Spænski boltinn

Fréttamynd

Metzelder á heimleið?

Þýski varnarmaðurinn Christoph Metzelder hjá Real Madrid er sagður vera einn þeirra sem farið gætu frá Real Madrid í sumar. Hann var keyptur til liðsins frá Dortmund í fyrrasumar en hefur ekki náð sér á strik í vetur - sumpart vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry er gramur

Robert Pires, leikmaður Villarreal á Spáni, segir fyrrum landa sinn Thierry Henry hafa reiðst mikið þegar honum var skipt af velli í leik liðanna um helgina. Þeir félagar spiluðu saman hjá Arsenal og franska landsliðinu og þekkjast því vel.

Enski boltinn
Fréttamynd

Börsungar halda í vonina

Andres Iniesta, leikmaður Barcelona, segist enn hafa trú á því að liðið geti orðið Spánarmeistari. Börsungar töpuðu í gær fyrir Villareal 2-1 og eru nú átta stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Besta leiktíð Raul í fimm ár

Gulldrengurinn Raul hjá Real Madrid hefur heldur betur slegið í gegn með liði sínu í vetur og hefur ekki skorað meira í fimm ár. Hann nálgast nú markametið hjá Real óðfluga eftir að hafa skorað sitt 200. mark fyrir félagið um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi gæti farið til Argentínu

Til greina kemur að Argentínumaðurinn Lionel Messi fari til heimalandsins í tvær vikur á meðan hann jafnar sig af meiðslunum sem hann varð fyrir í vikunni. Messi verður frá í sex vikur og sumir leiða líkum að því að meiðslavandræði hans séu farin að setjast á sálina.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn að eilífu

Stuðningsmönnum Espanyol á Spáni mun í framtíðinni gefast kostur á að fylgja liði sínu inn í eilífðina. 20,000 stuðningsmönnum verður þannig boðið að koma ösku sinni fyrir á nýjum heimavelli liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Calderon styður enn Schuster

Roman Calderon, forseti Real Madrid, segist enn bera fullt traust til Bernd Schuster, knattspyrnustjóra Real Madrid, þátt fyrir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi frá í sex vikur

Lionel Messi verður frá næstu sex vikurnar eða svo eftir að hann reif vöðva í læri í leiknum gegn Celtic í gær. Þetta er í fjórða skiptið á þremur árum sem hann verður fyrir álíka meiðslum.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona steinlá fyrir Atletico

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona misstigu sig illa í toppbaráttunni á Spáni í kvöld þegar þeir fengu 4-2 skell gegn Atletico í Madrid. Á sama tíma vann Real Madrid 3-2 sigur á Recreativo á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Rijkaard er ánægður hjá Barcelona

Bróðir þjálfarans Frank Rijkaard hjá Barcelona segir hann ánægðan í herbúðum liðsins og blæs á slúðurfréttir ensku blaðanna um að Rijkaard muni taka við Chelsea ef Avram Grant nær ekki að skila titli eða titlum í hús í vor.

Fótbolti
Fréttamynd

Forysta Real Madrid aðeins tvö stig

Mjög óvænt úrslit urðu í spænska boltanum í gær. Meistararnir í Real Madrid töpuðu 0-1 á heimavelli fyrir Getafe en það var Ikechukwu Uche sem skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Samuel Eto'o með þrennu

Samuel Eto'o skoraði þrennu fyrir Barcelona þegar liðið vann 5-1 stórsigur á Levante í spænsku deildinni í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona og kom ekki við sögu.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður orðaður við PSG

Eiður Smári Guðjohnsen var í dag orðaður við Paris St. Germain í frönskum fjölmiðlum, þá sem eftirmaður Portúgalans Pauleta.

Fótbolti