Fernando Torres, leikmaður Atletico Madrid, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2009. Torres hefur verið orðaður við nokkur lið undanfarin tvö ár en hefur nú slegið á allar sögusagnir um að hann vilji yfirgefa Atletico.
Ákvæði í samningi hans segir til um að hann megi fara til annars félags ef það félag er tilbúið að borga 27 milljónir punda, eða um 3,7 milljarða íslenskra króna, fyrir leikmanninn. - dsd