Sveitarstjórnarkosningar 2026

Fréttamynd

„Ég veit ekkert hvað er í gangi“

Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð.

Innlent
Fréttamynd

Fram­sókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður odd­viti

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja fólk á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum á tvöföldu kjördæmisþingi sem fram fer þann 7. febrúar næstkomandi. Enn sem komið er hefur Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar og fyrrverandi borgarstjóri, einn lýst því yfir að hann gefi kost á sér til að leiða lista flokksins áfram í borginni. Hann er áfram um að fella þurfi meirihlutann í borginni og ítrekar að samstarf með Samfylkingu hugnist honum ekki.

Innlent
Fréttamynd

Sósa­lista­flokkurinn ekki með í Vori til vinstri

Oddvitar og borgarfulltrúr á vinstri væng stjórnamál í Reykjavík funda enn um möguleikann á sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í mánuðinum. Grasrót Vinstri grænna fundar og Pírata funda á næstu vikum. Sósíalistaflokkurinn tekur ekki þátt í framboðinu en oddviti flokksins segir það ábyrgðarhluta að bjóða fram sterkan valkost á vinstri væng.

Innlent
Fréttamynd

Mikill á­hugi á fyrsta sæti hjá Við­reisn

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, er sú þriðja sem gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segist standa fyrir breytingar í borginni sem nú sé ákall um. Hún getur hugsað sér að fara í samstarf við alla flokka.

Innlent
Fréttamynd

Jónas Már vill leiða Sam­fylkingu í Kópa­vogi

Jónas Már Torfason lögfræðingur vill leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Jónas starfar sem lögfræðingur á lögmannsstofunni Réttur - Aðalsteinsson & Partners. Jónas er uppalinn í Kópavogi og flutti nýlega aftur heim. Jónas segir það hans markmið að mynda meirihluta í Kópavogi. 

Innlent
Fréttamynd

Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Sami odd­viti í fyrsta sinn í tæp þrjá­tíu ár

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun í fyrsta sinn í tuttugu og átta ár stilla upp sama oddvita í tvennum borgarstjórnarkosningum í röð. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Hildar Björnsdóttur sem oddvita sterka og að hún geti nú sett saman samhentan lista fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi rótar fólki inn í Sam­fylkinguna

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu býður sig fram til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðmundur er með duglegri mönnum og hann hefur nú þegar fengið hundruð manna til að skrá sig í flokkinn til að geta kosið í prófkjöri sem fer fram eftir 17 daga.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Árni vill á­fram leiða Sam­fylkingu í Hafnar­firði

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista.

Innlent
Fréttamynd

„Við Guð­laugur Þór erum góðir vinir“

Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­hildur Alda vill halda öðru sætinu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur fer ekki fram í Reykja­vík

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata

Pétur Marteinsson, sem sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að fjölbreytt reynsla sín í gegnum tíðina hafi breytt honum úr hægri frjálshyggjumanni yfir í klassískan jafnaðarmann. Hann vilji meðal annars valdefla unga fólkið, einkum unga karlmenn, og klára „leikskólabyltinguna“ í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, verði honum falið að leiða Samfylkinguna í borginni. Hann fer þó varlega í að gera kosningaloforð en segist munu láta verkin tala.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur til­kynnir á­kvörðun sína fyrir há­degi

Frestur til að skila inn framboðum til leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á hádegi í dag. Enn sem komið er er aðeins einn í framboði, nýverandi oddvitinn Hildur Björnsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Kosningavaktin 2026: Lands­menn kjósa sér sveitar­stjórnir

Sveitarstjórnarkosningar árið 2026 fara fram þann 16. maí þar sem kosið verður um stjórnir allra 62 sveitarfélaga landsins. Þangað til verður valið á lista hinna ýmsu stjórnmálaflokka, hvort sem það verður með prófkjörum eða öðrum hætti. Fylgst verður með nýjustu tíðindinum í aðdraganda kosninga hér í Kosningavaktinni. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn í 35 prósentum

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn jókst um tvö prósentustig milli mánaða og nemur nú 35 prósentum í könnun Gallup frá því í desember. Samfylkingin tapar þremur prósentustigum. Sjálfstæðismenn gætu myndað borgarstjórnarmeirihluta með Viðreisn og Miðflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fengið um 34 prósenta kosningu frá því eftir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Spunaleikari vill annað sæti Sam­fylkingarinnar í borginni

Samskiptasérfræðingurinn og spunaleikarinn Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er formaður kvennahreyfingar flokksins og langar að leysa leikskólamálin í „eitt skipti fyrir öll.“

Innlent
Fréttamynd

Fjögur vilja tvö efstu hjá Við­reisn

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi og Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi og 1. varaþingmaður, sækjast bæði eftir fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. 

Innlent