Ítalski boltinn

Fréttamynd

Trapattoni hafnaði því að taka við liði Juventus

Giovanni Trapattoni, landsliðsþjálfari Íra, tók ekki tilboði Juventus um að taka við liðinu þegar Ciro Ferrara var látinn fara í lok janúar. Alberto Zaccheroni tók við Juventus í staðinn og stýrir liðinu út leiktíðina.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan náði aðeins jafntefli gegn Lazio

Enn einu sinni mistókst AC Milan að nýta sér að erkifjendurnir í Inter tapa stigum í ítalska boltanum. AC Milan náði aðeins jafntefli við Lazio á heimavelli en Lazio er rétt fyrir ofan fallsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli enn úti í kuldanum

Sóknarmaðurinn Mario Balotelli og þjálfarinn Jose Mourinho hafa enn ekki grafið stríðsöxina. Balotelli er ekki í leikmannahópi Inter sem mætir Roma á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vill fá Mourinho í sumar

Spænska stórliðið Real Madrid vill fá Jose Mourinho, þjálfara Inter, til að taka við stjórnartaumunum í sumar samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Talið er að Manuel Pellegrini verði látinn fara eftir tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Cannavaro ætlar að halda áfram

Umboðsmaður ítalska varnarmannsins Fabio Cannavaro hefur greint frá því að samningaviðræður séu hafnar milli sín og Juventus um nýjan samning.

Fótbolti
Fréttamynd

Balotelli fór í treyju AC Milan

Ungstirnið Mario Balotelli hjá Inter var ekki að auka vinsældir sínar þegar hann ákvað að klæðast treyju AC Milan. Það gerði hann í sjónvarpsþætti og myndir af uppákomunni eru út um allt á netinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter á eftir Vargas

Inter ætlar að bjóða Fiorentina 20 milljónir evra og markvörðinn Emiliano Viviano í skiptum fyrir vinstri vængmanninn Juan Vargas.

Fótbolti
Fréttamynd

Moggi: Mourinho er allt of strangur

Gamli Juventus-maðurinn, Luciano Moggi, er ekki alls kostar sáttur við það hvernig Jose Mourinho, þjálfari Inter, fer með ungstirnið Mario Balotelli þessa dagana.

Fótbolti
Fréttamynd

Leonardo: Breytti miklu að missa Pato af velli

AC Milan missteig sig í titilbaráttunni er liðið gerði 1-1 jafntefli við Napoli fyrr í kvöld. Hinn brasilísku þjálfari Milan, Leonardo, vill meina að meiðsli framherjans, Alexanders Pato, hafi sett strik í reikninginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Bréf frá Beckham til liðs AC Milan

Leonardo, þjálfari AC Milan, las upp bréf frá David Beckham fyrir æfingu ítalska liðsins í dag. Tímabilinu er lokið hjá Beckham eftir meiðsli sem hann hlaut í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Aðgerðin á Nesta gekk vel

Ítalski varnarmaðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan er kominn af skurðarborðinu og að sögn forráðamanna Milan gekk aðgerðin afar vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Galliani: Beckham velkominn aftur

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, vonast til að David Beckham mæti aftur til AC Milan á næsta ári. Ljóst er að Beckham leikur ekki meira á þessu tímabili en hann verður frá í að minnsta kosti fjóra mánuði vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

David Beckham sleit líklega hásin í sigri AC Milan

HM-draumar David Beckham dóu væntanlega í kvöld þegar enski landsliðsmaðurinn sleit líklega hásin í 1-0 sigurleik AC Milan á Chievo í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Beckham meiddist í lok leiksins og varð AC Milan að klára leikinn með tíu menn þar sem liðið var búið með skiptingarnar sínar.

Fótbolti