Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Fórst eftir að hafa kastað barni sínu í öruggt skjól

Kona sem kastaði barni sínu í öruggt skjól rétt áður en aurskriða féll á heimili hennar í Kína er dáin. Barnungri dóttur hennar var bjargað af björgunarsveitarmönnum á miðvikudag, sólarhring eftir að aurskriðan féll á heimilið.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns

Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku.

Erlent
Fréttamynd

Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni

Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Mesta rigning Kína í þúsund ár

Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga.

Erlent
Fréttamynd

Ó­lík­legt að fleiri finnist á lífi eftir flóðin

Björgunarsveitir í Þýskalandi telja ólíklegt að þær finni fleiri á lífi í rústum bæjanna sem urðu fyrir barðinu á flóðunum í Þýskalandi. Minnst 170 fórust í hamförunum í síðustu viku, sem eru þær verstu sem riðið hafa yfir landið í meira en hálfa öld. Hundruða er enn saknað.

Erlent
Fréttamynd

Allt á floti í miðhluta Kína

Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti.

Erlent
Fréttamynd

Miklir skógareldar í Síberíu

Umfangsmiklir skógareldar loga nú víðsvegar í Rússlandi en flestir þeirra eru í Síberíu. Mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið og er það sagt hafa leitt til umfangsmeiri skógarelda en gengur og gerist.

Erlent
Fréttamynd

Látnum vegna flóðanna fjölgar enn

Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. 

Erlent
Fréttamynd

Elding banaði ellefu á þekktum túr­ista­stað

Ellefu hið minnsta létu lífið þegar eldingu laust niður í gamlan virkis­turn á Ind­landi í gær. At­vikið átti sér stað í Jaipur héraði í norður­hluta landsins en virkið er vin­sæll á­fanga­staður túr­ista og turn þess þykir sér­lega vel fallinn til að taka svo­kallaðar sjálfu­myndir á símann sinn.

Erlent
Fréttamynd

Líkur á að gos fylgi hlaupi í Gríms­vötnum hafa aukist

Ekkert varð úr hrak­spám vísinda­manna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökul­hlaup yrði í Gríms­vötnum það árið og því gæti mögu­lega fylgt eld­gos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatns­magn í vötnin og enn meiri kvika í kviku­hólfið.

Innlent
Fréttamynd

Elsa stefnir til Bandaríkjanna

Hitabeltisstormurinn Elsa, sem skilið hefur eftir sig slóð eyðileggingar í Karíbahafsríkjum undanfarna dag, stefnir nú norður til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Af­létta rýmingu á enn einu húsi í Varma­hlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar fundaði í dag og tók ákvörðun um að rýmingu á húsi við Norðurbrún 7 í Varmahlíð skyldi aflétt frá og með klukkan 21 í kvöld. Rýming er þó enn í gildi fyrir Laugaveg 15 og 17 en aurskriða féll á húsin tvö í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð

Almannavarnanefnd Skagafjarðar tók þá ákvörðun í dag að aflétta rýmingu nokkurra húsa í Varmahlíð frá og með klukkan níu í kvöld. Húsin voru rýmd eftir að aurskriða féll á hús í bænum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Rýming vegna aurskriðuhættu enn í gildi

Rýming húsa við Laugaveg og Norðurbrún í Varmahlíð stendur, að minnsta kosti þar til fundur almannavarnarnefndar fer fram núna í morgunsárið. Tilkynning um framhaldið verður birt á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra kl. 11.

Innlent
Fréttamynd

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð

Aurskriða féll á tvö hús í Varmahlíð í Skagafirði um klukkan fjögur í dag. Ekkert manntjón varð vegna skriðunnar en talsvert tjón varð á húsunum tveimur sem urðu fyrir skriðunni. Þetta staðfestir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra.

Innlent