Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

„Nálguðumst leikinn vit­laust“

„Ég er mjög ánægður. Ég var smá pirraður með fyrri hálfleikinn því við nálguðumst leikinn vitlaust,“ sagði Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, eftir að hans menn unnu Sambandsdeild Evrópu þökk sé frábærum síðari hálfleik gegn Real Betis.

Fótbolti
Fréttamynd

Læti fyrir leik í Pól­landi

Stuðningsfólki Real Betis og Chelsea lenti saman fyrir leik liðanna í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Leikurinn fór fram í Wroclaw í Póllandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea Sam­bands­deildar­meistari 2025

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hafði betur gegn Real Betis frá Spáni í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Spánverjarnir komust yfir en bláliðar frá Lundúnum svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 4-1 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea örugg­lega í úr­slita­leikinn

Chelsea er komið áfram í úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur gegn Djurgården í kvöld. Þar muna þeir mæta annað hvort Fiorentina eða Real Betis en leikur þeirra er kominn í framlengingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea með annan fótinn í úr­slit

Chelsea gerði góða ferð til Stokkhólms þar sem það mætti Djurgården í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Gestirnir frá Lundúnum unnu frábæran 4-1 útisigur og eru komnir með annan fótinn í úrslitaleikinn sjálfan.

Fótbolti
Fréttamynd

Næstu bikar­meistarar stór­græða á árangri Víkings

Nú er orðið ljóst að næstu bikarmeistarar Íslands í fótbolta karla fara í undankeppni Evrópudeildarinnar, næstbestu Evrópukeppninnar, í stað Sambandsdeildar Evrópu. Liðið sem endar í 2. sæti Bestu deildarinnar í ár sleppur auk þess við fyrsta stig undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar skipta um gír

Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vafa­samir dómar sem féllu gegn okkur í þessu ein­vígi“

„Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grát­legt tap í Grikk­landi

Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku.

Fótbolti