Spænski boltinn

Fréttamynd

Ronaldo: Ég er ekki með markakóngstitilinn á heilanum

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, segir ekki vera með markakóngstitilinn á Spáni á heilanum en Portúgalinn hefur skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum sínum og er nú kominn með fimm marka forskot á Lionel Messi hjá Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn ein þrennan hjá Ronaldo

Portúgalinn Cristiano Ronaldo varð í kvöld fyrsti maðurinn í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar til þess að skora sex þrennur á einni leiktíð. Ronaldo skoraði þrennu í 4-0 sigri Real Madrid á Getafe í kvöld. Karim Benzema komst einnig á blað.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho fær annað tímabil hjá Real Madrid

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarna daga fyrir hegðun sína og leikstíl Real-liðsins í viðureignum liðsins við erkifjendur sína í Barcelona. Real vann spænska bikarinn en er úr leik í Meistaradeildinni og á ekki mikla möguleika á því að vinna spænska meistaratitilinn. Guardian hefur heimildir fyrir því að Mourinho fá annað tímabil í einu heitasta sætinu í heimsfótboltanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid ásakar Sergio Busquets um kynþáttaníð

Orðastríð Real Madrid og Barcelona er enn í fullum gangi þótt að það sé að flestra mati orðið ljóst að Barcelona sé komið áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum í Madrid. Liðin mætast í seinni leiknum á Camp Nou í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona tapaði líka

Þetta var ekki dagur stórliðanna í spænska boltanum því bæði Barcelona og Real Madrid töpuðu í dag. Real fyrir Zaragoza í dag og Barcelona lá svo fyrir Real Sociedad í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo er ekki til sölu

Real Madrid segir það vera algjörlega útilokað að Portúgalinn Cristiano Ronaldo verði seldur frá félaginu. Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, lýsti því yfir á dögunum að hann dreymdi um að kaupa Ronaldo.

Fótbolti
Fréttamynd

Pepe búinn að framlengja við Real Madrid

Portúgalski miðvörðurinn Pepe er búinn að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid og þar með binda enda á sögusagnir um framtíð sína. Pepe hefur verið í viðræðum við Real um nýjan samning síðustu vikur og þær viðræður hafa loks borið árangurs.

Fótbolti
Fréttamynd

Bestu kaupin í spænska boltanum

Vefsíðan goal.com hefur tekið saman tíu bestu kaup liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Spænsku liðin voru nokkuð rólegri fyrir þetta tímabil en á undanförnum árum en samt sem áður fóru mörg kaup fram, sumir leikmenn voru betri en aðrir.

Fótbolti
Fréttamynd

Varnarlína Barca veikist - Adriano frá í fjórar vikur

Barcelona verður án brasilíska bakvarðarins Adriano næstu fjórar vikurnar eftir að hann meiddist í tapinu á móti Real Madrid í úrslitaleik spænska bikarsins í gær. Adriano meiddist í lok leiksins en var gagnrýndur í spænsku pressunni fyrir að missa af Cristiano Ronaldo þegar Portúgalinn skoraði eina mark leiksins í framlengingunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænska liðið Getafe er nú í eigu viðskiptajöfra frá Dúbæ

Fjárfestingahópurinn Royal Emirates Group frá Dúbæ er búið að kaupa spænska úrvalsdeildarfélagið Getafe og hefur sett stefnuna á að koma félaginu í hóp sex bestu liða Spánar á næsta tímabili. Getafe hefur aðsetur í úthverfum Madrid og ætlar að komast á sama stall og nágrannar þeirra í Real og Atletico.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid rútan ók yfir Konungsbikarinn - Ramos sökudólgurinn

Leikmenn Real Madrid fögnuðu sigrinum í Konungsbikarnum í gær með hefðbundnum hætti enda löng bið liðsins eftir titli á enda. Mikil sigurhátíð var í Madrid í gær þar sem leikmenn liðsins óku um borgina og lyftu Konungsbikarnum á loft í opnum strætisvagni. Það gekk mikið á þeim fögnuðu og eitthvað fór úrskeiðis þegar bikarinn féll af þaki rútunnar niður á götuna – og rútan ók yfir Konungsbikarinn og það er ljóst að bikarinn var ekki eins glæsilegur eftir þá meðferð.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo tryggði Real Madrid bikarmeistaratitilinn

Real Madrid varð í kvöld bikarmeistari á Spáni eftir sigur á Barcelona, 1-0, í framlengdum úrslitaleik. Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Þetta er fyrsti titill Real Madrid undir stjórn Jose Mourinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Barca gegn Real í kvöld: Fyrsti stóri titill ársins í boði

Barcelona og Real Madrid eigast við í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. Um risaslag er að ræða, eins og ávallt þegar þessi tvö lið eiga í hlut. Þau mættust í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og skildu þá jöfn, 1-1.

Fótbolti