Tækni

Fréttamynd

Nýsköpunarverkefni í kjölfar Covid sem skilaði af sér tugmilljóna króna viðskiptum

„Raunin var að fjöldi þátttakenda fimmfölduðust frá árinu áður og fóru úr þúsund gestum í fimm þúsund. Ánægja gesta hefur aldrei mælst hærri og 97% þeirra sem svöruðu ánægjukönnuninni voru ánægðir með nýja ráðstefnuvefinn,“ segir Auður Inga Einarsdóttir markaðsstjóri Advania um þá óvæntu en góðu þróun sem varð í kjölfar Covid, þegar Advania þróaði stafrænan viðburðarvef til að bregðast við þeirri stöðu að geta ekki haldið sína árlegu haustráðstefnu í Hörpu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kveikja á hreyflum nýrrar eldflaugar annað kvöld

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stefnir á að gera enn eina tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System sem hönnuð hefur verið til að senda menn til tunglsins og til Mars. Þróunarvinnan hefur þó dregist verulega og kostað mun meira en til stóð.

Erlent
Fréttamynd

Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor

Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Karl og Dóra og lífs­gæði les­blindra

Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum.

Skoðun
Fréttamynd

Tinder ætlar að veita bak­grunns­upp­lýsingar um not­endur

Notendur stefnumótasnjallforritsins Tinder í Bandaríkjunum geta brátt nálgast opinberar upplýsingar um sakaferil og ofbeldi annarra notenda sem þeir gætu farið á stefnumót með. Til stendur að þjónustan verði tekin upp á fleiri stefnumótaforritum fyrirtækisins í fyllingu tímans.

Erlent
Fréttamynd

Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika

„Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Endurskapa hverfandi jöklana í kringum Höfn

Tölvulíkön og drónatækni gerðu íslenskum og skoskum vísindamönnum kleift að endurskapa jökla í kringum Höfn í Hornafirði eins og þeir litu út fyrir fjörutíu og allt að 75 árum í nýrri stuttmynd. Á sama tíma sýna myndirnar glöggt hversu stórfelldar breytingar hafa orðið á jöklunum með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna.

Innlent
Fréttamynd

Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars

Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina.

Erlent
Fréttamynd

Draga til baka rannsókn á skammtatölvum vegna „mistaka“

Hópur sérfræðinga á vegum tæknirisans Microsoft hefur dregið til baka umdeilda rannsókn á svonefndum skammtatölvum sem birtist árið 2018. Mistök hafi verið gerð við rannsóknina og biðjast höfundarnir afsökunar á að hafa ekki stundað nægilega vísindaleg vinnubrögð.

Erlent
Fréttamynd

„Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“

Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fyrsta ökuferð Perseverance á rauðu reikistjörnunni

Bandaríski könnunarjeppinn Perseverance notaði hjól sín í fyrsta skipti og ók stuttan spöl á reikistjörnunni Mars í gær. Enn er verið að búa tæki og tól jeppans fyrir fimmtán kílómetra langt ferðalag um yfirborð reikistjörnunnar næstu tvö árin.

Erlent
Fréttamynd

Frumgerðin sprakk í loft upp skömmu eftir lendingu

Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gær að skjóta enn einni frumgerðinni af geimfarinu Starship hátt á loft og lenda henni aftur. Frumgerðin, SN10, sprakk þó í loft upp nokkrum mínútum eftir lendingu vegna elds.

Erlent
Fréttamynd

Nærri 90 prósent sölu tón­listar í gegnum Spoti­fy

Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bálka­keðjan spili lykil­hlut­verk í bólu­setninga­rvott­orðum sem Ís­lendingar þróa í sam­starfi við WHO

Íslenskir sérfræðingar aðstoða nú Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) við þróun alþjóðlegs bólusetningarvottorðs. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, vonar að lausnin verði til á næstu tveimur til þremur mánuðum. Það velti þó á því hvenær ríki komi sér saman um útfærsluna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ella og Guð­mundur til Controlant

Ella Björnsdóttir og Guðmundur Óskarsson hafa verið ráðin til starfa hjá Controlant. Ella tekur við starfi forstöðumanns mannauðssviðs og Guðmundur sem leiðtogi á alþjóðaviðskiptasviði fyrirtækisins.

Viðskipti innlent