Skemmdirnar miklar og óttast að margir hafi dáið Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 12:17 Myndir frá Tonga sýna að skemmdir eru töluverðar. AP/CPL Vanessa Parker Tonga eyjaklasinn varð fyrir miklum skemmdum vegna stærðarinnar sprengigoss sem varð þar um helgina og flóðbylgju frá gosinu. Minnst eitt þorp gereyðilagðist og margar byggingar eru horfnar. Erindreki frá Tonga óttast að margir hafi dáið. Enn sem komið er hafa tvö dauðsföll verið staðfest. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsinga þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Sjá einnig: Eyjan nær alveg horfin Myndir sem teknar voru úr flugvélum frá Nýja-Sjálandi sýna miklar skemmdir á þorpi á Mango-eyju og sömuleiðis á Atata-eyju þar sem heilu byggingarnar eru horfnar. Þetta segir Curtis Tu´ihalangingie, erindreki frá Tonga sem staðsettur er í Ástralíu, í samtali við Reuters fréttaveituna. Hann segist óttast að dauðsföllin séu fleiri en vonast eftir að svo sé ekki. Búist er við því að Tonga muni senda út formlega beiðni eftir aðstoð á næstunni en ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur þegar sent tvö skip af stað með vatnsbirgðir, björgunarteymi og þyrlu. Ástralar eru einnig að senda aðstoð. ABC í Ástralíu segir ríkisstjórn Tonga-eyja hafa ráðlagt íbúum að halda sig heima svo þau andi ekki að sér mikilli ösku sem liggur yfir öllum eyjunum. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. ABC hefur eftir starfsmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að margir íbúar Tonga geti ekki haldið til á heimilum sínum sem séu jafnvel ónýt eða hrunin. Hins vegar sé heilbrigðiskerfi eyjaklasans enn í góðu standi. Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Enn sem komið er hafa tvö dauðsföll verið staðfest. Þegar Hunga Tonga Hunga Ha'apai eldfjallið sprakk í loft upp á laugardaginn olli það miklum flóðbylgjum og öskufalli. Samband við Tonga-eyjar slitnaði og hefur flæði upplýsinga þaðan verið takmarkað síðan. Rúmlega hundrað þúsund manns búa í eyjaklasanum. Sjá einnig: Eyjan nær alveg horfin Myndir sem teknar voru úr flugvélum frá Nýja-Sjálandi sýna miklar skemmdir á þorpi á Mango-eyju og sömuleiðis á Atata-eyju þar sem heilu byggingarnar eru horfnar. Þetta segir Curtis Tu´ihalangingie, erindreki frá Tonga sem staðsettur er í Ástralíu, í samtali við Reuters fréttaveituna. Hann segist óttast að dauðsföllin séu fleiri en vonast eftir að svo sé ekki. Búist er við því að Tonga muni senda út formlega beiðni eftir aðstoð á næstunni en ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur þegar sent tvö skip af stað með vatnsbirgðir, björgunarteymi og þyrlu. Ástralar eru einnig að senda aðstoð. ABC í Ástralíu segir ríkisstjórn Tonga-eyja hafa ráðlagt íbúum að halda sig heima svo þau andi ekki að sér mikilli ösku sem liggur yfir öllum eyjunum. Vísindamenn hafa varað við því að askan geti mögulega haft slæm áhrif á umhverfi eyjanna, vatn, dýralíf og fæðukeðju til langs tíma. ABC hefur eftir starfsmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að margir íbúar Tonga geti ekki haldið til á heimilum sínum sem séu jafnvel ónýt eða hrunin. Hins vegar sé heilbrigðiskerfi eyjaklasans enn í góðu standi.
Tonga Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36 Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49 Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Aska þekur Tonga og hamlar hjálparstarfi Um 200 manns vinna nú hörðum höndum að því að moka ösku af flugbrautinni á alþjóðaflugvelli Tonga því eins og stendur er ekki hægt að koma björgunarfólki og vistum til eyjaklasans. 18. janúar 2022 07:36
Lík breskrar konu sem fórst í flóðbylgjunni á Tonga fundið Lík breskrar konu, sem varð undir í flóðbylgju sem skall á Tonga á laugardag, er fundið. Þetta segir bróðir konunnar en hún er sú eina sem fórst í flóðbylgjunni svo vitað sé. 17. janúar 2022 14:49
Hafa áhyggjur af drykkjarvatni á Tonga vegna öskufalls Miklar áhyggjur eru uppi um að vatn á eyjaklasanum Tonga verði ódrykkjarhæft vegna öskufalls frá neðansjávareldgosi sem hófst í eldfjallinu Hunga Tonga Hunga Ha'apai á laugardag. 17. janúar 2022 08:36