Spænski boltinn

Fréttamynd

Risaleikur í spænska boltanum

Mestu erkifjendur knattspyrnusögunnar, Barcelona og Real Madrid, eigast við á Camp Nou, heimavelli Barcelona, í kvöld. Barcelona er í efsta sæti spænsku deildarinnar og Madrídingar eru í öðru sæti, fjórum stigum á eftir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst upphitun klukkan 20.20 og leikurinn fjörutíu mínútum síðar.

Sport
Fréttamynd

Jóhannes Karl laus frá Betis

Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er laus allra mála frá spænska liðinu Real Betis. Hann hefur átt í viðræðum við félagið um starfslok og í dag var tilkynnt að samningi hans við félagið hefði verið rift með gagnkvæmum vilja og að hann gæti farið hvert sem hann vildi á frjálsri sölu.

Sport