Spænski boltinn

Fréttamynd

Krkic orðaður við Udinese

Umboðsmaður Bojan Krkic leikmanns Barcelona segir félagið í viðræðum við Udinese á Ítalíu um hugsanleg vistaskipti kappans. Möguleiki er á að leikmaðurinn fari sem hluti af líklegum kaupum Barcelona á Alexis Sanchez frá ítalska félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

45 milljónir evra í nýja leikmenn hjá Barcelona

Þrátt fyrir að tap hafi orðið af rekstri Barcelona á síðasta starfsári hefur Pep Guardiola 45 milljónir evra til að styrkja hópinn. Þetta segir Javier Faus varaforseti rekstrarsviðs félagsins. Vefsíðan goal.com greinir frá.

Fótbolti
Fréttamynd

Manzano tekur við Atletico Madrid

Gregorio Manzano hefur verið ráðinn nýr þjálfari Atletico Madrid fyrir tímabilið 2011-2012. Manzano tekur við af af Quique Sanchez Flores sem stýrði liðinu til sjöunda sætis í spænsku deildinni. Það þótti stjórnarmönnum Atletico ekki nógu góður árangur en liðið vann Evrópudeildina árið 2010.

Fótbolti
Fréttamynd

Sanchez semur við Barcelona

Alexis Sanchez framherji Udinese hefur komist að samkomulagi um persónuleg kjör við stórlið Barcelona. Að sögn forseta Udinese, Franco Soldati, fær Sanchez jafnvirði tæpra 500 milljóna króna í árslaun. Þetta kemur fram í chileskum fjölmiðlum.

Fótbolti
Fréttamynd

Luis Enrique að taka við Roma

Flest bendir til þess að Spánverjinn Luis Enrique taki við þjálfun ítalska knattspyrnuliðsins A.S. Roma. "Mér líst vel á verkefnið hjá Roma. Það þarf bara að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en gengið verður frá samningi,“ sagði Enrique við ítalska fjölmiðla.

Fótbolti
Fréttamynd

Ónýti bikarinn settur á safn

Sergio Ramos tókst að eyðileggja bikarinn sem Real Madrid fékk fyrir sigur í spænsku bikarkeppninni á eftirminnilegan hátt. Hann missti þá bikarinn í sigurgöngunni og rúta Madridarliðins keyrði í kjölfarið yfir bikarinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Persie: Leikmenn á Spáni og í Chelsea alltaf að betla gul spjöld

Arsenal-maðurinn Robin van Persie er allt annað en sáttur með hegðun leikmanna spænskra liða sem og leikmanna nágrannanna Arsenal í Chelsea. Hollenski framherjinn segir það óþolandi að leikmenn liða eins og Barcelona og Chelsea fái að setja svona mikla pressu á dómara sinna leikja með því að hópast að honum og heimta spjöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ekkert vesen á milli leikmanna Barca og Real í landsliðinu

Barcelona-maðurinn Andres Iniesta hefur engar áhyggjur af því að mórallinn í spænska landsliðinu verði slæmur eftir allar rimmur Barcelona and Real Madrid á síðustu vikum. Það fór nefnilega allt fór upp í háaloft á milli leikmenna spænsku stórliðanna þegar þau mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy samdi við Malaga

Ruud van Nistelrooy snýr aftur í spænsku úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili en hann hefur gengið frá samningi við Malaga.

Fótbolti
Fréttamynd

Puyol frá í 2-3 mánuði

Óvíst er hvort að Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, verði klár í slaginn þegar nýtt tímabil hefst á Spáni en hann gekkst undir aðgerð á hné í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Puyol á leið í aðgerð

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er á leið í aðgerð vegna meiðslum á hné sem voru honum til vandræða á nýafstöðnu tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid að krækja í Coentrao

Real Madrid ætlar sér greinilega stóra hluti á leikmannamarkaðnum í sumar og forráðamenn félagsins eru þessa daganna í leit að nýjum leikmönnum fyrir næstkomandi tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema vill vera áfram hjá Real Madrid

Karim Benzema, franski landsliðsmaðurinn hjá Real Madrid, vill alls ekki yfirgefa spænska stórliðið þrátt fyrir að hann hafi verið í vandræðum með að vinna sér sæti í byrjunarliðinu síðan að hann var keyptur frá Lyon fyrir 35 milljónir evra sumarið 2009.

Fótbolti
Fréttamynd

Zidane tekur við starfi Valdano hjá Real Madrid

Zinedine Zidane, fyrrum besti og dýrasti knattspyrnumaður heims, verður nýr íþróttastjóri hjá spænska stórliðnu Real Madrid en hann mun taka við starfi Jorge Valdano sem var rekinn í gær. Spænska blaðið Marca greinir frá þessu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid búið að reka Valdano

Stjórn Real Madrid kom saman í kvöld og ákvað að reka framkvæmdarstjórann Jorge Valdano úr sínu starfi hjá félaginu. Var það gert til að styrkja stöðu Jose Mourinho knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester City vann Barcelona

Kapphlaupi liðanna um 17 ára gamlan miðjumann Celta Vigo, Denis Suarez, lauk í dag þegar forseti Celta staðfesti að félagið hefði tekið tilboði frá Manchester City.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ronaldo setti markamet í 8-1 sigri Real Madrid

Portúgalinn Cristiano Ronaldo bætti í kvöld markametið í spænsku úrvalsdeildinni. Það áttu Telmo Zarra frá 1951 og Hugo Sanchez frá 1990 en þeir skoruðu báðir 38 mörk á einu tímabili. Ronaldo komst í 40 mörk í kvöld er Real Madrid slátraði Almeria, 8-1, í lokaumferð spænska boltans.

Fótbolti
Fréttamynd

Stjörnulaust Barcelona-lið í síðasta deildarleiknum

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, ætlar ekki að taka neina áhættu með stjörnuleikmenn sína fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United eftir rúma viku og hefur því ákveðið að hvíla sjö stjörnuleikmenn í síðasta deildarleiknum á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Óvíst hvort Real reyni að kaupa Adebayor

Forráðamenn Real Madrid hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir ætli sér að reyna að kaupa Emmanuel Adebayor frá Man. City í sumar. Adebayor hefur verið í láni hjá spænska félaginu síðan um áramótin og staðið sig vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýr kafli í sögu Barcelona - auglýsing framan á búningnum

Spánarmeistaralið Barcelona í fótbolta mun skrifa nýjan kafla í sögu félagsins á næstu leiktíð en auglýsing verður framan á keppnisbúning liðsins í fyrsta sinn. Barcelona kynnti í dag keppnisbúninga næstu leiktíðar og hefur búningurinn tekið miklum breytingum.

Fótbolti