þær nái í gegn fyrir kosningar á næsta ári. Þetta segja leiðtogar sveitarfélaga sem þegar hafa gengið í gegnum sameiningu. Þar hafi vilji íbúa, góður undirbúningur og vönduð vinnubrögð skipt sköpum fyrir farsæla sameiningu.

Innlent
Fréttamynd

Odd­vitinn ætlar ekki aftur fram

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, segist íhuga það alvarlega að gefa kost á sér sem oddvita flokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Núverandi oddviti ætlar ekki fram.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að Reykja­vík lög­sæki ríkið

„Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn býður fram undir eigin merkjum í Ár­borg

Viðreisn býður í fyrsta sinn fram í eigin nafni í Árborg í næstu sveitarstjórnarkosningum. Viðreisnarmenn hafa hingað til boðið fram með Áfram Árborg. Formaður Viðreisnar í Árnessýslu segir flokkinn tilbúinn að taka næsta skref.

Innlent
Fréttamynd

„Það verður boðið fram í nafni VG“

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Þór sækist eftir endur­kjöri

Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, hyggst aftur bjóða sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill efna „stærsta loforð“ flokksins, að byggja nýjan leikskóla. Á sama tíma hafa foreldrar í bæjarfélaginu gagnrýnt bæjaryfirvöld þar sem ekki hafa öll ungbörn á Nesinu fengið leikskólapláss.

Innlent
Fréttamynd

„Ég bý ekki einu sinni í Reykja­vík“

Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í próf­kjör, borgar­full­trúar undir feldi og hugsan­lega sótt að Heiðu

Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil.

Innlent