Þýski boltinn

Fréttamynd

Lewandowski er betri en Mandzukic

Það er fastlega búist við því að pólski framherjinn Robert Lewandowski gangi í raðir Bayern frá Dortmund. Goðsögnin Franz Beckenbauer er spenntur fyrir því.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern með nýtt met - 37 leikir í röð án taps

Bayern München setti nýtt met í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 3-0 heimasigur á Augsburg í 12. umferð deildarinnar en auk þess náðu Bæjarar fjögurra stiga forskoti á toppnum því á sama tíma tapaði Dortmund sínum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Klopp búinn að framlengja við Dortmund

Þó svo Dortmund gangi illa að halda stjörnum sínum þá verður þjálfarinn magnaði, Jürgen Klopp, á sínum stað. Hann er búinn að skrifa undir nýjan samning við þýska félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Lewandowski fer til FC Bayern í janúar

Knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski, leikmaður Borussia Dortmund, hefur nú staðfest við fjölmiðla að hann muni ganga til liðs við Bayern Munchen í byrjun næsta árs en þá rennur samningur hans út við Dortmund.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekki koma út úr skápnum“

Oliver Kahn, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í knattspyrnu, telur ekki ráðlegt fyrir samkynhneigða atvinnumenn í knattspyrnu að opinbera kynhneigð sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Þessir hafa verið þeir dýrustu í heimi síðustu 53 árin

Gareth Bale varð í gær dýrasti knattspyrnumaður heims þegar Real Madrid keypti hann frá Tottenham á rúmar 85 milljónir punda. Þetta er í fimmta sinn í röð sem Real Madrid menn gerir leikmann að þeim dýrasta í heimi en dýrasti leikmaður heims hefur spilað í búningi spænska stórliðsins síðan árið 2000.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribéry söng sigursöngva með stuðningsmönnunum í stúkunni

Franck Ribéry var í aðalhlutverki í kvöld þegar Bayern München tryggði sér Ofurbikar Evrópu eftir sigur á Chelsea í vítakeppni. Ribéry skoraði annað marka Bayern í leiknum sjálfum og var síðan einn af fimm leikmönnum þýska liðsins sem skoruðu í vítakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Betra liðið tapaði í kvöld

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var aðeins nokkrum sekúndum frá því að landa fyrsta titlinum í kvöld eftir að hann snéri aftur á Stamford Bridge þegar Chelsea tapaði í vítakeppni á móti Bayern München í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag.

Fótbolti
Fréttamynd

Petr Cech: Þetta var grimmur endir

Petr Cech og félagar hans í Chelsea voru sekúndum frá því að vinna Ofurbikar Evrópu í kvöld en urðu að lokum að sætta sig við tap fyrir Bayern München eftir vítakeppni. Bæjarar skoruðu jöfnunarmarkið með síðustu spyrnu framlengingarinnar og unnu síðan vítakeppnina 5-4.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern vann Ofurbikarinn í vítakeppni

Bayern München er meistari meistaranna í Evrópu eftir 5-4 sigur á Chelsea í vítakeppni í leiknum um Ofurbikar Evrópu í Prag í kvöld en þetta er árlegur leikur á milli Evrópumeistaraliðanna frá síðustu leikíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribéry var besti knattspyrnumaður Evrópu 2012-13

53 sérvaldir blaðamenn frá aðildarlöndum UEFA kusu í kvöld um hver er besti knattspyrnumaður Evrópu 2012-13 og fyrir valinu var Frakkinn Franck Ribéry sem var lykilmaður þegar Bayern München vann þrennuna á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern München tapaði fyrstu stigunum

Bayern München tapaði sínum fyrstu stigum undir stjórn Pep Guardiola í kvöld þegar liðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli á móti Freiburg á útivelli í 4. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þessi leikur var færður fram vegna þess að Bayern mætir Chelsea á föstudaginn í árlegum leik milli Evrópumeistara tímabilsins á undan.

Fótbolti