Covid gerir hjálparstarf á Tonga flókið Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 11:27 Neyðarbirgðum komið fyrir í flugvél hers Ástralíu. AP/LACW Kate Czerny Skip sjóhers Nýja-Sjáland kom til hafnar í Tonga-eyjum í morgun. Þar um borð voru 250 þúsund lítrar af drykkjarvatni og öðrum nauðsynlegum birgðum. Um borð í HMNZS Aotearoa er einnig búnaður sem hægt er að nota til að eima sjötíu þúsund lítra af vatni á dag. Gríðarlega kröftugt sprengigos í nálægu eldfjalli sendi ösku og flóðbylgjur yfir eyjaklasann og eru vatnsból menguð. Flóðbylgjurnar ollu líka miklum skemmdum og er vitað til þess að minnst þrír eru látnir. Í frétt Reuters er haft eftir Branko Sugar að unnið sé að því að hreinsa vatnsból en það gangi erfiðlega. Það sé þeirra eina drykkjarvatn og sé mengað. Þá eigi fólk erfitt með andardrátt vegna allrar öskunnar sem liggur yfir eyjunum. Sjá einnig: Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Hjálparstarfið til Tonga þykir tiltölulega flókið en snúa þurfti einni flugvél aftur til Ástralíu vegna þess að einn þar um borð greindist með Covid-19. Hingað til hefur kórónuveiran ekki teygt anga sína til Tonga og vonast yfirvöld þar til þess að halda veirunni fjarri. Því þurfa hjálparstörfin í raun að vera snertilaus. Skemmdirnar á Tonga eru miklar.AP/Marian Kupu Ríkisstjórn Tonga lét snúa flugvélinni við þrátt fyrir að ríkisstjórn Ástralíu hafði heitið því að hægt væri að veita hjálparstarf í senn draga úr líkum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Áhöfnin hafði skilað inn neikvæðum hraðprófum en einn greindist smitaður í PCR-prófi. Samkvæmt frétt Guardian voru birgðirnar í flugvélinni færðar yfir í aðra flugvél og henni flogið af stað til Tonga í morgun. Tonga Náttúruhamfarir Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Gríðarlega kröftugt sprengigos í nálægu eldfjalli sendi ösku og flóðbylgjur yfir eyjaklasann og eru vatnsból menguð. Flóðbylgjurnar ollu líka miklum skemmdum og er vitað til þess að minnst þrír eru látnir. Í frétt Reuters er haft eftir Branko Sugar að unnið sé að því að hreinsa vatnsból en það gangi erfiðlega. Það sé þeirra eina drykkjarvatn og sé mengað. Þá eigi fólk erfitt með andardrátt vegna allrar öskunnar sem liggur yfir eyjunum. Sjá einnig: Eins og fimm hundruð kjarnorkusprengjur hafi sprungið í einu Hjálparstarfið til Tonga þykir tiltölulega flókið en snúa þurfti einni flugvél aftur til Ástralíu vegna þess að einn þar um borð greindist með Covid-19. Hingað til hefur kórónuveiran ekki teygt anga sína til Tonga og vonast yfirvöld þar til þess að halda veirunni fjarri. Því þurfa hjálparstörfin í raun að vera snertilaus. Skemmdirnar á Tonga eru miklar.AP/Marian Kupu Ríkisstjórn Tonga lét snúa flugvélinni við þrátt fyrir að ríkisstjórn Ástralíu hafði heitið því að hægt væri að veita hjálparstarf í senn draga úr líkum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Áhöfnin hafði skilað inn neikvæðum hraðprófum en einn greindist smitaður í PCR-prófi. Samkvæmt frétt Guardian voru birgðirnar í flugvélinni færðar yfir í aðra flugvél og henni flogið af stað til Tonga í morgun.
Tonga Náttúruhamfarir Ástralía Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05 Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Fyrsta flugvélin með hjálpargögnum komin til Tonga Fyrsta flutningavélin með hjálpargögn er nú lent á flugvellinum á Tonga. Vélin er með drykkjarvatn og fleiri nauðsynjar en þessi afskekkti eyjaklasi varð illa útí í eldgosi sem hófst um síðustu helgi. 20. janúar 2022 08:05
Nýjar myndir sýna eyðilegginguna á Tonga Stjórnvöld á eyjunni Tonga birtu myndir af eyðileggingu á eyjunni Tonga fyrr í dag eftir neðansjávareldgos sem hófst í Kyrrahafi síðustu helgi. 19. janúar 2022 19:05