Tækni

Fréttamynd

Óværan sem gerir usla á netinu

Útgáfur Netsky ormsins eru fyrirferðamestar á mánaðarlegum lista vírusvarnafyrirtækisins Central Command yfir "sóðatylftina," eða fyrirferðamestu tölvuóværuna í liðnum mánuði. Fyrsta sæti listans vermir hins vegar Sasser ormurinn, sem uppgötvaðist 30. apríl sl. Hann varð fljótlega mjög fyrirferðamikill og sýkti þúsundir Windows tölva um heim allan.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskumælandi talgervill í síma

Í sumarlok er von á íslenskumælandi talgervli í farsíma sem gagnast getur blindum og sjónskertum. Með hjálp búnaðarins geta blindir og sjónskertir þá nýtt sér til fulls þá kosti sem farsímatæknin hefur í för með sér, svo sem SMS eða MMS smáskilaboð sem síminn les þá upphátt fyrir notandann.

Innlent