Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur

Fréttamynd

Kröfur kvennaárs komnar í inn­heimtu og gjald­daginn fallinn

Inga Auður Straumland, verkefnastýra Kvennaárs, segir skipulagningu ganga vel fyrir kvennaverkfall á föstudag en viðurkennir að verkefnalistinn sé nokkuð langur. Síðustu sjö daga hefur hnefa verið varpað á byggingar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðin er táknræn og á að varpa ljósi á kröfur kvennaárs sem voru lagðar fram á kvennafrídeginum í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Segir sorg­lega illa hafa verið haldið á hags­munum flugsins

Íslensk stjórnvöld hafa haldið illa á hagsmunum flugsins á Íslandi og undirgengist ósanngjarnt og íþyngjandi kerfi evrópskra umhverfissskatta án þess að skoða nægilega afleiðingarnar fyrir íslenskan flugrekstur. Icelandair þurfti í fyrra að greiða 2,5 milljarða króna í kolefnisgjöld.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki af­skipti ríkis­stjórnarinnar af verk­fallinu

Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með.

Innlent
Fréttamynd

Fellur frá kröfu um meira­próf bænda

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að falla frá reglugerðarbreytingu sem hefði valdið því að bændur þyrftu meirapróf til að nota dráttarvélar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Skikkar bændur í meira­próf

Innviðaráðherra hefur birt drög að reglugerðarbreytingu, sem fela í sér að bændur þurfa framvegis að taka meirapróf til þess að mega aka dráttarvélum sínum. Bændur mótmæla áformunum harðlega.

Innlent
Fréttamynd

Þórunn seld og tuttugu sagt upp

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur selt skipið Þórunni Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Tuttugu manna áhöfn þess verður í kjölfarið sagt upp. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir söluna lið í lækkun skulda eftir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kollvarpaði áformum félagsins með hækkun veiðigjalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólks­flótta og hina ICElensku varðhaldsstöð

Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­komu­lag við Þjóð­verja eigi að tryggja varnir og öryggi Ís­lendinga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, undirrituðu í dag tvíhliða viljayfirlýsingu um varnarmál í tengslum við heimsókn Pistoriusar til Íslands. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að með yfirlýsingunni sé lagður grunnur að auknu samstarfi Íslands og Þýskalands sem efli eftirlit og öryggi á Norður-Atlantshafi og sameiginlegar varnir Atlantshafsbandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Skilji á­hyggjurnar

Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Um sé að ræða aftur­för í jafn­réttis­málum

Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum.

Innlent
Fréttamynd

Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra

Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Máttu gauka nafni tengda­móðurinnar að Ást­hildi Lóu

Persónuvernd telur forsætisráðuneytinu hafa verið heimilt að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þáverandi barnamálaráðherra, um nafn Ólafar Björnsdóttur, sem hafði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Ásthildur Lóa eignaðist barn 23 ára gömul með 16 ára fyrrverandi tengdasyni Ólafar. Hún taldi Ásthildi Lóu ekki stætt í embætti vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð PCC á Bakka ekki út­séð

Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar gjaldtakan?

Það er gömul saga og ný að erfitt er að spá fyrir um framtíðina. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé reynt. Sumt gengur eftir eins og spáð var, annað ekki. Flestar spár hljóma ágætlega, einkum þegar tekið er mið af gefnum forsendum. Það eina sem þarf til er að forsendur standist og þá gengur spáin eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Segja eins og áður að­eins samið til skamms tíma og leið­rétta ráð­herra

Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, segir það ekki rétt sem kom fram í máli Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í umræðum um Ljósið að það hafi verið undirritaður nýr samningur um fjárveitingar til Ljóssins. Sjúkratryggingar og Ljósið hafi aðeins komist að samkomulagi um fjármagn þessa árs og samningurinn sé til skamms tíma eins og áður.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Ís­lands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær, þar sem varnir bandalagsríkja gegn fjölþáttaógnum og stuðningur bandalagsins við Úkraínu voru meðal annars í brennidepli. Þá átti hún meðal annars spjall við Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um Gasa auk þess sem Þorgerður hvatti hann til að koma í heimsókn til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Segir ó­virðingu að kalla Ljósið „sam­tök úti í bæ“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. 

Innlent