Fótbolti

Skipu­lagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason segir Samsunspor strembið lið að eiga við.
Ólafur Ingi Skúlason segir Samsunspor strembið lið að eiga við. Sýn Sport

Ólafur Ingi Skúlason segir spennu fyrir leik kvöldsins er Breiðablik mætir Samsunspor í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Tyrknesku gestirnir eru á toppi deildarinnar.

„Við erum spenntir. Þetta er skemmtileg prófraun og gott lið sem við erum að mæta. Það er frábært að vera að spila leiki undir lok nóvember,“ segir Ólafur um leik kvöldsins.

Klippa: Ólafur ræðir leikinn við Samsunspor

Tyrkirnir eru efstir í Sambandsdeildinni, hafa unnið alla sína þrjá leiki og ekki enn fengið á sig mark í Evrópuleik það sem af er hausti. Samsunspor er þá í fjórða sæti tyrknesku deildarinnar og gengið vel í vetur.

Búast má við strembnu verkefni gegn heldur varnarsinnuðu liði.

„Þeir eru mjög vel skipulagt lið og hafa ekki fengið á sig mark í Sambandsdeildinni í ár. Þetta er mjög gott lið sem tekur ekki miklar áhættur í uppspili. Þeir verjast aðeins neðar á vellinum og eru ekki mikið possession lið. Þeir leita mikið á bakvið og eru líkamlega sterkt lið,“ segir Ólafur um andstæðing kvöldsins.

Fleira kemur fram í viðtalinu við Ólaf sem má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×